Hermenn myrða íbúa á heimilum í Aleppo Guðsteinn Bjarnason og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 14. desember 2016 07:00 Íbúar í Aleppo hafa margir fagnað sigri stjórnarhersins á uppreisnarmönnum. Vísir/AFP Stuðningsmenn Bashars al Assad Sýrlandsforseta hafa ákaft fagnað því að stjórnarherinn hafi að mestu endurheimt borgina Aleppo úr höndum uppreisnarmanna. Jafnframt hafa borist fréttir af því að liðsmenn stjórnarhersins eða stuðningsmenn hans hafi tekið fólk af lífi án dóms og laga, tugum og jafnvel hundruðum saman. CNN greinir til að mynda frá því að hersveitir Assads hafi ruðst inn á heimili almennra borgara í hverfum sem voru undir stjórn uppreisnarmanna og skotið íbúana á staðnum. Kennari í borginni, Abdul Kafi Alhamado, sagði í viðtali við BBC að sprengjum hafi bókstaflega rignt yfir fólk og gríðarlega margir séu látnir. „Fólk er að flýja, en veit ekkert hvert það á að fara. Fólk bara hleypur. Fólk liggur í sárum sínum á götum úti, enginn getur farið til að hjálpa því. Sumir eru undir rústum, og enginn getur komið þeim til hjálpar heldur,“ hefur BBC eftir honum. Bæði Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa skorað á stjórnarherinn að þyrma lífi almennra borgara. Í yfirlýsingu frá Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, segir hann fréttir af grimmdarverkum gegn almennum borgurum í borginni, þar á meðal börnum og konum, vekja óhug. Hann tekur fram að Sameinuðu þjóðirnar séu ekki í aðstöðu til að staðfesta hvort þessar frásagnir séu réttar, en bendir á að öllum stríðsaðilum beri skylda til að fylgja alþjóðlegum mannréttinda- og mannúðarlögum: „Þetta er sérstaklega á ábyrgð sýrlensku stjórnarinnar og bandamanna hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kemur einnig fram í tilkynningu frá embætti formanns Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna að alls hafi 82 almennir borgarar verið myrtir á götum úti eða á heimilum sínum á mánudaginn. Rupert Colville, talsmaður embættisins, sagði að hann hefði fengið afar truflandi fréttir af líkum á götum úti sem ástvinir gætu ekki komið í skjól af ótta við að hljóta sömu örlög. Þá sagði hann ellefu konur og þrettán börn á meðal hinna 82 myrtu. „Þótt einhverjir hafi náð að flýja borgina í gær [á mánudag] voru aðrir gómaðir. Sumir myrtir en aðrir handteknir. Þessa stundina lítur út fyrir að fram fari algjört niðurrif mannúðar í Aleppo,“ sagði Colville í yfirlýsingu í gær. Mannúðarsamtök á svæðinu, þeirra á meðal Syria Civil Defense, hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins við að opna leið út úr borginni svo um hundrað þúsund almennir borgarar og uppreisnarmenn á helstu átakasvæðum borgarinnar geti flúið. Óljóst var í gær hve stórum hluta borgarinnar uppreisnarmenn réðu enn yfir, eða höfðust við á, en það var ekki nema brotabrot af því svæði sem áður var á þeirra valdi, sem var megnið af austurhluta borgarinnar. Í yfirlýsingu frá rússneska hernum segir að stjórnarherinn fari nú með völdin í 98 prósentum borgarinnar. Zaid al-Saleh, hershöfðingi í stjórnarhernum, sagði í yfirlýsingu að orrustunni ljúki senn. Þá biðlaði hann til uppreisnarmanna að gefast upp, ella myndu þeir deyja.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Stuðningsmenn Bashars al Assad Sýrlandsforseta hafa ákaft fagnað því að stjórnarherinn hafi að mestu endurheimt borgina Aleppo úr höndum uppreisnarmanna. Jafnframt hafa borist fréttir af því að liðsmenn stjórnarhersins eða stuðningsmenn hans hafi tekið fólk af lífi án dóms og laga, tugum og jafnvel hundruðum saman. CNN greinir til að mynda frá því að hersveitir Assads hafi ruðst inn á heimili almennra borgara í hverfum sem voru undir stjórn uppreisnarmanna og skotið íbúana á staðnum. Kennari í borginni, Abdul Kafi Alhamado, sagði í viðtali við BBC að sprengjum hafi bókstaflega rignt yfir fólk og gríðarlega margir séu látnir. „Fólk er að flýja, en veit ekkert hvert það á að fara. Fólk bara hleypur. Fólk liggur í sárum sínum á götum úti, enginn getur farið til að hjálpa því. Sumir eru undir rústum, og enginn getur komið þeim til hjálpar heldur,“ hefur BBC eftir honum. Bæði Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa skorað á stjórnarherinn að þyrma lífi almennra borgara. Í yfirlýsingu frá Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, segir hann fréttir af grimmdarverkum gegn almennum borgurum í borginni, þar á meðal börnum og konum, vekja óhug. Hann tekur fram að Sameinuðu þjóðirnar séu ekki í aðstöðu til að staðfesta hvort þessar frásagnir séu réttar, en bendir á að öllum stríðsaðilum beri skylda til að fylgja alþjóðlegum mannréttinda- og mannúðarlögum: „Þetta er sérstaklega á ábyrgð sýrlensku stjórnarinnar og bandamanna hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kemur einnig fram í tilkynningu frá embætti formanns Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna að alls hafi 82 almennir borgarar verið myrtir á götum úti eða á heimilum sínum á mánudaginn. Rupert Colville, talsmaður embættisins, sagði að hann hefði fengið afar truflandi fréttir af líkum á götum úti sem ástvinir gætu ekki komið í skjól af ótta við að hljóta sömu örlög. Þá sagði hann ellefu konur og þrettán börn á meðal hinna 82 myrtu. „Þótt einhverjir hafi náð að flýja borgina í gær [á mánudag] voru aðrir gómaðir. Sumir myrtir en aðrir handteknir. Þessa stundina lítur út fyrir að fram fari algjört niðurrif mannúðar í Aleppo,“ sagði Colville í yfirlýsingu í gær. Mannúðarsamtök á svæðinu, þeirra á meðal Syria Civil Defense, hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins við að opna leið út úr borginni svo um hundrað þúsund almennir borgarar og uppreisnarmenn á helstu átakasvæðum borgarinnar geti flúið. Óljóst var í gær hve stórum hluta borgarinnar uppreisnarmenn réðu enn yfir, eða höfðust við á, en það var ekki nema brotabrot af því svæði sem áður var á þeirra valdi, sem var megnið af austurhluta borgarinnar. Í yfirlýsingu frá rússneska hernum segir að stjórnarherinn fari nú með völdin í 98 prósentum borgarinnar. Zaid al-Saleh, hershöfðingi í stjórnarhernum, sagði í yfirlýsingu að orrustunni ljúki senn. Þá biðlaði hann til uppreisnarmanna að gefast upp, ella myndu þeir deyja.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“