Árangur í jafnréttismálum er ekki tilviljun Lilja Alfreðsdóttir skrifar 14. desember 2016 07:00 Jafnréttismál eru meðal forgangsmála Íslands á alþjóðavettvangi. Það kom því fáum á óvart að jafnréttismál væru sett á oddinn þegar Ísland tók við forystu EFTA um mitt árið og einsetti sér að ná árangri áður en árið væri á enda. Það er gaman frá því að segja að samstarfsríki okkar innan EFTA hafa sannarlega lagst á árarnar með okkur. Þau hafa samþykkt drög að jafnréttisstefnu fyrir samtökin og stefnt er að því að afgreiða hana fyrir jól. Þá hefur reglum um feðraorlof verið breytt, þannig að feður í hópi starfsmanna EFTA fá átta vikna orlof vegna fæðingar barns. Slíkt er langt því frá algilt á vettvangi alþjóðastofnana. Árangur Íslands í jafnréttismálum kemur oft til umræðu með fulltrúum erlendra þjóða enda staða kvenna sterkari hér en í flestum öðrum löndum þótt enn sé talsvert verk óunnið. Barátta einstaklinga og félagasamtaka hefur skilað miklu og stjórnvöld hafa tekið mikilvægar stefnumótandi ákvarðanir, bæði sveitarstjórnir og Alþingi. Uppbygging leikskóla og niðurgreiðsla á dagvistun er ein slík, sem okkur þykir sjálfsögð en er nánast óhugsandi í mörgum löndum. Okkur þykir sjálfsagt að gefa öllum börnum tækifæri á að dvelja og þroskast á leikskólum og skapa tækifæri fyrir báða foreldra að vinna úti, kjósi þeir svo. Víða erlendis er það nær útilokað, þar sem kostnaður við dagvistun er gríðarlegur. Við þær aðstæður kemur það oftar en ekki í hlut móðurinnar að vinna heima, sem dregur úr áhrifum kvenna á vinnumarkaði, þátttöku í stjórnmálum og þar með þátttöku í ákvarðanatöku um samfélagsumgjörðina. Með því förum við mikils á mis. Í tilefni alþjóðadags kvenna í mars birti tímaritið Economist glerþaks-vísitöluna fyrir 2016. Vísitalan byggir á gögnum OECD og Evrópuráðsins og sýnir hvar í heiminum konur eigi mesta möguleika á jöfnum tækifærum á vinnumarkaði. Ísland trónir á toppnum, á undan Noregi, Svíþjóð og Finnlandi sem skipa næstu þrjú sæti. Norðurlöndin eiga það sameiginlegt að hafa unnið skipulega og markvisst að bættri stöðu kvenna. Röðun landanna á toppi glerþaks-vísitölunnar er því engin tilviljun. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Jafnréttismál eru meðal forgangsmála Íslands á alþjóðavettvangi. Það kom því fáum á óvart að jafnréttismál væru sett á oddinn þegar Ísland tók við forystu EFTA um mitt árið og einsetti sér að ná árangri áður en árið væri á enda. Það er gaman frá því að segja að samstarfsríki okkar innan EFTA hafa sannarlega lagst á árarnar með okkur. Þau hafa samþykkt drög að jafnréttisstefnu fyrir samtökin og stefnt er að því að afgreiða hana fyrir jól. Þá hefur reglum um feðraorlof verið breytt, þannig að feður í hópi starfsmanna EFTA fá átta vikna orlof vegna fæðingar barns. Slíkt er langt því frá algilt á vettvangi alþjóðastofnana. Árangur Íslands í jafnréttismálum kemur oft til umræðu með fulltrúum erlendra þjóða enda staða kvenna sterkari hér en í flestum öðrum löndum þótt enn sé talsvert verk óunnið. Barátta einstaklinga og félagasamtaka hefur skilað miklu og stjórnvöld hafa tekið mikilvægar stefnumótandi ákvarðanir, bæði sveitarstjórnir og Alþingi. Uppbygging leikskóla og niðurgreiðsla á dagvistun er ein slík, sem okkur þykir sjálfsögð en er nánast óhugsandi í mörgum löndum. Okkur þykir sjálfsagt að gefa öllum börnum tækifæri á að dvelja og þroskast á leikskólum og skapa tækifæri fyrir báða foreldra að vinna úti, kjósi þeir svo. Víða erlendis er það nær útilokað, þar sem kostnaður við dagvistun er gríðarlegur. Við þær aðstæður kemur það oftar en ekki í hlut móðurinnar að vinna heima, sem dregur úr áhrifum kvenna á vinnumarkaði, þátttöku í stjórnmálum og þar með þátttöku í ákvarðanatöku um samfélagsumgjörðina. Með því förum við mikils á mis. Í tilefni alþjóðadags kvenna í mars birti tímaritið Economist glerþaks-vísitöluna fyrir 2016. Vísitalan byggir á gögnum OECD og Evrópuráðsins og sýnir hvar í heiminum konur eigi mesta möguleika á jöfnum tækifærum á vinnumarkaði. Ísland trónir á toppnum, á undan Noregi, Svíþjóð og Finnlandi sem skipa næstu þrjú sæti. Norðurlöndin eiga það sameiginlegt að hafa unnið skipulega og markvisst að bættri stöðu kvenna. Röðun landanna á toppi glerþaks-vísitölunnar er því engin tilviljun. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun