NFL-deildin er búin að ákveða hvaða leikir í deildinni fara fram í London á næsta tímabili. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
Leikirnir fara fram á tímabilinu 24. september til 29. október og verður bæði spilað á Wembley sem og á Twickenham-vellinum.
Spilað var á Twickenham í fyrsta skipti í ár og þótti það heppnast vel. Verða því tveir leikir þar núna og tveir á Wembley.
Það voru þrír leikir í NFL-deildinni í London í ár og þessir fjórir leikir er því það mesta sem boðið hefur verið upp á í London.
Leikir á Wembley:
Jacksonville Jaguars - Baltimore Ravens
Miami Dolphins - New Orleans Saints
Leikir á Twickenham:
Cleveland Browns - Minnesota Vikings
Los Angeles Rams - Arizona Cardinals
