Samfélagsmiðlaraunir Ólafíu verða stelpunum okkar víti til varnaðar Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2016 12:30 Freyr Alexandersson ætlar að nýta sér reynslu Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur. vísir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, gerði upp viðburðaríkt ár stelpnanna okkar í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um síðustu helgi en nóg var að gera hjá Frey og íslensla liðinu. Það tryggði sér í þriðja sinn þátttöku á EM og verður á meðal þátttökuþjóða í Hollandi á næsta ári en auk þess var farið á hið árlega Algarve-mót og svo á æfingamót í Kína í vetur. Það mót var liður í undirbúningi stelpnanna okkar fyrir EM þar sem Freyr meðal annars prófaði nýtt leikkerfi. Freyr er ekki bara að undirbúa liðið fyrir það sem getur gerst inn á vellinum heldur líka utan hans. Hann er meðvitaður um eðlilegt áreiti fjölmiðla og ekki síður samfélagsmiðla þar sem hver sem er getur ljáð skoðun sína á hvaða málefni sem er og ekkert er ritskoðað. Hann segist horfa til upplifunnar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, kylfingsins magnaða sem tryggði sér sæti á LPGA-mótaröðinni í síðustu viku. Á mótinu áður en kom að lokaúrtökumótinu fyrir LPGA fór hún ansi flatt á því að skoða samfélagsmiðla eftir tvo góða hringi á móti í Abú Dabí. „Það var mjög mikilvæg reynsla og hún kenndi mér mjög mikið. Það var mikið „hype“ í kringum mig þá. Allir að skrifa mér og óska mér góðs gengis. Eins skemmtilegt og það var þá var það líka yfirþyrmandi og ég þarf að læra betur á það,“ sagði Ólafía í viðtali við Vísi eftir að hún komst inn á LPGA en þar tók húm meðvitað ákvörðun um að skoða ekki Facebook.Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst á LPGA og skoðaði ekki samfélagsmiðla.mynd/letSamfélagsmiðlar stækkað Þessi reynsla Ólafíu Þórunnar verður kvennalandsliðinu víti til varnaðar en Freyr er búinn að vera að afla sér þekkingar frá öðrum íslenskum þjálfurum sem hafa farið á stórmót og mun hann leggja áherslu á að undirbúa liðið vel utan vallar. „Ég er búinn að vera að undirbúa mig vel til að geta undirbúið liðið eins vel og ég get. Eins og með allt andlegt áreiti. Mér fannst til dæmis mjög áhugavert að heyra í nýju golfstjörnunni okkar, Ólafíu Þórunni, þar sem hún nefnir sína reynslu af Abú Dabí þar sem henni gengur vel og þá taka samfélagsmiðlar yfir hennar líf. Hún var ekki vön því,“ segir Freyr. „Ég hef talað um að ég sé að venja liðið mitt við áreiti og þetta er ástæðan. Bæði er varðar fjölmiðla og umhverfið. Það er svo erfitt að setja upp þessar aðstæður, þú verður bara að lenda í þeim og þarna var Ólafía að lenda í þessu í fyrsta skipti.“ „Samfélagsmiðlar taka yfir hennar líf, hún missir aðeins einbeitingu og rennur aðeins til. En það sem sýnir hvað hún er flott er að hún lærir af þessu strax. Þetta er einn af punktunum sem ég er mjög meðvitaður um og ég hef rætt mjög opinskátt um þetta við kollega mína sem hafa farið á stórmót í öðrum íþróttum undanfarið.“ „Bara frá því 2013 hafa samfélagsmiðlar stækkað gríðarlega. Þegar kvennalandsliðið fór fyrst á stórmót árið 2009 var Facebook varla byrjað, eða þannuig. Þetta er einn af punktunum sem við þurfum virkilega að hafa á bakvið eyrað og að undirbúa okkur vel fyrir,“ segir Freyr.Stelpurnar okkar verða á EM í Hollandi.vísir/ernirHalda sig kannski vel undirbúnar Stelpurnar okkar eru mjög reyndar en í hópnum á EM verða, ef ekkert kemur upp á, þrír leikmenn sem spilað hafa ríflega 100 leiki. Þess utan eru flestir byrjunarliðsmennirnir mjög reyndir og eru því kannski vanir miklu áreiti utan vallar, eða hvað? „Samt ekki,“ segir Freyr. „Það var nú eitt af því sem ég lærði þegar ég var með strákunum í Frakklandi. Þeir fylgjast líka með samfélagsmiðlum. Þetta hefur áhrif á þá og þarna erum við að tala um stráka sem eru vanir þessu umhverfi og eru alltaf undir þessu áreiti. Þetta ýtir örlítið við sumum og sumum mikið. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað þetta getur gert við stelpur sem spila í Pepsi-deildinni hérna heima þar sem mæta kannski að meðaltali 150 manns á leik.“ „Þær eru ekkert ofboðslega vel undirbúnar. Þær kannski halda það, en eftir samtöl við kollega mína þá þurfum við að vera mjög meðvituð um þetta. Ég veit ekki hvort ég þurfi að setja einhverjar reglur eða eitthvað þannig, þetta snýst meira um að vera meðvituð um hættuna við þetta og í þessu mun ég vinna á næsta ári,“ segir Freyr Alexandersson. Viðtalið við Frey má heyra hér að neðan en það hefst á 09:45. Umræðan um samfélagsmiðlana hefst á 15:25. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ólafía Þórunn: Hélt mér frá Facebook Segir að hún hafi lært dýrmæta lexíu eftir að hafa leitt framan af á sterku móti í Abú Dabí. 6. desember 2016 22:15 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, gerði upp viðburðaríkt ár stelpnanna okkar í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um síðustu helgi en nóg var að gera hjá Frey og íslensla liðinu. Það tryggði sér í þriðja sinn þátttöku á EM og verður á meðal þátttökuþjóða í Hollandi á næsta ári en auk þess var farið á hið árlega Algarve-mót og svo á æfingamót í Kína í vetur. Það mót var liður í undirbúningi stelpnanna okkar fyrir EM þar sem Freyr meðal annars prófaði nýtt leikkerfi. Freyr er ekki bara að undirbúa liðið fyrir það sem getur gerst inn á vellinum heldur líka utan hans. Hann er meðvitaður um eðlilegt áreiti fjölmiðla og ekki síður samfélagsmiðla þar sem hver sem er getur ljáð skoðun sína á hvaða málefni sem er og ekkert er ritskoðað. Hann segist horfa til upplifunnar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, kylfingsins magnaða sem tryggði sér sæti á LPGA-mótaröðinni í síðustu viku. Á mótinu áður en kom að lokaúrtökumótinu fyrir LPGA fór hún ansi flatt á því að skoða samfélagsmiðla eftir tvo góða hringi á móti í Abú Dabí. „Það var mjög mikilvæg reynsla og hún kenndi mér mjög mikið. Það var mikið „hype“ í kringum mig þá. Allir að skrifa mér og óska mér góðs gengis. Eins skemmtilegt og það var þá var það líka yfirþyrmandi og ég þarf að læra betur á það,“ sagði Ólafía í viðtali við Vísi eftir að hún komst inn á LPGA en þar tók húm meðvitað ákvörðun um að skoða ekki Facebook.Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst á LPGA og skoðaði ekki samfélagsmiðla.mynd/letSamfélagsmiðlar stækkað Þessi reynsla Ólafíu Þórunnar verður kvennalandsliðinu víti til varnaðar en Freyr er búinn að vera að afla sér þekkingar frá öðrum íslenskum þjálfurum sem hafa farið á stórmót og mun hann leggja áherslu á að undirbúa liðið vel utan vallar. „Ég er búinn að vera að undirbúa mig vel til að geta undirbúið liðið eins vel og ég get. Eins og með allt andlegt áreiti. Mér fannst til dæmis mjög áhugavert að heyra í nýju golfstjörnunni okkar, Ólafíu Þórunni, þar sem hún nefnir sína reynslu af Abú Dabí þar sem henni gengur vel og þá taka samfélagsmiðlar yfir hennar líf. Hún var ekki vön því,“ segir Freyr. „Ég hef talað um að ég sé að venja liðið mitt við áreiti og þetta er ástæðan. Bæði er varðar fjölmiðla og umhverfið. Það er svo erfitt að setja upp þessar aðstæður, þú verður bara að lenda í þeim og þarna var Ólafía að lenda í þessu í fyrsta skipti.“ „Samfélagsmiðlar taka yfir hennar líf, hún missir aðeins einbeitingu og rennur aðeins til. En það sem sýnir hvað hún er flott er að hún lærir af þessu strax. Þetta er einn af punktunum sem ég er mjög meðvitaður um og ég hef rætt mjög opinskátt um þetta við kollega mína sem hafa farið á stórmót í öðrum íþróttum undanfarið.“ „Bara frá því 2013 hafa samfélagsmiðlar stækkað gríðarlega. Þegar kvennalandsliðið fór fyrst á stórmót árið 2009 var Facebook varla byrjað, eða þannuig. Þetta er einn af punktunum sem við þurfum virkilega að hafa á bakvið eyrað og að undirbúa okkur vel fyrir,“ segir Freyr.Stelpurnar okkar verða á EM í Hollandi.vísir/ernirHalda sig kannski vel undirbúnar Stelpurnar okkar eru mjög reyndar en í hópnum á EM verða, ef ekkert kemur upp á, þrír leikmenn sem spilað hafa ríflega 100 leiki. Þess utan eru flestir byrjunarliðsmennirnir mjög reyndir og eru því kannski vanir miklu áreiti utan vallar, eða hvað? „Samt ekki,“ segir Freyr. „Það var nú eitt af því sem ég lærði þegar ég var með strákunum í Frakklandi. Þeir fylgjast líka með samfélagsmiðlum. Þetta hefur áhrif á þá og þarna erum við að tala um stráka sem eru vanir þessu umhverfi og eru alltaf undir þessu áreiti. Þetta ýtir örlítið við sumum og sumum mikið. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað þetta getur gert við stelpur sem spila í Pepsi-deildinni hérna heima þar sem mæta kannski að meðaltali 150 manns á leik.“ „Þær eru ekkert ofboðslega vel undirbúnar. Þær kannski halda það, en eftir samtöl við kollega mína þá þurfum við að vera mjög meðvituð um þetta. Ég veit ekki hvort ég þurfi að setja einhverjar reglur eða eitthvað þannig, þetta snýst meira um að vera meðvituð um hættuna við þetta og í þessu mun ég vinna á næsta ári,“ segir Freyr Alexandersson. Viðtalið við Frey má heyra hér að neðan en það hefst á 09:45. Umræðan um samfélagsmiðlana hefst á 15:25.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ólafía Þórunn: Hélt mér frá Facebook Segir að hún hafi lært dýrmæta lexíu eftir að hafa leitt framan af á sterku móti í Abú Dabí. 6. desember 2016 22:15 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Ólafía Þórunn: Hélt mér frá Facebook Segir að hún hafi lært dýrmæta lexíu eftir að hafa leitt framan af á sterku móti í Abú Dabí. 6. desember 2016 22:15
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti