Dagur Sigurðsson og Alfreð Gíslason urðu báðir fyrir miklu áfalli í gær þegar örvhenta skyttan Steffen Weinhold meiddist illa á ökkla í leik Kiel og Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.
Weinhold verður frá í a.m.k. þrjá mánuði og missir því af HM í Frakklandi í janúar.
Weinhold, sem er þrítugur, lék hinn fyrsta landsleik árið 2008. Hann varð Evrópumeistari með Þýskalandi í byrjun þessa árs og var í þýska liðinu sem vann brons á Ólympíuleikunum í ágúst.
Weinhold kom til Kiel frá Flensburg 2014. Hann varð þýskur meistari með Kiel á þarsíðasta tímabili. Weinhold lék áður með Erlangen, Nordhorn og Grosswallstadt.
Weinhold er ekki eina örvhenta þýska skyttan sem missir af HM en Fabian Wiede, leikmaður Füchse Berlin, er einnig meiddur.
Dagur tilkynnti 28 manna hóp Þýskalands fyrir HM en hann má sjá með því að smella hér.
Áfall fyrir Dag og Alfreð

Tengdar fréttir

Dagur tilkynnir stóra HM-hópinn
Dagur Sigurðsson hefur tilkynnt hvaða 28 leikmenn koma til greina í HM-hóp þýska landsliðsins í handbolta.

Kiel gerði engin mistök | Bjarki Már með 100% nýtingu í sigri Berlínarrefanna
Þrjú lið eru efst og jöfn á toppnum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.