Borðsiðir og ósiðir Íslendinga vekja athygli erlendra ferðamanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2016 10:27 Íslendingar þykja nota tannstöngulinn of mikið við matarborðið og stundum virða fyrir sér "góðgæti“ sem þeir stanga úr tönnunum. Vísir/Getty Íslendingar sjúga mikið upp í nefið, gúffa í sig matnum og stanga úr tönnunum sínum við matarboðið. Þetta verða útlendingar varir við í heimsóknum sínum til Íslands en oft er sagt að glöggt sé gests augað. Albert Eiríksson, sérlegur áhugamaður um eldmennsku og borðsiði, ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir borðsiði Íslendinga þó hafa skánað til muna undanfarna tvo áratugi eða svo. Allt horfi til betri vegar. „Það er ágætt að hlusta á hvað útlendingum finnst um okkar siði,“ segir Albert. „Þeim finnst við sjúga mjög mikið upp í nefið.“ Í öðrum löndum svo sem Þýskalandi taki fólk upp vasaklút og snýti sér með látum, oft kallað hreppstórasnýta hér á landi, sem sé litlu skárra. Best sé að yfirgefa borðið og snýta sér á salerninu og snúa svo aftur. Albert Eiríksson mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun.Vísir „Við megum samt ekki vera ofsalega viðkvæm fyrir öllu sem útlendingar segja um okkur. Við höfum gert þetta í þúsund ár.“ Íslendingar teygja sig sömuleiðis mjög mikið í allar áttir við borðið og afsaka sig lítið, kannski í þeim tilgangi að trufla minna þegar hlutir eru í seilingarfjarlægð. „Við gúffum svolítið í okkur,“ segir Albert og rekur til þess að Íslendingar voru alltaf á hlaupum, á leið í heyskap, sauðskap eða aðra vinnu sem þurfti að vinna ekki seinna en núna. Svo vekji athygli hvernig Íslendingar stangi úr tönnunum sínum við matarborðið, ýmist með tannstöngli eða fingrunum. Nái gömlum bita úr tönnunum, virði hann fyrir sér og stingi svo aftur upp í sig.Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, snæddi morgunverð með karlalandsliðinu í knattspyrnu i Zagreb í nóvember 2013.„Þetta er ekki alveg til fyrirmyndar,“ segir Albert. Skiptir þá litlu þótt haldið sé fyrir munninn með annarri hendi og skafað úr tönnunum með hinni. Betra sé að fara afsíðis.„Oft er þetta bara spurning um að þrauka. Svo ferðu á klósettið og þú getur gert þetta,“ segir Albert.Ekki megi gleyma að ýmislegt komi okkur sérkennilega fyrir sjónir þegar við förum til annarra landa. Í Bandaríkjunum tíðkist víða að ganga í útiskónum innandyra. Þá skeri Kaninn matinn oft niður í byrjun, leggi svo hnífnum og taki til matar síns með gaffalinn einan að vopni.Ferðamönnum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og segir Albert veitingahúsin standa vaktina sérstaklega vel. Ferðamenn séu þó oft undrandi á hve ungir þjónarnir séu á veitingastöðunum. Tveir lærðir þjónar gætu verið að gera það sama og fimm til sex unglingar, segir Albert. Erfitt sé að fá reynda þjóna í dag vegna samkeppni.Viðtalið við Albert má heyra í spilaranum að ofan en rætt var við hann í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Íslendingar sjúga mikið upp í nefið, gúffa í sig matnum og stanga úr tönnunum sínum við matarboðið. Þetta verða útlendingar varir við í heimsóknum sínum til Íslands en oft er sagt að glöggt sé gests augað. Albert Eiríksson, sérlegur áhugamaður um eldmennsku og borðsiði, ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir borðsiði Íslendinga þó hafa skánað til muna undanfarna tvo áratugi eða svo. Allt horfi til betri vegar. „Það er ágætt að hlusta á hvað útlendingum finnst um okkar siði,“ segir Albert. „Þeim finnst við sjúga mjög mikið upp í nefið.“ Í öðrum löndum svo sem Þýskalandi taki fólk upp vasaklút og snýti sér með látum, oft kallað hreppstórasnýta hér á landi, sem sé litlu skárra. Best sé að yfirgefa borðið og snýta sér á salerninu og snúa svo aftur. Albert Eiríksson mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun.Vísir „Við megum samt ekki vera ofsalega viðkvæm fyrir öllu sem útlendingar segja um okkur. Við höfum gert þetta í þúsund ár.“ Íslendingar teygja sig sömuleiðis mjög mikið í allar áttir við borðið og afsaka sig lítið, kannski í þeim tilgangi að trufla minna þegar hlutir eru í seilingarfjarlægð. „Við gúffum svolítið í okkur,“ segir Albert og rekur til þess að Íslendingar voru alltaf á hlaupum, á leið í heyskap, sauðskap eða aðra vinnu sem þurfti að vinna ekki seinna en núna. Svo vekji athygli hvernig Íslendingar stangi úr tönnunum sínum við matarborðið, ýmist með tannstöngli eða fingrunum. Nái gömlum bita úr tönnunum, virði hann fyrir sér og stingi svo aftur upp í sig.Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, snæddi morgunverð með karlalandsliðinu í knattspyrnu i Zagreb í nóvember 2013.„Þetta er ekki alveg til fyrirmyndar,“ segir Albert. Skiptir þá litlu þótt haldið sé fyrir munninn með annarri hendi og skafað úr tönnunum með hinni. Betra sé að fara afsíðis.„Oft er þetta bara spurning um að þrauka. Svo ferðu á klósettið og þú getur gert þetta,“ segir Albert.Ekki megi gleyma að ýmislegt komi okkur sérkennilega fyrir sjónir þegar við förum til annarra landa. Í Bandaríkjunum tíðkist víða að ganga í útiskónum innandyra. Þá skeri Kaninn matinn oft niður í byrjun, leggi svo hnífnum og taki til matar síns með gaffalinn einan að vopni.Ferðamönnum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og segir Albert veitingahúsin standa vaktina sérstaklega vel. Ferðamenn séu þó oft undrandi á hve ungir þjónarnir séu á veitingastöðunum. Tveir lærðir þjónar gætu verið að gera það sama og fimm til sex unglingar, segir Albert. Erfitt sé að fá reynda þjóna í dag vegna samkeppni.Viðtalið við Albert má heyra í spilaranum að ofan en rætt var við hann í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira