Framlengingin er fastur liður í Domino's Körfuboltakvöldi.
Þar takast sérfræðingar þáttarins á um fimm málefni og oft skapast skemmtilegar umræður.
Þeir Hermann Hauksson og Kristinn Friðriksson voru gestir Kjartans Atla Kjartanssonar í síðasta þætti og þeir rökræddu um eftirfarandi atriði:
-Hver eru bestu kaupin á Íslendingi í Domino's deild karla?
-Hvaða lið er skemmtilegast á að horfa í deildinni?
-Eru Ragnarrök í Reykjanesbæ?
-Hvaða lið getur tekið mesta stökkið?
-Hver er mesta kempa deildarinnar?
Framlenginguna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Körfuboltakvöld: Framlengingin
Tengdar fréttir

Körfuboltakvöld: Fimmtíu framlagspunktar fyrir norðan | Myndband
Amin Stevens og Hörður Axel Vilhjálmsson var í góðum gír þegar Keflavík vann kærkominn sigur á Þór á Akureyri, 77-89, í Domino's deild karla á föstudagskvöldið.

Körfuboltakvöld: Viss um að hann speglar sig í LeBron James | Myndband
Bandaríkjamaðurinn Quincy Hankins-Cole hefur blásið nýju lífi í lið ÍR sem hefur unnið tvo leiki í röð í Domino's deild karla.

Körfuboltakvöld: Caird fór erfiðu leiðina og sótti stigin
Christopher Caird skoraði 36 stig þegar Tindastóll bar sigurorð af Grindavík, 80-87, í Domino's deild karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið. Þetta var fimmti sigur Tindastóls í röð.