Borgin hefur sparað 170 milljónir vegna veðurblíðunnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. desember 2016 20:00 Þetta eru myndir teknar í Skipholti í desember í fyrra og nú í síðustu viku. Munurinn er gríðarlegur. Vísir/Ernir/Anton Brink Gríðarlegur munur er á veðri og umhverfi í desember í fyrra og í desember í ár. Í fyrra var allt á kafi í snjó og bílar komust vart leiðar sinnar, en í ár hefur fólk varla þurft að skafa bílinn á morgnana og ekki er vitað til þess að nokkur hafi fest sig í snjó. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir síðasta vetur hafa verið mjög skrýtinn. „Á þessum tíma fyrir ári síðan var 30-40 sentimetra jafnfallinn snjór hér í marga daga í upphafi desember. Við ströggluðum við að halda borginni opinni og okkur tókst það. Hérna voru 40-50 vélar að moka snjó, sólarhring eftir sólarhring, og það kostaði okkur auðvitað peninga,” segir Hjalti. En nú sparar borgin peninga þar sem kostnaður vegna helstu liða vetrarþjónustu er í kringum 25-30 prósent af því sem hann var á sama tímabili í fyrra. Kostnaður var 235 milljónir króna frá ágúst til áramóta í fyrra, en er í kringum 65 milljónir í ár. Kostnaðurinn er alltaf einhver þar sem verktakar fá viðverugjald og starfsfólk er á launum, þó svo að ekki þurfi að moka snjó. Það þýðir þó ekki að starfsfólkið sitji aðgerðalaust. Það sinnir hálfgerðum vorverkum. „Við erum að reyta arfa í beðum og sinna gróðrinum með klippingum og slíku. Svo erum við náttúrulega að sópa og hreinsa,” segir Hjalti. En auðar og þurrar götur hafa líka sína ókosti. Í gær fór svifryksmengun upp úr öllu valdi í Reykjavík enda göturnar skraufaþurrar og algjört logn. Fjölmargir bílar eru á nagladekkjum, en nagladekk slíta malbiki um hundrað sinnum hraðar og mynda drullu á götunum. Svo í þurru og kyrru veðri þyrlast rykið upp þegar bílarnir keyra um göturnar. Veður Tengdar fréttir Sjáðu muninn á Reykjavík milli ára: Hiti aldrei hærri í ár en snjódýptin aldrei meiri í fyrra Margir munu eflaust þá daga þegar snjór var í Reykjavík en það þarf svo sem ekki að leita langt aftur í tímann. 8. desember 2016 11:45 Styttist í að garðyrkjufólk fari að klóra sér í höfðinu yfir hlýindunum "Við erum farin að sjá brum þrútna.“ 7. desember 2016 13:17 Gróðusetja tré á aðventunni Skógfræðingur segir hlýindin ekki hafa neikvæð áhrif á gróðurinn, þvert á móti megum við eiga von á gróðursælu vori ef hitinn helst svona áfram. 10. desember 2016 20:30 Ekkert lát á hlýindum: 13 stiga hiti á Hvammi undir Eyjafjöllum í nótt Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er ekkert lát á þessum hlýindum, og verða Íslendingar meira og minna í mildu lofti næstu vikuna. 7. desember 2016 11:25 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Gríðarlegur munur er á veðri og umhverfi í desember í fyrra og í desember í ár. Í fyrra var allt á kafi í snjó og bílar komust vart leiðar sinnar, en í ár hefur fólk varla þurft að skafa bílinn á morgnana og ekki er vitað til þess að nokkur hafi fest sig í snjó. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir síðasta vetur hafa verið mjög skrýtinn. „Á þessum tíma fyrir ári síðan var 30-40 sentimetra jafnfallinn snjór hér í marga daga í upphafi desember. Við ströggluðum við að halda borginni opinni og okkur tókst það. Hérna voru 40-50 vélar að moka snjó, sólarhring eftir sólarhring, og það kostaði okkur auðvitað peninga,” segir Hjalti. En nú sparar borgin peninga þar sem kostnaður vegna helstu liða vetrarþjónustu er í kringum 25-30 prósent af því sem hann var á sama tímabili í fyrra. Kostnaður var 235 milljónir króna frá ágúst til áramóta í fyrra, en er í kringum 65 milljónir í ár. Kostnaðurinn er alltaf einhver þar sem verktakar fá viðverugjald og starfsfólk er á launum, þó svo að ekki þurfi að moka snjó. Það þýðir þó ekki að starfsfólkið sitji aðgerðalaust. Það sinnir hálfgerðum vorverkum. „Við erum að reyta arfa í beðum og sinna gróðrinum með klippingum og slíku. Svo erum við náttúrulega að sópa og hreinsa,” segir Hjalti. En auðar og þurrar götur hafa líka sína ókosti. Í gær fór svifryksmengun upp úr öllu valdi í Reykjavík enda göturnar skraufaþurrar og algjört logn. Fjölmargir bílar eru á nagladekkjum, en nagladekk slíta malbiki um hundrað sinnum hraðar og mynda drullu á götunum. Svo í þurru og kyrru veðri þyrlast rykið upp þegar bílarnir keyra um göturnar.
Veður Tengdar fréttir Sjáðu muninn á Reykjavík milli ára: Hiti aldrei hærri í ár en snjódýptin aldrei meiri í fyrra Margir munu eflaust þá daga þegar snjór var í Reykjavík en það þarf svo sem ekki að leita langt aftur í tímann. 8. desember 2016 11:45 Styttist í að garðyrkjufólk fari að klóra sér í höfðinu yfir hlýindunum "Við erum farin að sjá brum þrútna.“ 7. desember 2016 13:17 Gróðusetja tré á aðventunni Skógfræðingur segir hlýindin ekki hafa neikvæð áhrif á gróðurinn, þvert á móti megum við eiga von á gróðursælu vori ef hitinn helst svona áfram. 10. desember 2016 20:30 Ekkert lát á hlýindum: 13 stiga hiti á Hvammi undir Eyjafjöllum í nótt Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er ekkert lát á þessum hlýindum, og verða Íslendingar meira og minna í mildu lofti næstu vikuna. 7. desember 2016 11:25 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Sjáðu muninn á Reykjavík milli ára: Hiti aldrei hærri í ár en snjódýptin aldrei meiri í fyrra Margir munu eflaust þá daga þegar snjór var í Reykjavík en það þarf svo sem ekki að leita langt aftur í tímann. 8. desember 2016 11:45
Styttist í að garðyrkjufólk fari að klóra sér í höfðinu yfir hlýindunum "Við erum farin að sjá brum þrútna.“ 7. desember 2016 13:17
Gróðusetja tré á aðventunni Skógfræðingur segir hlýindin ekki hafa neikvæð áhrif á gróðurinn, þvert á móti megum við eiga von á gróðursælu vori ef hitinn helst svona áfram. 10. desember 2016 20:30
Ekkert lát á hlýindum: 13 stiga hiti á Hvammi undir Eyjafjöllum í nótt Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er ekkert lát á þessum hlýindum, og verða Íslendingar meira og minna í mildu lofti næstu vikuna. 7. desember 2016 11:25