Gróðusetja tré á aðventunni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2016 20:30 Hitinn var fjögur til átta stig á Íslandi í dag og enn hærri tölur eru á veðurkorti morgundagsins. Veðurfræðingar segja aldrei hafa mælst hærri meðalhiti frá því mælingar hófust um miðbik nítjándu aldar. Nú þegar tvær vikur eru til jóla er til að mynda autt í Bláfjöllum, húsflugur hafa vaknað til lífsins og suða inni á heimilum og grasið er víða enn fagurgrænt. Og þau eru misjöfn desemberverkin en hestamenn í Spretti nýta aðventuna til að gróðursetja tré. „Maður er úti á peysunni í tíu stiga hita í desember. Þetta er með ólíkindum,” segir Óskar Páll, hestamaður í Spretti. Skógfræðingur segir það frábæra hugmynd að gróðursetja í þessu veðurfari. “Þetta er í rauninni besti tíminn. Plönturnar eru í dvala og það er ófrosin jörð og fólk á endilega að nýta tímann til gróðusetningar ef það hefur tök á,” segir Aðalsteinn Sigurgeirsson og bætir við að ekki þurfi að hafa áhyggjur af gróðrinum í svona tíð. „Þessar trjátegundir sem við erum með eru aðlagaðar svona hita á þessum tíma, þær eru komnar í djúpan dvala og það þarf eitthvað mikið að ganga á til að þær brjóti þann dvala og laufgist,” segir hann og að þvert á móti gætu hlýindin haft góð áhrif á gróðurinn. „Það getur einmitt gerst að þegar vorið kemur þá verður enginn holklaki í jörðu, rótarkerfið er bara tilbúið að fara af stað og það verða í raun minni ræktunarvandamál, en annars,” segir Aðalsteinn, skógfræðingur. Veður Tengdar fréttir Meiri líkur en minni á rauðum jólum "Það er ekki neinn kuldi í kortunum hjá okkur.“ 6. desember 2016 11:19 Sjáðu muninn á Reykjavík milli ára: Hiti aldrei hærri í ár en snjódýptin aldrei meiri í fyrra Margir munu eflaust þá daga þegar snjór var í Reykjavík en það þarf svo sem ekki að leita langt aftur í tímann. 8. desember 2016 11:45 Styttist í að garðyrkjufólk fari að klóra sér í höfðinu yfir hlýindunum "Við erum farin að sjá brum þrútna.“ 7. desember 2016 13:17 Ekkert lát á hlýindum: 13 stiga hiti á Hvammi undir Eyjafjöllum í nótt Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er ekkert lát á þessum hlýindum, og verða Íslendingar meira og minna í mildu lofti næstu vikuna. 7. desember 2016 11:25 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Hitinn var fjögur til átta stig á Íslandi í dag og enn hærri tölur eru á veðurkorti morgundagsins. Veðurfræðingar segja aldrei hafa mælst hærri meðalhiti frá því mælingar hófust um miðbik nítjándu aldar. Nú þegar tvær vikur eru til jóla er til að mynda autt í Bláfjöllum, húsflugur hafa vaknað til lífsins og suða inni á heimilum og grasið er víða enn fagurgrænt. Og þau eru misjöfn desemberverkin en hestamenn í Spretti nýta aðventuna til að gróðursetja tré. „Maður er úti á peysunni í tíu stiga hita í desember. Þetta er með ólíkindum,” segir Óskar Páll, hestamaður í Spretti. Skógfræðingur segir það frábæra hugmynd að gróðursetja í þessu veðurfari. “Þetta er í rauninni besti tíminn. Plönturnar eru í dvala og það er ófrosin jörð og fólk á endilega að nýta tímann til gróðusetningar ef það hefur tök á,” segir Aðalsteinn Sigurgeirsson og bætir við að ekki þurfi að hafa áhyggjur af gróðrinum í svona tíð. „Þessar trjátegundir sem við erum með eru aðlagaðar svona hita á þessum tíma, þær eru komnar í djúpan dvala og það þarf eitthvað mikið að ganga á til að þær brjóti þann dvala og laufgist,” segir hann og að þvert á móti gætu hlýindin haft góð áhrif á gróðurinn. „Það getur einmitt gerst að þegar vorið kemur þá verður enginn holklaki í jörðu, rótarkerfið er bara tilbúið að fara af stað og það verða í raun minni ræktunarvandamál, en annars,” segir Aðalsteinn, skógfræðingur.
Veður Tengdar fréttir Meiri líkur en minni á rauðum jólum "Það er ekki neinn kuldi í kortunum hjá okkur.“ 6. desember 2016 11:19 Sjáðu muninn á Reykjavík milli ára: Hiti aldrei hærri í ár en snjódýptin aldrei meiri í fyrra Margir munu eflaust þá daga þegar snjór var í Reykjavík en það þarf svo sem ekki að leita langt aftur í tímann. 8. desember 2016 11:45 Styttist í að garðyrkjufólk fari að klóra sér í höfðinu yfir hlýindunum "Við erum farin að sjá brum þrútna.“ 7. desember 2016 13:17 Ekkert lát á hlýindum: 13 stiga hiti á Hvammi undir Eyjafjöllum í nótt Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er ekkert lát á þessum hlýindum, og verða Íslendingar meira og minna í mildu lofti næstu vikuna. 7. desember 2016 11:25 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Meiri líkur en minni á rauðum jólum "Það er ekki neinn kuldi í kortunum hjá okkur.“ 6. desember 2016 11:19
Sjáðu muninn á Reykjavík milli ára: Hiti aldrei hærri í ár en snjódýptin aldrei meiri í fyrra Margir munu eflaust þá daga þegar snjór var í Reykjavík en það þarf svo sem ekki að leita langt aftur í tímann. 8. desember 2016 11:45
Styttist í að garðyrkjufólk fari að klóra sér í höfðinu yfir hlýindunum "Við erum farin að sjá brum þrútna.“ 7. desember 2016 13:17
Ekkert lát á hlýindum: 13 stiga hiti á Hvammi undir Eyjafjöllum í nótt Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er ekkert lát á þessum hlýindum, og verða Íslendingar meira og minna í mildu lofti næstu vikuna. 7. desember 2016 11:25