Fjárlög taka ekki mið af þörf þeirra sem þurfa að taka lyf 10. desember 2016 07:15 Fjárlög Bjarna Benediktssonar eru veruleg vonbrigði og koma á óvart að mati Jakobs Fals Garðarssonar, framkvæmdastjóra Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á íslandi. Hann segir fjárlög ekki setja nægjanlegt fjármagn í lyfjakaup og að sú upphæð sem eigi að verja í málaflokkinn dugi skammt. „Þessi fjárlög koma mjög á óvart. Það er athyglisvert að undanfarin ár hafa framlög til lyfjamála ekki endurspeglað þá þörf sem við búum við,“ segir Jakob Falur.Þrátt fyrir að fjármagn fyrir nýjum lyfjum hafi ekki enst nema fram í miðjan september samþykkti ríkisstjórnin samt sem áður á fundi í febrúar að tryggja rúma tvo milljarða aukalega til lyfjakaupa. Fréttablaðið/Vilhelm„Ár eftir ár hafa Sjúkratryggingar Íslands farið fram úr fjárlögum og þurfa að fá aukafjármagn með fjáraukalögum. Þetta segir okkur að áætlanagerð fjármálaráðuneytisins er broguð.“ Þann 20. september síðastliðinn var sagt frá því á forsíðu Fréttablaðsins að fjármagn til kaupa á nýjum sjúkrahúslyfjum væri uppurið. Guðrún Gylfadóttir sagði í viðtali við Fréttablaðið að svo væri en bætti við að samt sem áður hefði mikill fjöldi nýrra lyfja verið samþykktur á árinu og lyfjum forgangsraðað. Mikil og ör þróun er í lyfjum, svo sem í krabbameins- og gigtarlyfjum. Þessi lyf eru hins vegar afar kostnaðarsöm fyrir hið opinbera. Á Vesturlöndum hefur þessi málaflokkur vaxið gífurlega og miklum fjármunum árlega varið í lyf. Þrátt fyrir að fjármagn fyrir nýjum lyfjum hafi ekki enst nema fram í miðjan september samþykkti ríkisstjórnin samt sem áður á fundi í febrúar að tryggja rúma tvo milljarða aukalega til lyfjakaupa. Fór því heildarfé í lyfjakaup úr sex milljörðum í átta milljarða.Að mati Jakobs Fals er sama uppi á teningnum á næsta ári ef ekkert verður að gert. „Tal stjórnarmanna um að koma til móts við heilbrigðiskerfið með þeim hætti að fjármagna íslenskt heilbrigðiskerfi að fullu stenst ekki. Fjárlögin taka alls ekki mið af raunverulegri þörf í lyfjamálum og því munum við sjá sama ástandið á næsta ári eins og við höfum verið að sjá síðustu ár,“ segir Jakob Falur. Gerður Gröndal, lyf- og gigtarlæknir, og Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala, reifuðu áhyggjur sínar um málefni sjúkrahúslyfja í ritstjórnargrein Læknablaðsins í október í fyrra. Sögðu þau áhyggjuefni ef lyfjameðferð sjúklinga með alvarlega sjúkdóma næði ekki að vera sambærileg þeirri sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Fjárlagafrumvarp 2017 Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Fjárlög Bjarna Benediktssonar eru veruleg vonbrigði og koma á óvart að mati Jakobs Fals Garðarssonar, framkvæmdastjóra Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á íslandi. Hann segir fjárlög ekki setja nægjanlegt fjármagn í lyfjakaup og að sú upphæð sem eigi að verja í málaflokkinn dugi skammt. „Þessi fjárlög koma mjög á óvart. Það er athyglisvert að undanfarin ár hafa framlög til lyfjamála ekki endurspeglað þá þörf sem við búum við,“ segir Jakob Falur.Þrátt fyrir að fjármagn fyrir nýjum lyfjum hafi ekki enst nema fram í miðjan september samþykkti ríkisstjórnin samt sem áður á fundi í febrúar að tryggja rúma tvo milljarða aukalega til lyfjakaupa. Fréttablaðið/Vilhelm„Ár eftir ár hafa Sjúkratryggingar Íslands farið fram úr fjárlögum og þurfa að fá aukafjármagn með fjáraukalögum. Þetta segir okkur að áætlanagerð fjármálaráðuneytisins er broguð.“ Þann 20. september síðastliðinn var sagt frá því á forsíðu Fréttablaðsins að fjármagn til kaupa á nýjum sjúkrahúslyfjum væri uppurið. Guðrún Gylfadóttir sagði í viðtali við Fréttablaðið að svo væri en bætti við að samt sem áður hefði mikill fjöldi nýrra lyfja verið samþykktur á árinu og lyfjum forgangsraðað. Mikil og ör þróun er í lyfjum, svo sem í krabbameins- og gigtarlyfjum. Þessi lyf eru hins vegar afar kostnaðarsöm fyrir hið opinbera. Á Vesturlöndum hefur þessi málaflokkur vaxið gífurlega og miklum fjármunum árlega varið í lyf. Þrátt fyrir að fjármagn fyrir nýjum lyfjum hafi ekki enst nema fram í miðjan september samþykkti ríkisstjórnin samt sem áður á fundi í febrúar að tryggja rúma tvo milljarða aukalega til lyfjakaupa. Fór því heildarfé í lyfjakaup úr sex milljörðum í átta milljarða.Að mati Jakobs Fals er sama uppi á teningnum á næsta ári ef ekkert verður að gert. „Tal stjórnarmanna um að koma til móts við heilbrigðiskerfið með þeim hætti að fjármagna íslenskt heilbrigðiskerfi að fullu stenst ekki. Fjárlögin taka alls ekki mið af raunverulegri þörf í lyfjamálum og því munum við sjá sama ástandið á næsta ári eins og við höfum verið að sjá síðustu ár,“ segir Jakob Falur. Gerður Gröndal, lyf- og gigtarlæknir, og Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala, reifuðu áhyggjur sínar um málefni sjúkrahúslyfja í ritstjórnargrein Læknablaðsins í október í fyrra. Sögðu þau áhyggjuefni ef lyfjameðferð sjúklinga með alvarlega sjúkdóma næði ekki að vera sambærileg þeirri sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fjárlagafrumvarp 2017 Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira