Brothætt velferð Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. desember 2016 07:00 Árið 2016 var slæmt ár fyrir sem þá sem aðhyllast frjálslyndar hugmyndastefnur. Þetta var slæmt ár fyrir þá sem styðja frjáls og opin hagkerfi þar sem frelsi í viðskiptum er ráðandi og fólk getur valið sér sér búsetu óháð þjóðerni. Í Bandaríkjunum var kjörinn forseti sem elur á útlendingahatri, vill reka milljónir innflytjenda úr landi og byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Bretar sögðu sig úr Evrópusambandinu og lýstu því þannig yfir að þeir vildu yfirgefa fjórfrelsi innri markaðarins með þeim skuldbindingum og réttindum sem því fylgir. Í mörgum Evrópuríkjum blómstrar þjóðernishyggja. Hér má nefna Svíþjóðardemókratana í Svíþjóð, Danska þjóðarflokkinn, Front national í Frakklandi og Leganord á Ítalíu. Þjóðernishyggja og einangrunarstefna hafa svo orðið að ráðandi hugmyndastefnum í Ungverjalandi, Póllandi og víðar. Ef frjálslyndið á að ná yfirhöndinni á ný þurfa stuðningsmenn þess að skilja rætur vandans og hafa trú á verkefninu. Ein af ástæðum þess að þjóðernishyggju og einangrunarstefnu hefur vaxið fiskur um hrygg á Vesturlöndum er að störf hafa tapast hjá milli- og lágstéttum vegna tækninýjunga og störfin hafa verið flutt annað þar sem vinnuafl er ódýrara. Aukin þjóðernishyggja og útlendingaandúð er líka birtingarmynd óánægju sem á rætur í vaxandi ójöfnuði. Ein stærsta áskorun sem ríki á Vesturlöndum standa frammi fyrir á 21. öldinni er að draga úr miklum ójöfnuði sem hefur grafið um sig. Félagslegur hreyfanleiki, þ.e. tilfærsla frá einni stétt til annarrar, er mun minni í hreinum kapitalískum samfélögum. Félagslegur hreyfanleiki vestanhafs er svo dæmi sé tekið með því minnsta sem þekkist í heiminum. Blessunarlega glímum við ekki við sambærilegan vanda hér. Að þessu sögðu er samt mikilvægt að hafa hugfast að staða velferðarkerfisins í samfélögum eins og Íslandi er brothætt. Þótt útgjöld ríkisins til heilbrigðis- og menntamála séu há í alþjóðlegum samanburði er það ekki eitt og sér mælikvarði á árangur okkar sem velferðarríkis. Borgararnir þurfa að finna fyrir öryggisnetinu á eigin skinni. Þeir þurfa að finna það með beinum hætti að þeir búi í velferðarríki. Þá koma töflur í excel að takmörkuðum notum. Í þessu sambandi er kostnaðarþátttaka sjúklinga á Íslandi mikið áhyggjuefni. Einnig má nefna vaxandi óánægju þeirra sem þurfa að leita til heilbrigðiskerfisins og þurfa að bíða lengi eftir þjónustu eða þurfa að þola skerta þjónustu vegna fjárskorts heilbrigðisstofnana. Þótt útlendingaandúð hafi alltaf kraumað undir niðri hjá ákveðnum hópi Íslendinga er afar ósennilegt að hatursfullar hugmyndastefnur njóti brautargengis ef öryggisnet velferðarkerfisins er þétt og ójöfnuður er beislaður. Deila má um hvaða tæki virki best til að ná þessum markmiðum. Skattkerfið er ein leið. Önnur er að tryggja að borgararnir finni stöðugt fyrir styrkum stoðum velferðarkerfisins á öllum tímum. Þannig er sterkt heilbrigðis- og menntakerfi brjóstvörn fyrir hið opna og frjálslynda samfélag.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Árið 2016 var slæmt ár fyrir sem þá sem aðhyllast frjálslyndar hugmyndastefnur. Þetta var slæmt ár fyrir þá sem styðja frjáls og opin hagkerfi þar sem frelsi í viðskiptum er ráðandi og fólk getur valið sér sér búsetu óháð þjóðerni. Í Bandaríkjunum var kjörinn forseti sem elur á útlendingahatri, vill reka milljónir innflytjenda úr landi og byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Bretar sögðu sig úr Evrópusambandinu og lýstu því þannig yfir að þeir vildu yfirgefa fjórfrelsi innri markaðarins með þeim skuldbindingum og réttindum sem því fylgir. Í mörgum Evrópuríkjum blómstrar þjóðernishyggja. Hér má nefna Svíþjóðardemókratana í Svíþjóð, Danska þjóðarflokkinn, Front national í Frakklandi og Leganord á Ítalíu. Þjóðernishyggja og einangrunarstefna hafa svo orðið að ráðandi hugmyndastefnum í Ungverjalandi, Póllandi og víðar. Ef frjálslyndið á að ná yfirhöndinni á ný þurfa stuðningsmenn þess að skilja rætur vandans og hafa trú á verkefninu. Ein af ástæðum þess að þjóðernishyggju og einangrunarstefnu hefur vaxið fiskur um hrygg á Vesturlöndum er að störf hafa tapast hjá milli- og lágstéttum vegna tækninýjunga og störfin hafa verið flutt annað þar sem vinnuafl er ódýrara. Aukin þjóðernishyggja og útlendingaandúð er líka birtingarmynd óánægju sem á rætur í vaxandi ójöfnuði. Ein stærsta áskorun sem ríki á Vesturlöndum standa frammi fyrir á 21. öldinni er að draga úr miklum ójöfnuði sem hefur grafið um sig. Félagslegur hreyfanleiki, þ.e. tilfærsla frá einni stétt til annarrar, er mun minni í hreinum kapitalískum samfélögum. Félagslegur hreyfanleiki vestanhafs er svo dæmi sé tekið með því minnsta sem þekkist í heiminum. Blessunarlega glímum við ekki við sambærilegan vanda hér. Að þessu sögðu er samt mikilvægt að hafa hugfast að staða velferðarkerfisins í samfélögum eins og Íslandi er brothætt. Þótt útgjöld ríkisins til heilbrigðis- og menntamála séu há í alþjóðlegum samanburði er það ekki eitt og sér mælikvarði á árangur okkar sem velferðarríkis. Borgararnir þurfa að finna fyrir öryggisnetinu á eigin skinni. Þeir þurfa að finna það með beinum hætti að þeir búi í velferðarríki. Þá koma töflur í excel að takmörkuðum notum. Í þessu sambandi er kostnaðarþátttaka sjúklinga á Íslandi mikið áhyggjuefni. Einnig má nefna vaxandi óánægju þeirra sem þurfa að leita til heilbrigðiskerfisins og þurfa að bíða lengi eftir þjónustu eða þurfa að þola skerta þjónustu vegna fjárskorts heilbrigðisstofnana. Þótt útlendingaandúð hafi alltaf kraumað undir niðri hjá ákveðnum hópi Íslendinga er afar ósennilegt að hatursfullar hugmyndastefnur njóti brautargengis ef öryggisnet velferðarkerfisins er þétt og ójöfnuður er beislaður. Deila má um hvaða tæki virki best til að ná þessum markmiðum. Skattkerfið er ein leið. Önnur er að tryggja að borgararnir finni stöðugt fyrir styrkum stoðum velferðarkerfisins á öllum tímum. Þannig er sterkt heilbrigðis- og menntakerfi brjóstvörn fyrir hið opna og frjálslynda samfélag.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun