Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar 29. október 2025 13:00 Á hverju ári fá um fimm hundruð Íslendinga slag – það er blóðtappa í eða blæðingu frá heilaslagæð - sjúkdóm sem getur á örfáum mínútum breytt lífi einstaklings og fjölskyldu til frambúðar. Slag er ein helsta dánar- og fötlunarorsök fullorðinna, en það er líka eitt þeirra heilsufarsvandamála sem við getum raunverulega haft áhrif á með fræðslu, forvörnum, skjótum viðbrögðum og sterkri heilbrigðisþjónustu um allt land. 29. október er alþjóðlegi slagdagurinn (World Stroke Day) sem tileinkaður er forvörnum og meðferð gegn slagi. „Saman getum við komið í veg fyrir slag” er yfirskrift dagsins. Þau orð eru metnaðarfull en eiga vel við á Íslandi. Sem vel upplýst þjóð getum við með forvörnum náð betri árangri en margar aðra þjóðir. Það sannast t.d. á því hve vel hefur gengið að draga úr reykingum og áfengisneyslu ungmenna. Í sumum tilvikum vinnur smæðin með okkur auk þess sem samstaða og samvinna eru sterk einkenni okkar þjóðar. Tíminn skiptir öllu máli Þegar slag verður, skiptir hver mínúta máli því með hverri mínútu án meðferðar tapar heilinn milljónum taugafruma. Þess vegna þarf að þekkja einkenni og bregðast strax við.Hin alþjóðlega minnisregla FAST getur hjálpað okkur að þekkja einkennin og bregðast strax við:F – Fall (lömun) í andlitiA – Aflleysi í handlegg (eða fótlegg)S – Skert talT – Tími til að hringja í 112Að hringja strax getur ráðið úrslitum um hvort viðkomandi endurheimti heilsu eða glími við varanlegar afleiðingar.Síðust ár hafa að jafnaði um 500 einstaklingar fengið slag ár hvert og er meðalaldur sjúklinga um sjötugt, þó heldur lægri hjá konum en körlum. Fjórir af hverjum fimm eru með blóðþurrðarslag (vegna blóðtappa) og einn af hverjum fimm með heilablæðingu. Framfarir og efling þjónustunnar um land allt Á Landspítala hefur verið byggð upp öflug slagþjónusta sem stenst alþjóðleg gæðaviðmið. Árið 2022 fengu tæplega einn af hverjum fimm sjúklinga enduropnunarmeðferð (segaleysandi lyf eða segabrottnám) við slagi og tíminn frá komu að meðferð var að jafnaði um hálftími. Þetta er árangur sem stenst samanburð við bestu spítala heims. Hann sýnir hvað hægt er að gera þegar skýrir verkferlar, vel þjálfað starfsfólk og skjót viðbrögð mynda eina keðju. Slag tekur ekki tillit til búsetu, og það á heilbrigðisþjónustan heldur ekki að gera. Við þurfum að halda áfram að byggja upp aðgengi fólks á landsbyggðinni að bráðaþjónustu. Þó svo að ekki sé hægt að byggja upp mjög sérhæfða þjónustu alls staðar á landinu er hægt að beita hraðri greiningu og öflugri meðferð um allt land. Forvarnir – slag er ekki óhjákvæmilegt Um 90% slaga tengjast áhættuþáttum sem við getum haft áhrif á: háþrýstingi, reykingum, sykursýki, hreyfingarleysi og óhollum lífsvenjum. Samkvæmt nýlegum gögnum er um helmingur fullorðinna Íslendinga með of háan blóðþrýsting eða á mörkum hans og stór hluti þess hóps veit ekki af vandanum. Ég vil hvetja alla, unga sem aldna, til að láta mæla hjá sér blóðþrýstinginn – hvort sem er heima, á næstu heilsugæslustöð eða í lyfjaverslun. Slíkt tekur aðeins örfáar mínútur, en er afar mikilvægt. Við getum komið í veg fyrir slag með því að huga að eigin heilsu. Við getum bjargað lífi með því að þekkja einkennin og hringja strax í 112. Og við getum eflt forvarnir og styrkt viðbragðsgetu um allt land og jafnað þannig aðstöðu fólks og aðgengi að þjónustu óháð búsetu. Við verðum að byggja upp samfélag þar sem heilsusamlegir kostir eru aðgengilegir, og þar sem heilsugæsla og samfélagsleg fræðsla ná til allra. Við getum gert betur í því að ná til einstaklinga sem hafa annað móðurmál en íslensku og þurfum að gera það til að viðhalda og bæta þann árangur sem við höfum náð. Þar er lykilatriði að halda áfram að fræða almenning um einkenni slags og mikilvægi þess að hringja strax í 112 – því með hverri mínútu sem líður minnka lífslíkur og batatími lengist. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Heilbrigðismál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári fá um fimm hundruð Íslendinga slag – það er blóðtappa í eða blæðingu frá heilaslagæð - sjúkdóm sem getur á örfáum mínútum breytt lífi einstaklings og fjölskyldu til frambúðar. Slag er ein helsta dánar- og fötlunarorsök fullorðinna, en það er líka eitt þeirra heilsufarsvandamála sem við getum raunverulega haft áhrif á með fræðslu, forvörnum, skjótum viðbrögðum og sterkri heilbrigðisþjónustu um allt land. 29. október er alþjóðlegi slagdagurinn (World Stroke Day) sem tileinkaður er forvörnum og meðferð gegn slagi. „Saman getum við komið í veg fyrir slag” er yfirskrift dagsins. Þau orð eru metnaðarfull en eiga vel við á Íslandi. Sem vel upplýst þjóð getum við með forvörnum náð betri árangri en margar aðra þjóðir. Það sannast t.d. á því hve vel hefur gengið að draga úr reykingum og áfengisneyslu ungmenna. Í sumum tilvikum vinnur smæðin með okkur auk þess sem samstaða og samvinna eru sterk einkenni okkar þjóðar. Tíminn skiptir öllu máli Þegar slag verður, skiptir hver mínúta máli því með hverri mínútu án meðferðar tapar heilinn milljónum taugafruma. Þess vegna þarf að þekkja einkenni og bregðast strax við.Hin alþjóðlega minnisregla FAST getur hjálpað okkur að þekkja einkennin og bregðast strax við:F – Fall (lömun) í andlitiA – Aflleysi í handlegg (eða fótlegg)S – Skert talT – Tími til að hringja í 112Að hringja strax getur ráðið úrslitum um hvort viðkomandi endurheimti heilsu eða glími við varanlegar afleiðingar.Síðust ár hafa að jafnaði um 500 einstaklingar fengið slag ár hvert og er meðalaldur sjúklinga um sjötugt, þó heldur lægri hjá konum en körlum. Fjórir af hverjum fimm eru með blóðþurrðarslag (vegna blóðtappa) og einn af hverjum fimm með heilablæðingu. Framfarir og efling þjónustunnar um land allt Á Landspítala hefur verið byggð upp öflug slagþjónusta sem stenst alþjóðleg gæðaviðmið. Árið 2022 fengu tæplega einn af hverjum fimm sjúklinga enduropnunarmeðferð (segaleysandi lyf eða segabrottnám) við slagi og tíminn frá komu að meðferð var að jafnaði um hálftími. Þetta er árangur sem stenst samanburð við bestu spítala heims. Hann sýnir hvað hægt er að gera þegar skýrir verkferlar, vel þjálfað starfsfólk og skjót viðbrögð mynda eina keðju. Slag tekur ekki tillit til búsetu, og það á heilbrigðisþjónustan heldur ekki að gera. Við þurfum að halda áfram að byggja upp aðgengi fólks á landsbyggðinni að bráðaþjónustu. Þó svo að ekki sé hægt að byggja upp mjög sérhæfða þjónustu alls staðar á landinu er hægt að beita hraðri greiningu og öflugri meðferð um allt land. Forvarnir – slag er ekki óhjákvæmilegt Um 90% slaga tengjast áhættuþáttum sem við getum haft áhrif á: háþrýstingi, reykingum, sykursýki, hreyfingarleysi og óhollum lífsvenjum. Samkvæmt nýlegum gögnum er um helmingur fullorðinna Íslendinga með of háan blóðþrýsting eða á mörkum hans og stór hluti þess hóps veit ekki af vandanum. Ég vil hvetja alla, unga sem aldna, til að láta mæla hjá sér blóðþrýstinginn – hvort sem er heima, á næstu heilsugæslustöð eða í lyfjaverslun. Slíkt tekur aðeins örfáar mínútur, en er afar mikilvægt. Við getum komið í veg fyrir slag með því að huga að eigin heilsu. Við getum bjargað lífi með því að þekkja einkennin og hringja strax í 112. Og við getum eflt forvarnir og styrkt viðbragðsgetu um allt land og jafnað þannig aðstöðu fólks og aðgengi að þjónustu óháð búsetu. Við verðum að byggja upp samfélag þar sem heilsusamlegir kostir eru aðgengilegir, og þar sem heilsugæsla og samfélagsleg fræðsla ná til allra. Við getum gert betur í því að ná til einstaklinga sem hafa annað móðurmál en íslensku og þurfum að gera það til að viðhalda og bæta þann árangur sem við höfum náð. Þar er lykilatriði að halda áfram að fræða almenning um einkenni slags og mikilvægi þess að hringja strax í 112 – því með hverri mínútu sem líður minnka lífslíkur og batatími lengist. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar