Þar segir að í morgun hafi orðið þriggja bíla árekstur í brekkunni niður að Vík og þrjár bifreiðar til viðbótar hafi farið út af veginum. Fjölmennt var í hverjum bíl en meiðsli voru ekki mikil.
Erlendir ferðamenn voru í bílunum en farþegar og ökumenn voru fluttir til nánari aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vík.
Lögreglan vill beina þeim tilmælum til vegfarenda að gefa sér tíma til ferðalaga og fara ekki af stað á vanbúnum bílum. Þá má búast við því að veður versni þegar líður á daginn.