Þýski landsliðsmaðurinn Julian Draxler hefur gert fjögurra ára samning við Paris Saint-Germain.
Hann mun ganga til liðs við frönsku meistarana þegar félagaskiptaglugginn opnar í næsta mánuði, að því gefnu að hann standist læknisskoðun.
Draxler, sem er 23 ára, kemur til PSG frá Wolfsburg þar sem hann hefur leikið í rúmt ár.
Draxler er uppalinn hjá Schalke 04 og lék 170 leiki og skoraði 30 mörk fyrir liðið áður en hann færði sig um set til Wolfsburg í fyrra.
Wolfsburg hefur gengið illa á tímabilinu og situr í 13. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Draxler hefur leikið 13 deildarleiki á þessu tímabili en ekki tekist að skora.
Draxler hefur leikið 27 landsleiki fyrir Þýskaland og skorað þrjú mörk. Hann varð heimsmeistari með þýska liðinu í Brasilíu fyrir tveimur árum.
PSG er í 3. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 39 stig, fimm stigum á eftir toppliði Nice.
PSG krækti í Draxler
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn

Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
