Forsetinn ekki farinn að íhuga utanþingsstjórn Heimir Már Pétursson skrifar 23. desember 2016 19:20 Forseti Íslands ætlar ekki að veita neinum leiðtoga stjórnmálaflokkanna fá umboð til myndunar ríkisstjórnar yfir jóladagana. Hins vegar geti þeir hvenær sem er myndað slíkan meirihluta. Forsetinn segir að skipun utanþingsstjórnar sé neyðarúrræði sem hann sé ekki farinn að íhuga. Alþingi lauk störum upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi en á tveimur vikum afgreiddi það nokkur viðamikil mál, þeirra stærst jöfnun lífeyrisréttinda og fjárlög næsta árs. Eftir að Birgitta Jónsdóttir skilaði umboði til stjórnarmyndunar hinn 12. desember segir Guðni Th. Jóhannesson forseti að hann hafi ákveðið að bíða um stund með næstu skref í stjórnarmyndunarviðræðum. „Ef menn hefðu reynt að gera hvort tveggja þá hefði jafnvel getað farið svo að það hefði getað spillt fyrir á báðum vígstöðvum. Þannig að ég áleit að það væri ekki hundrað í hættunni þótt við dokuðum aðeins við í stjórnarmyndunarviðræðum. Og leyfðum þingmönnum og stjórnmálaforingjum öllum að einbeita sér að störfum þingsins,“ segir Guðni. Guðni segir að hann myndi veita umboðið strax ef ástæða væri til. Þingmenn hafi átt dágóða törn að undanförnu og skynsamlegt að fólk eigi frí yfir jólin. Forsætisráðherra sagði á dögunum að ef ekki hefði tekist að mynda meirihlutastjórn fyrir áramót ætti að skoða möguleika á minnihlutastjórnum. Forsetinn segist skilja þetta sjónarmið. Minnihlutastjórnir séu í grunninn af tvennum toga. Annars vegar stjórn þar sem aðrir flokkar tilkynna að þeir muni verja hana vantrausti og hins vegar minnihlutastjórn skipuð upp á von og óvon um hvort hún stæði af sér vantrauststillögu. „Fyrri kosturinn er auðvitað heillavænlegri. Við verðum bara að sjá til hvort mál þróast þannig að við þurfum að huga að myndun minnihlutastjórnar. Það væri ekkert stórslys. Auðvitað hefur það gerst áður. En megin reglan er sú á þingi að leiðtogar flokkanna þar vilja stefna að myndun meirihlutastjórnar og það er ekki útséð með það,“ segir forsetinn. Forsetinn hefur skrifað bók um forsetatíð Kristjáns Eldjárns og hefur frá kosningum fylgt þeim hefðum sem Kristján og Vigdís Finnbogadóttir mótuðu við myndun ríkisstjórna. En Kristján var í tvígang með utanþingsstjórn á prjónunum þegar illa gekk að mynda meirihluta á Alþingi.Guðni segist ekki farinn að hripa niður nöfn í slíka stjórn enda væri stjórn af þeim toga neyðarráð sem einungis einu sinni hafi verið gripið til í seinni heimsstyrjöldinni. Núverandi starfsstjórn geti setið eitthvað áfram á meðan reynt sé að mynda meirihlutastjórn. Utanþingsstjórn sé neyðarráð. „Þá myndi sama hefð og venja ráða og hér hefur verið. Að það yrði leitað til fólks sem starfa sinna vegna, þekkingar og reynslu gæti tekið þetta að sér. En Heimir (Már Pétursson), við erum ekki að fara að mynda utanþingsstjórn,“ segir forseti Íslands bjartsýnn á nýtt ár fyrir hönd þjóðarinnar. Alþingi Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Forseti Íslands ætlar ekki að veita neinum leiðtoga stjórnmálaflokkanna fá umboð til myndunar ríkisstjórnar yfir jóladagana. Hins vegar geti þeir hvenær sem er myndað slíkan meirihluta. Forsetinn segir að skipun utanþingsstjórnar sé neyðarúrræði sem hann sé ekki farinn að íhuga. Alþingi lauk störum upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi en á tveimur vikum afgreiddi það nokkur viðamikil mál, þeirra stærst jöfnun lífeyrisréttinda og fjárlög næsta árs. Eftir að Birgitta Jónsdóttir skilaði umboði til stjórnarmyndunar hinn 12. desember segir Guðni Th. Jóhannesson forseti að hann hafi ákveðið að bíða um stund með næstu skref í stjórnarmyndunarviðræðum. „Ef menn hefðu reynt að gera hvort tveggja þá hefði jafnvel getað farið svo að það hefði getað spillt fyrir á báðum vígstöðvum. Þannig að ég áleit að það væri ekki hundrað í hættunni þótt við dokuðum aðeins við í stjórnarmyndunarviðræðum. Og leyfðum þingmönnum og stjórnmálaforingjum öllum að einbeita sér að störfum þingsins,“ segir Guðni. Guðni segir að hann myndi veita umboðið strax ef ástæða væri til. Þingmenn hafi átt dágóða törn að undanförnu og skynsamlegt að fólk eigi frí yfir jólin. Forsætisráðherra sagði á dögunum að ef ekki hefði tekist að mynda meirihlutastjórn fyrir áramót ætti að skoða möguleika á minnihlutastjórnum. Forsetinn segist skilja þetta sjónarmið. Minnihlutastjórnir séu í grunninn af tvennum toga. Annars vegar stjórn þar sem aðrir flokkar tilkynna að þeir muni verja hana vantrausti og hins vegar minnihlutastjórn skipuð upp á von og óvon um hvort hún stæði af sér vantrauststillögu. „Fyrri kosturinn er auðvitað heillavænlegri. Við verðum bara að sjá til hvort mál þróast þannig að við þurfum að huga að myndun minnihlutastjórnar. Það væri ekkert stórslys. Auðvitað hefur það gerst áður. En megin reglan er sú á þingi að leiðtogar flokkanna þar vilja stefna að myndun meirihlutastjórnar og það er ekki útséð með það,“ segir forsetinn. Forsetinn hefur skrifað bók um forsetatíð Kristjáns Eldjárns og hefur frá kosningum fylgt þeim hefðum sem Kristján og Vigdís Finnbogadóttir mótuðu við myndun ríkisstjórna. En Kristján var í tvígang með utanþingsstjórn á prjónunum þegar illa gekk að mynda meirihluta á Alþingi.Guðni segist ekki farinn að hripa niður nöfn í slíka stjórn enda væri stjórn af þeim toga neyðarráð sem einungis einu sinni hafi verið gripið til í seinni heimsstyrjöldinni. Núverandi starfsstjórn geti setið eitthvað áfram á meðan reynt sé að mynda meirihlutastjórn. Utanþingsstjórn sé neyðarráð. „Þá myndi sama hefð og venja ráða og hér hefur verið. Að það yrði leitað til fólks sem starfa sinna vegna, þekkingar og reynslu gæti tekið þetta að sér. En Heimir (Már Pétursson), við erum ekki að fara að mynda utanþingsstjórn,“ segir forseti Íslands bjartsýnn á nýtt ár fyrir hönd þjóðarinnar.
Alþingi Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira