Gleðileg jól í ljósadýrð Ritstjórn skrifar 24. desember 2016 18:15 Ég brá mér til hliðar og tók myndina með flygildi. Tæknin er bylting og opnar alveg nýtt sjónarhorn, segir Kári Fannar Lárusson sigurvegari í jólaljósmyndakeppninni. Myndin sýnir miðbæ Akureyrar þegar kveikt var á ljósum jólatrés á torginu. mynd/kári fannar lárusson Vísir sendir lesendum sínum jólakveðju með bestu ljósmyndunum sem sendar voru inn í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis, en þær má sjá hér að neðan. Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðarnar; á jóladag kl. 9-17 og á annan í jólum kl. 9-24. Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á ritstjorn@visir.is. Fréttastofa 365 sendir lesendum Vísis um allan heim sínar bestu óskir um gleðileg jól. Kári Fannar Lárusson er sigurvegari í jólaljósmyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Sigurmynd Kára er loftmynd af miðbæ Akureyrar og tekin daginn sem var kveikt á ljósum jólatrésins á Ráðhústorginu. Í verðlaun fær Kári glæsilega Nikon D7200 myndavél frá Heimilistækjum. „Ljósmyndun hefur verið áhugamál mitt í meira en áratug. Myndin er tekin þennan fallega dag í miðbæ Akureyrar, birtan var góð og það hafði snjóað. Lukkulega því það hafði verið hlýtt í veðri,“ segir Kári frá fyrir utan það að vera áhugaljósmyndari starfar hann hjá Caff að verndun lífríkisins á norðurslóðum. Hann var með dóttur sinni, Dagbjörtu Önnu sex ára, á athöfninni. Myndin er tekin á flygildi. „Dóttir mín er ekkert alloft spennt þegar ég að mynda. En hún hefur gaman af því að skoða myndirnar. Ég brá mér til hliðar og tók myndina með flygildi. Ég gæti mín alltaf mjög vel að vera í öruggri fjarlægð frá mannfjölda þegar ég mynda með flygildinu. Tæknin er bylting og opnar alveg nýtt sjónarhorn. Fyrir fáeinum árum stóð ekki til boða fyrir hinn almenna mann að sjá heiminn með þessum hætti. Þú gætir það reyndar ekki þótt að þú hefðir ótakmörkuð fjárráð því þú mátt ekki fara svona nærri. Þetta er bylting í því frá hvaða sjónarhorni við getum séð heiminn,“ segir Kári. Alls bárust hátt í 300 myndir í jólakeppnina en þær má allar sjá hér. Dómnefndin var skipuð þeim Kristínu Þorsteinsdóttur ritstjóra, Kristjönu Björgu Guðbrandsdóttur, ritstjóra helgarblaðs, Tinna Sveinssyni, vefstjóra Vísis, Stefáni Karlssyni ljósmyndara og Vilhelm Gunnarssyni, yfirmanni ljósmyndadeildar Fréttablaðsins.Egilsstaðakirkja með hrímaðan skóginn í kring. Myndin er tekin frá Fellabæ við Lagarfljótsbrúnna.mynd/borghildur hlíf stefánsdóttirGauti Sveinsson myndaði stúlku við vel skreytt piparkökuhús.mynd/gauti einarssonEydís Stefánsdóttir myndaði Andra Dór sem var feiminn við jólasvein á Laugaveginum og faldi sig á bak við ljósastaur.mynd/eydís stefánsdóttir Jólafréttir Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Vísir sendir lesendum sínum jólakveðju með bestu ljósmyndunum sem sendar voru inn í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis, en þær má sjá hér að neðan. Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðarnar; á jóladag kl. 9-17 og á annan í jólum kl. 9-24. Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á ritstjorn@visir.is. Fréttastofa 365 sendir lesendum Vísis um allan heim sínar bestu óskir um gleðileg jól. Kári Fannar Lárusson er sigurvegari í jólaljósmyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Sigurmynd Kára er loftmynd af miðbæ Akureyrar og tekin daginn sem var kveikt á ljósum jólatrésins á Ráðhústorginu. Í verðlaun fær Kári glæsilega Nikon D7200 myndavél frá Heimilistækjum. „Ljósmyndun hefur verið áhugamál mitt í meira en áratug. Myndin er tekin þennan fallega dag í miðbæ Akureyrar, birtan var góð og það hafði snjóað. Lukkulega því það hafði verið hlýtt í veðri,“ segir Kári frá fyrir utan það að vera áhugaljósmyndari starfar hann hjá Caff að verndun lífríkisins á norðurslóðum. Hann var með dóttur sinni, Dagbjörtu Önnu sex ára, á athöfninni. Myndin er tekin á flygildi. „Dóttir mín er ekkert alloft spennt þegar ég að mynda. En hún hefur gaman af því að skoða myndirnar. Ég brá mér til hliðar og tók myndina með flygildi. Ég gæti mín alltaf mjög vel að vera í öruggri fjarlægð frá mannfjölda þegar ég mynda með flygildinu. Tæknin er bylting og opnar alveg nýtt sjónarhorn. Fyrir fáeinum árum stóð ekki til boða fyrir hinn almenna mann að sjá heiminn með þessum hætti. Þú gætir það reyndar ekki þótt að þú hefðir ótakmörkuð fjárráð því þú mátt ekki fara svona nærri. Þetta er bylting í því frá hvaða sjónarhorni við getum séð heiminn,“ segir Kári. Alls bárust hátt í 300 myndir í jólakeppnina en þær má allar sjá hér. Dómnefndin var skipuð þeim Kristínu Þorsteinsdóttur ritstjóra, Kristjönu Björgu Guðbrandsdóttur, ritstjóra helgarblaðs, Tinna Sveinssyni, vefstjóra Vísis, Stefáni Karlssyni ljósmyndara og Vilhelm Gunnarssyni, yfirmanni ljósmyndadeildar Fréttablaðsins.Egilsstaðakirkja með hrímaðan skóginn í kring. Myndin er tekin frá Fellabæ við Lagarfljótsbrúnna.mynd/borghildur hlíf stefánsdóttirGauti Sveinsson myndaði stúlku við vel skreytt piparkökuhús.mynd/gauti einarssonEydís Stefánsdóttir myndaði Andra Dór sem var feiminn við jólasvein á Laugaveginum og faldi sig á bak við ljósastaur.mynd/eydís stefánsdóttir
Jólafréttir Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira