Körfubolti

Settur í bann hjá sínu liði fyrir að vera alltaf að fella menn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grayson Allen.
Grayson Allen. Vísir/Getty
Grayson Allen, einn stærsta stjarna Duke í bandaríska háskólaboltanum, hefur verið sett í bann hjá skólanum sínum.

Ástæðan er að strákurinn varð enn einu sinni uppvís að því að fella andstæðing í leik með Duke. Þetta er í þriðja sinn á tíu mánuðum sem þetta kemur fyrir hjá honum og nú varð allt vitlaust.

Bandarískir fjölmiðlar fjalla um fátt annað og á endanum lét Duke undan og setti strákinn ótímabundið bann.

Allen felldi fyrst mótherja í leik á móti 8. febrúar 2016 og það gerðist síðan aftur í leik á móti FSU 25. febrúar 2016. Í upphafi þessa tímabil talaði Allen um það að hann hefði þroskast og væri hættur að fella menn.

Þegar hann felldi síðan Steven Santa Ana í leik á móti Elon 21. desember þá var það eins og að kasta olíu á eld. Allt varð vitlaust og inn í þetta blandaðist síðan það almenningsálit að Duke-skólinn komist alltaf upp með hluti sem aðrir skólar gera ekki.

Allen endaði leikinn með aðeins 3 stig og 13 prósent skotnýtingu en aðeins tveimur leikjum fyrr sallaði hann niður 34 stigum á 29 mínútum í leik á móti UNLV.

Mike Krzyzewski, hinn virti þjálfari Duke-háskólans, kom Allen til varnar eftir atvikin tvö á síðasta tímabili en núna er honum líka nóg boðið.

„Við höfum fengið tækifæri til að fara betur yfir þetta. Þetta er algjörlega óásættanlegt og óafsakanlegt.Hann steig samt skref í rétt átt eftir leikinn með því að biðja bæði Steven Santa Ana og Matt Matheny, þjálfara afsökunar,“ sagði Mike Krzyzewski

„Við þurfum að taka á þessu máli innan okkar raða og sjá til þess að hans hegðun sé í samræmi við það sem við viljum sjá hjá leikmönnum Duke. Við höfum því ákveðið að setja hann í ótímabundið bann frá leikjum,“ sagði Krzyzewski.

Allen skoraði 21,6 stig að meðaltali á síðasta tímabili og var auk þess með 4,6 stig og 3,5 stoðsendingar í leik. Í vetur er hann með 16,0 stig, 4,7 fráköst og 3,5 stoðsendingar að meðaltali. Það munar því mikið um hann fyrir Duke-liðið.

Hér fyrir neðan má sjá öll þessi þrjú atvik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×