Veðurstofan varar við stormi á landinu austanverðu á morgun en búist er við norðanstormi eða -roki með talsverðri ofankomu.
„Gengur í norðan- og norðaustan 18-25 m/s með snjókomu eða slyddu A-til í fyrramálið, jafn vel rigningu á Austfjörðum, og hlýnar á þeim slóðum, 23-28 m/s um tíma austan Öræfa að Berufirði og vindhviður allt að 45 m/s á þeim slóðum.
Veðrinu slotar ekki fyrr en aðfaranótt aðfangadags,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.
Varar við norðanhvelli á Austurlandi
Atli Ísleifsson skrifar
