Benda ferðamönnum í Reykjavík á að fara í messu og að kíkja í kirkjugarðana um jólin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. desember 2016 11:45 Það er allt uppbókað í Bláa lónið um jól og áramót og svo má búast við einhverjum ferðamönnum í messu og kirkjugörðunum yfir hátíðarnar. vísir Þegar flestir Íslendingar verða uppteknir í jólaboðum með fjölskyldum og vinum um hátíðarnar þá munu tug þúsundir ferðamanna vera á ferð og flugi um landið. Jól og áramót eru ekki beint frítími hjá þeim sem starfa í ferðaþjónustu, þó að þorri landsmanna taki sér frí til að halda upp á jól og nýtt ár, enda þarf að bjóða ferðamönnunum sem hingað koma upp á ýmsa afþreyingu og þjónustu. Höfuðborgarstofa bendir ferðamönnum meðal annars á að sækja messu í Reykjavík og kíkja í kirkjugarðana um jólin til að upplifa hefðbundnar íslenskar jólahefðir. Þá munu margir ferðamenn baða sig í Bláa lóninu um jól og áramót en samkvæmt heimasíðu lónsins er allt uppbókað í lónið á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag, það er ef maður velur að bóka standard miða. Eins og Vísir fjallaði um í gær er afar lítið framboð á gistingu í Reykjavík um áramótin en eitthvað minna er uppbókað um jólin. Spár gera ráð fyrir því að allt að 100 þúsund ferðamenn sæki Ísland heim í desember en 40 flugvélar lenda á Keflavíkurflugvelli á aðfangadag, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins í dag.Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu.Hægt að fara í náttúrulífsferðir og hvalaskoðun Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir að undanfarin ár hafi ásýnd borgarinnar auðvitað breyst mjög mikið yfir hátíðarnar þar sem mun fleiri veitingastaðir, barir og kaffihús eru með opið núna heldur en áður. Þá eru flest öll ferðaþjónustufyrirtækin með nánast óskerta starfsemi alla hátíðisdagana og fara með ferðamenn í ýmsar ferðir innan og utan borgarinnar. „Það er hægt að fara í þessar náttúrulífsferðir, hvalaskoðun og svo verður Þjóðminjasafnið opið auk ýmissa annarra safna. En svo má ekki gleyma þessari hefðbundnu afþreyingu um jólin sem við heimamenn stundum eins og að sækja messu til að upplifa kirkjuhald í borginni sem eru auðvitað stór hluti af íslenskri jólahefð. Við höfum svo einnig verið að benda þeim á að kíkja í gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu og Fossvogskirkjugarð enda breytir kirkjugarðurinn svolítið um svip á aðfangadag þegar þangað er stöðugur straumur af fólki. Þetta er svolítið séríslenskt og ríkur hluti af okkar hefð,“ segir Áshildur í samtali við Vísi. Á vefnum Visit Reykjavík má sjá ítarlegar upplýsingar um opnunartíma veitingastaða, safna, verslana og annarra þjónustuaðila. Þar má meðal annars sjá opnunartíma sundlauga á höfuðborgarsvæðinu en flestar laugarnar eru með opið á aðfangadagsmorgun. Engin laug er með opið á jóladag samkvæmt listanum en nokkrar laugar eru opnar á annan í jólum.Kerlingarfjöll eru að öllum líkindum hvítari nú en þau eru á þessari mynd en þar munu nokkrir ferðamenn eyða jólanóttinni.vísir/vilhelmEyða jólanótt í Kerlingarfjöllum Ferðaþjónustufyrirtækið Extreme Iceland er eitt af þeim fyrirtækjum sem eru nánast með fulla starfsemi yfir hátíðarnar. „Þetta er í rauninni ekkert öðruvísi hjá okkur um jólin. Langflestar ferðirnar okkar eru á dagskrá yfir hátíðirnar og við erum einnig með mikið af hópum í prívat ferðum eins og vanalega, til að mynda upp á hálendi,“ segir Sonja Huld Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Extreme Iceland í samtali við Vísi. Fyrirtækið fer með ferðamenn upp á hálendið allan ársins hring, líka yfir háveturinn, og segir Sonja Huld að það sé síst minni upplifun en að fara þangað yfir sumartímann. „Við förum til dæmis inn í Kerlingarfjöll, Landmannalaugar og á Hveravelli. Núna á aðfangadag erum við til að mynda að fara með níu manna hóp inn í Kerlingarfjöll og þar gistum við í eina nótt svo það verða nokkrir ferðamenn sem munu eyða jólunum þar.“ Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Tengdar fréttir Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. 21. desember 2016 14:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Sjá meira
Þegar flestir Íslendingar verða uppteknir í jólaboðum með fjölskyldum og vinum um hátíðarnar þá munu tug þúsundir ferðamanna vera á ferð og flugi um landið. Jól og áramót eru ekki beint frítími hjá þeim sem starfa í ferðaþjónustu, þó að þorri landsmanna taki sér frí til að halda upp á jól og nýtt ár, enda þarf að bjóða ferðamönnunum sem hingað koma upp á ýmsa afþreyingu og þjónustu. Höfuðborgarstofa bendir ferðamönnum meðal annars á að sækja messu í Reykjavík og kíkja í kirkjugarðana um jólin til að upplifa hefðbundnar íslenskar jólahefðir. Þá munu margir ferðamenn baða sig í Bláa lóninu um jól og áramót en samkvæmt heimasíðu lónsins er allt uppbókað í lónið á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag, það er ef maður velur að bóka standard miða. Eins og Vísir fjallaði um í gær er afar lítið framboð á gistingu í Reykjavík um áramótin en eitthvað minna er uppbókað um jólin. Spár gera ráð fyrir því að allt að 100 þúsund ferðamenn sæki Ísland heim í desember en 40 flugvélar lenda á Keflavíkurflugvelli á aðfangadag, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins í dag.Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu.Hægt að fara í náttúrulífsferðir og hvalaskoðun Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir að undanfarin ár hafi ásýnd borgarinnar auðvitað breyst mjög mikið yfir hátíðarnar þar sem mun fleiri veitingastaðir, barir og kaffihús eru með opið núna heldur en áður. Þá eru flest öll ferðaþjónustufyrirtækin með nánast óskerta starfsemi alla hátíðisdagana og fara með ferðamenn í ýmsar ferðir innan og utan borgarinnar. „Það er hægt að fara í þessar náttúrulífsferðir, hvalaskoðun og svo verður Þjóðminjasafnið opið auk ýmissa annarra safna. En svo má ekki gleyma þessari hefðbundnu afþreyingu um jólin sem við heimamenn stundum eins og að sækja messu til að upplifa kirkjuhald í borginni sem eru auðvitað stór hluti af íslenskri jólahefð. Við höfum svo einnig verið að benda þeim á að kíkja í gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu og Fossvogskirkjugarð enda breytir kirkjugarðurinn svolítið um svip á aðfangadag þegar þangað er stöðugur straumur af fólki. Þetta er svolítið séríslenskt og ríkur hluti af okkar hefð,“ segir Áshildur í samtali við Vísi. Á vefnum Visit Reykjavík má sjá ítarlegar upplýsingar um opnunartíma veitingastaða, safna, verslana og annarra þjónustuaðila. Þar má meðal annars sjá opnunartíma sundlauga á höfuðborgarsvæðinu en flestar laugarnar eru með opið á aðfangadagsmorgun. Engin laug er með opið á jóladag samkvæmt listanum en nokkrar laugar eru opnar á annan í jólum.Kerlingarfjöll eru að öllum líkindum hvítari nú en þau eru á þessari mynd en þar munu nokkrir ferðamenn eyða jólanóttinni.vísir/vilhelmEyða jólanótt í Kerlingarfjöllum Ferðaþjónustufyrirtækið Extreme Iceland er eitt af þeim fyrirtækjum sem eru nánast með fulla starfsemi yfir hátíðarnar. „Þetta er í rauninni ekkert öðruvísi hjá okkur um jólin. Langflestar ferðirnar okkar eru á dagskrá yfir hátíðirnar og við erum einnig með mikið af hópum í prívat ferðum eins og vanalega, til að mynda upp á hálendi,“ segir Sonja Huld Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Extreme Iceland í samtali við Vísi. Fyrirtækið fer með ferðamenn upp á hálendið allan ársins hring, líka yfir háveturinn, og segir Sonja Huld að það sé síst minni upplifun en að fara þangað yfir sumartímann. „Við förum til dæmis inn í Kerlingarfjöll, Landmannalaugar og á Hveravelli. Núna á aðfangadag erum við til að mynda að fara með níu manna hóp inn í Kerlingarfjöll og þar gistum við í eina nótt svo það verða nokkrir ferðamenn sem munu eyða jólunum þar.“
Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Tengdar fréttir Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. 21. desember 2016 14:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Sjá meira
Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. 21. desember 2016 14:00