Aron um hvað Lars sagði við hann í Albaníu: „Hann bað mig vinsamlegast að læra af þessu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. desember 2016 10:00 „Ég var að leggja mig og þá heyrði ég bank. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi, kemur inn í herbergið og segir mér að við þurfum að búa til afsökunarbeiðni. Fyrir hvað, spurði ég. Þá fer ég að skoða þetta og sé að ég er með 30 ósvöruð símtöl.“ Þetta segir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, þegar hann rifjar upp atvikið fræga fyrir leik Albaníu og Íslands í undankeppni HM 2014 en daginn fyrir leikinn í Tírana talaði fyrirliðinn af sér í viðtali við Fótbolti.net. Aron Einar talar um atvikið í Albaníu í myndinni Jökullinn logar sem er komin út á DVD. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan.Sjá einnig:Ragnar: „Ég fékk boltann og hugsaði að nú ætla ég að gera eitthvað sniðugt“ „Þessi þjóð er ekkert upp á marga fiska. Hér er mikil fátækt og þetta eru mestmegnis glæpamenn,“ sagði fyrirliðinn daginn fyrir leikinn gegn Albaníu en þetta komst í fjölmiðla þar ytra og varð allt vitlaust.Aron Einar missti ekki fyrirliðabandið og leiddi íslenska liðið á EM í Frakklandi.vísir/gettyBer að ofan með haglabyssu Aron Einar sagði frá því í þáttaröðinni Atvinnumennirnir okkar á síðasta ári að minnstu munaði að fyrirliðabandið hefði verið tekið af honum, svo alvarlegt var málið. „Ég nennti ekki að vera gaurinn sem talaði alltaf í klisjum og sagði sömu hlutina. Fólk nennti að hlusta á mig af því að ég var öðruvísi og sagði það sem ég vildi segja. En þarna gekk ég of langt,“ viðurkennir fyrirliðinn. „Ég var beðinn um að lýsa því hvernig það var að vera kominn til Albaníu. Þegar við lendum sé ég gaur beran að ofan með haglabyssu á bakinu og maður var búinn að heyra sögur sem svo voru kannski ekkert sannar.“ „Ég fattaði ekki að ég gerði eða sagði neitt rangt fyrr en þetta var komið inn á DV.is. Ég áttaði mig á því að þetta var rangt. Ég meina, þetta er það heimskulegasta sem þú getur sagt,“ segir Aron Einar. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, ræðir atvikið í myndinni en í hans huga kom aldrei neitt annað til greina en að Akureyringurinn myndi leiða íslenska liðið út á völlinn. Það voru ekki þjálfararnir, Heimir og Lars, sem vildu taka af honum bandið.Fyrirliðinn sér eftir atvikinu og hefur lært af því.vísir/gettyÞurfti að læra af þessu „Við ákváðum það að Aron yrði fyrirliði í þessum leik sama hvað. Í staðinn fyrir að brotna kom hann margfalt sterkari inn í leikinn og átti frábæran leik. Hann spilaði vel en ekki síður var hann góður leiðtogi þar sem hann leiddi liðið inn í þetta stríð,“ segir Heimir.Sjá einnig:Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Aron Einar spilaði virkilega vel í leiknum og eftir sigurinn sem Gylfi Þór Sigurðsson tryggði með fallegu aukaspyrnumarki sagði Lars Lagerbäck, þáverandi landsliðsþjálfari, nokkur vel valin orð við Aron Einar. „Ég man alltaf að Lars kom upp að mér eftir leikinn og sagði mér að ég hafði aldrei spilað jafnvel fyrir landsliðið því ég var svo einbeittur á að bæta upp fyrir mistökin. Hann bað mig vinsamlegast um að læra af þessu,“ segir Aron. „Ég þurfti bara að læra af þessu og þroskast. Ég hef gert það og er bara klisjumaður í viðtölum í dag,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn logar má sjá hér að ofan. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með 120 mínútum af aukaefni. Atvinnumennirnir okkar Fótbolti Tengdar fréttir Ragnar: „Ég fékk boltann og hugsaði að nú ætla ég að gera eitthvað sniðugt“ Landsliðsmiðvörðurinn talar um stundina frægu þegar hann steig ofan á boltann gegn Hollandi á Amsterdam Arena sumarið 2015. 21. desember 2016 11:30 Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Eiður Smári opnar sig um svimaköstin hjá Chelsea: "Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Eiður Smári Guðjohnsen hefur lent í meiðslum og erfiðleikum á annars glæstum ferli. 16. desember 2016 11:30 Ragnar um neikvæðu hliðar fótboltans: „Í Svíþjóð og Danmörku var það mikilvægasta að laga hárið“ Íslenski landsliðsmaðurinn hefur gaman af því að spila fótbolta en er ekki mikið fyrir að horfa á hann. 20. desember 2016 15:00 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Sjá meira
„Ég var að leggja mig og þá heyrði ég bank. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi, kemur inn í herbergið og segir mér að við þurfum að búa til afsökunarbeiðni. Fyrir hvað, spurði ég. Þá fer ég að skoða þetta og sé að ég er með 30 ósvöruð símtöl.“ Þetta segir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, þegar hann rifjar upp atvikið fræga fyrir leik Albaníu og Íslands í undankeppni HM 2014 en daginn fyrir leikinn í Tírana talaði fyrirliðinn af sér í viðtali við Fótbolti.net. Aron Einar talar um atvikið í Albaníu í myndinni Jökullinn logar sem er komin út á DVD. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan.Sjá einnig:Ragnar: „Ég fékk boltann og hugsaði að nú ætla ég að gera eitthvað sniðugt“ „Þessi þjóð er ekkert upp á marga fiska. Hér er mikil fátækt og þetta eru mestmegnis glæpamenn,“ sagði fyrirliðinn daginn fyrir leikinn gegn Albaníu en þetta komst í fjölmiðla þar ytra og varð allt vitlaust.Aron Einar missti ekki fyrirliðabandið og leiddi íslenska liðið á EM í Frakklandi.vísir/gettyBer að ofan með haglabyssu Aron Einar sagði frá því í þáttaröðinni Atvinnumennirnir okkar á síðasta ári að minnstu munaði að fyrirliðabandið hefði verið tekið af honum, svo alvarlegt var málið. „Ég nennti ekki að vera gaurinn sem talaði alltaf í klisjum og sagði sömu hlutina. Fólk nennti að hlusta á mig af því að ég var öðruvísi og sagði það sem ég vildi segja. En þarna gekk ég of langt,“ viðurkennir fyrirliðinn. „Ég var beðinn um að lýsa því hvernig það var að vera kominn til Albaníu. Þegar við lendum sé ég gaur beran að ofan með haglabyssu á bakinu og maður var búinn að heyra sögur sem svo voru kannski ekkert sannar.“ „Ég fattaði ekki að ég gerði eða sagði neitt rangt fyrr en þetta var komið inn á DV.is. Ég áttaði mig á því að þetta var rangt. Ég meina, þetta er það heimskulegasta sem þú getur sagt,“ segir Aron Einar. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, ræðir atvikið í myndinni en í hans huga kom aldrei neitt annað til greina en að Akureyringurinn myndi leiða íslenska liðið út á völlinn. Það voru ekki þjálfararnir, Heimir og Lars, sem vildu taka af honum bandið.Fyrirliðinn sér eftir atvikinu og hefur lært af því.vísir/gettyÞurfti að læra af þessu „Við ákváðum það að Aron yrði fyrirliði í þessum leik sama hvað. Í staðinn fyrir að brotna kom hann margfalt sterkari inn í leikinn og átti frábæran leik. Hann spilaði vel en ekki síður var hann góður leiðtogi þar sem hann leiddi liðið inn í þetta stríð,“ segir Heimir.Sjá einnig:Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Aron Einar spilaði virkilega vel í leiknum og eftir sigurinn sem Gylfi Þór Sigurðsson tryggði með fallegu aukaspyrnumarki sagði Lars Lagerbäck, þáverandi landsliðsþjálfari, nokkur vel valin orð við Aron Einar. „Ég man alltaf að Lars kom upp að mér eftir leikinn og sagði mér að ég hafði aldrei spilað jafnvel fyrir landsliðið því ég var svo einbeittur á að bæta upp fyrir mistökin. Hann bað mig vinsamlegast um að læra af þessu,“ segir Aron. „Ég þurfti bara að læra af þessu og þroskast. Ég hef gert það og er bara klisjumaður í viðtölum í dag,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn logar má sjá hér að ofan. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með 120 mínútum af aukaefni.
Atvinnumennirnir okkar Fótbolti Tengdar fréttir Ragnar: „Ég fékk boltann og hugsaði að nú ætla ég að gera eitthvað sniðugt“ Landsliðsmiðvörðurinn talar um stundina frægu þegar hann steig ofan á boltann gegn Hollandi á Amsterdam Arena sumarið 2015. 21. desember 2016 11:30 Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Eiður Smári opnar sig um svimaköstin hjá Chelsea: "Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Eiður Smári Guðjohnsen hefur lent í meiðslum og erfiðleikum á annars glæstum ferli. 16. desember 2016 11:30 Ragnar um neikvæðu hliðar fótboltans: „Í Svíþjóð og Danmörku var það mikilvægasta að laga hárið“ Íslenski landsliðsmaðurinn hefur gaman af því að spila fótbolta en er ekki mikið fyrir að horfa á hann. 20. desember 2016 15:00 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Sjá meira
Ragnar: „Ég fékk boltann og hugsaði að nú ætla ég að gera eitthvað sniðugt“ Landsliðsmiðvörðurinn talar um stundina frægu þegar hann steig ofan á boltann gegn Hollandi á Amsterdam Arena sumarið 2015. 21. desember 2016 11:30
Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00
Eiður Smári opnar sig um svimaköstin hjá Chelsea: "Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Eiður Smári Guðjohnsen hefur lent í meiðslum og erfiðleikum á annars glæstum ferli. 16. desember 2016 11:30
Ragnar um neikvæðu hliðar fótboltans: „Í Svíþjóð og Danmörku var það mikilvægasta að laga hárið“ Íslenski landsliðsmaðurinn hefur gaman af því að spila fótbolta en er ekki mikið fyrir að horfa á hann. 20. desember 2016 15:00
Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti