Körfubolti

Jón Axel allt í öllu í frábærum seinni hálfleik hjá Davidson í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson í leik með Davidson á móti North Carolina.
Jón Axel Guðmundsson í leik með Davidson á móti North Carolina. Vísir/Getty
Jón Axel Guðmundsson átti góðan leik með Davidson skólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt og var einn að lykilmönnunum á bak við það að liðið snéri leiknum sér í hag í seinni hálfleiknum.

Davidson vann fimmtán stiga sigur á Jacksonville, 75-60, eftir að staðan var 32-32 í hálfleik.

Jón Axel Guðmundsson endaði leikinn með 10 stig, 7 stoðsendingar, 6 fráköst og 2 stolna bolta en hann hitti úr 4 af 8 skotum sínum í gær.

Jón Axel var ekki með stig í fyrri hálfleiknum þar sem hann klikkaði á eina skotinu sínu en var með 3 stoðsendingar og 2 fráköst.

Seinni hálfleikurinn hjá Jóni Axel var aftur á móti frábær þar sem hann var með 10 stig, 4 fráköst, 4 stoðsendingar og 2 stolna bolta og spilaði allar 20 mínúturnar í boði.

Jón Axel er með 7,5 stig, 4,2 fráköst og 3,3 stoðsendingar að meðaltali á 29,3 mínútum í leik í fyrstu tíu leikjum sínum með Davidson. Hann hefur skorað þrettán þriggja stiga körfur í þessum leikjum

Þetta er fyrsta tímabilið hjá Grindvíkingnum í bandaríska háskólakörfuboltanum en hann lék með Grindavík í Domino´s deildinni á síðasta tímabili og fór einnig á kostum með tuttugu ára landsliði Íslands síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×