Materazzi ennþá að stríða Zidane tíu árum síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2016 11:30 Materazzi liggur í grasinu eftir skalla Zidane Vísir/Getty Ítalinn Marco Materazzi vann næstum því alla titla í boði á sínum ferli en hans verður samt alltaf þekktastur fyrir það að Frakkinn Zinedine Zidane skallaði hann í brjóstkassann í úrslitaleik HM í Þýskalandi 2006. Zinedine Zidane fékk rauða spjaldið fyrir „skallann“ í leik sem var hans síðasti á ferlinum. Zidane missti algjörlega stjórn á sér og réðst á Ítalann eins og naut í nautaati. Materazzi og félagar í ítalska landsliðinu tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í vítakeppni en Zinedine Zidane hafði skorað úr víti í úrslitaleiknum áður en hann var rekinn í sturtu. Marco Materazzi vill greinilega ekki að þetta atvik falli í gleymskunnar dá og hefur bæði farið í viðtal í tilefni af tíu ára „afmælinu“ sem og að hann heldur áfram að stríða Zinedine Zidane á samfélagsmiðlum. Marco Materazzi hefur staðfest það sem hann talað um við Zinedine Zidane. „Ég talaði við hann um systur hans en ekki ekki um móður hans eins og blöðin skrifuðu um. Móðir mín dó þegar ég var fimmtán ára og ég hefði aldrei getað hugsað mér um að segja eitthvað um móður hans,“ sagði Marco Materazzi í viðtali við franska blaðið L'Équipe. Marco Materazzi varð fimm sinnum ítalskur meistari með Internazionale og þá vann hann einnig Meistaradeildina 2010 og heimsmeistarakeppni félagsliða 2010. Nýjasta færsla Materazzi á Instagram-síðu hans snýst um þetta heimsfræga atvik á Ólympíuleikvanginum í Berlín fyrir tíu árum síðan. Materazzi hefur bætt aðeins í stríðnina með því að nota nýja listræna útfærslu á atvikinu þar sem hann er látinn halda á heimsmeistarabikarnum á saman tíma og Zidane skallar hann. Það er hægt að sjá nýja færslu Materazzi hér fyrir neðan. Tanto per .......... #2006/2016 #10anni #lodola #miocugino #berlino2006 #space23 @space23it A photo posted by Marco Materazzi (@iomatrix23) on Dec 20, 2016 at 6:23am PST Fótbolti HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira
Ítalinn Marco Materazzi vann næstum því alla titla í boði á sínum ferli en hans verður samt alltaf þekktastur fyrir það að Frakkinn Zinedine Zidane skallaði hann í brjóstkassann í úrslitaleik HM í Þýskalandi 2006. Zinedine Zidane fékk rauða spjaldið fyrir „skallann“ í leik sem var hans síðasti á ferlinum. Zidane missti algjörlega stjórn á sér og réðst á Ítalann eins og naut í nautaati. Materazzi og félagar í ítalska landsliðinu tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í vítakeppni en Zinedine Zidane hafði skorað úr víti í úrslitaleiknum áður en hann var rekinn í sturtu. Marco Materazzi vill greinilega ekki að þetta atvik falli í gleymskunnar dá og hefur bæði farið í viðtal í tilefni af tíu ára „afmælinu“ sem og að hann heldur áfram að stríða Zinedine Zidane á samfélagsmiðlum. Marco Materazzi hefur staðfest það sem hann talað um við Zinedine Zidane. „Ég talaði við hann um systur hans en ekki ekki um móður hans eins og blöðin skrifuðu um. Móðir mín dó þegar ég var fimmtán ára og ég hefði aldrei getað hugsað mér um að segja eitthvað um móður hans,“ sagði Marco Materazzi í viðtali við franska blaðið L'Équipe. Marco Materazzi varð fimm sinnum ítalskur meistari með Internazionale og þá vann hann einnig Meistaradeildina 2010 og heimsmeistarakeppni félagsliða 2010. Nýjasta færsla Materazzi á Instagram-síðu hans snýst um þetta heimsfræga atvik á Ólympíuleikvanginum í Berlín fyrir tíu árum síðan. Materazzi hefur bætt aðeins í stríðnina með því að nota nýja listræna útfærslu á atvikinu þar sem hann er látinn halda á heimsmeistarabikarnum á saman tíma og Zidane skallar hann. Það er hægt að sjá nýja færslu Materazzi hér fyrir neðan. Tanto per .......... #2006/2016 #10anni #lodola #miocugino #berlino2006 #space23 @space23it A photo posted by Marco Materazzi (@iomatrix23) on Dec 20, 2016 at 6:23am PST
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira