Senda fólk á skriðjökla án mannbrodda Sveinn Arnarsson skrifar 22. desember 2016 07:00 Íshellaferðum í Vatnajökulsþjóðgarði hefur fjölgað gífurlega síðustu ár og gera nú á annan tug fyrirtækja út á slíkar ferðir. vísir/vilhelm Dæmi eru um að vanbúnir ferðamenn á vegum fyrirtækja í ferðaþjónustu sæki íshella og skriðjökla heim, án mannbrodda eða aðeins búnir hálkubroddum í Skaftafelli. Vitað er um á annan tug ferðaþjónustufyrirtækja sem gera út á íshellaskoðanir í Skaftafelli innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Þjóðgarðurinn hefur hins vegar ekki nægilega yfirsýn yfir fjölda fyrirtækjanna. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli, segir fyrirtækjum í íshellaferðum og öðrum ferðum á Skaftafellsjökul hafa fjölgað upp á síðkastið. „Við höfum séð vanbúna ferðamenn en það heyrir til undantekninga. Hins vegar er það svo að við verðum að geta tryggt öryggi ferðamanna,“ segir Regína. „Það er því á herðum ferðaþjónustufyrirtækjanna sjálfra að tryggja öryggi þeirra.“ Á þessu ári hafa komið upp dæmi um ferðaþjónustufyrirtæki með stóra hópa ferðamanna uppi á skriðjöklum án mannbrodda og inni í íshellum. Gæta þarf fyllstu varúðar á slóðum sem þessum. Nýsamþykkt lög um Vatnajökulsþjóðgarð munu hjálpa til við að kortleggja ferðaþjónustuna í Skaftafelli að mati Regínu. „Nú þurfa ferðaþjónustufyrirtækin að sækja um leyfi til að starfa innan þjóðgarðsins og því getum við fengið mun skýrari yfirsýn yfir þá starfsemi sem þar fer fram. Einnig getum við komið upplýsingum betur til fyrirtækja, bæði um vegi á svæðinu og hættur við jökul,“ segir Regína.Helga ÁrnadóttirInnan Samtaka ferðaþjónustunnar er unnið að því að bæta öryggi ferðamanna á öllum sviðum ferðaþjónustunnar. „Öryggi ferðamanna er forsenda þess að gæði geti skapast og á það sérstaklega við þegar unnið er við erfiðar aðstæður. Við hjá SAF teljum eðlilegt að fyrirtæki tileinki sér núllsýn í öryggismálum þar sem slys og óhöpp eru óásættanleg,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF. „Ekki er síður mikilvægt að gerðar séu kröfur um öryggisáætlanir ferðaþjónustuaðila með áhættumati ferða. Hvað varðar heimildir til að sinna starfsemi innan þjóðgarða sjáum við fyrir okkur að fyrirtæki geti verið krafin um aðild að Vakanum, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar,“ bætir Helga við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira
Dæmi eru um að vanbúnir ferðamenn á vegum fyrirtækja í ferðaþjónustu sæki íshella og skriðjökla heim, án mannbrodda eða aðeins búnir hálkubroddum í Skaftafelli. Vitað er um á annan tug ferðaþjónustufyrirtækja sem gera út á íshellaskoðanir í Skaftafelli innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Þjóðgarðurinn hefur hins vegar ekki nægilega yfirsýn yfir fjölda fyrirtækjanna. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli, segir fyrirtækjum í íshellaferðum og öðrum ferðum á Skaftafellsjökul hafa fjölgað upp á síðkastið. „Við höfum séð vanbúna ferðamenn en það heyrir til undantekninga. Hins vegar er það svo að við verðum að geta tryggt öryggi ferðamanna,“ segir Regína. „Það er því á herðum ferðaþjónustufyrirtækjanna sjálfra að tryggja öryggi þeirra.“ Á þessu ári hafa komið upp dæmi um ferðaþjónustufyrirtæki með stóra hópa ferðamanna uppi á skriðjöklum án mannbrodda og inni í íshellum. Gæta þarf fyllstu varúðar á slóðum sem þessum. Nýsamþykkt lög um Vatnajökulsþjóðgarð munu hjálpa til við að kortleggja ferðaþjónustuna í Skaftafelli að mati Regínu. „Nú þurfa ferðaþjónustufyrirtækin að sækja um leyfi til að starfa innan þjóðgarðsins og því getum við fengið mun skýrari yfirsýn yfir þá starfsemi sem þar fer fram. Einnig getum við komið upplýsingum betur til fyrirtækja, bæði um vegi á svæðinu og hættur við jökul,“ segir Regína.Helga ÁrnadóttirInnan Samtaka ferðaþjónustunnar er unnið að því að bæta öryggi ferðamanna á öllum sviðum ferðaþjónustunnar. „Öryggi ferðamanna er forsenda þess að gæði geti skapast og á það sérstaklega við þegar unnið er við erfiðar aðstæður. Við hjá SAF teljum eðlilegt að fyrirtæki tileinki sér núllsýn í öryggismálum þar sem slys og óhöpp eru óásættanleg,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF. „Ekki er síður mikilvægt að gerðar séu kröfur um öryggisáætlanir ferðaþjónustuaðila með áhættumati ferða. Hvað varðar heimildir til að sinna starfsemi innan þjóðgarða sjáum við fyrir okkur að fyrirtæki geti verið krafin um aðild að Vakanum, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar,“ bætir Helga við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira