Höfum við ekki séð þetta áður? Lars Christensen skrifar 21. desember 2016 09:00 Ég vil taka það strax fram að ég hef ekki eins miklar áhyggjur núna og ég hafði 2006, en þróunin í íslenska hagkerfinu er áhyggjuefni og mér finnst sannarlega að við höfum séð þetta áður. Það er erfitt að finna stjórnmálaflokk á Íslandi sem er ekki hlynntur slökun á stefnunni í ríkisfjármálum þrátt fyrir að ekki sé lengur samdráttur í hagkerfinu. Reyndar er mikill uppgangur í efnahagslífinu. Það ætti því að herða á stefnunni í ríkisfjármálum frekar en að slaka á henni. En það er er ekki í kortunum og það vita fjárfestar. Fjárfestar vita líka að ef stefnan í ríkisfjármálum er mjög slök verður Seðlabankinn að hafa meiri aðhaldsstefnu í peningamálum en hann annars þyrfti að hafa. Þetta endurspeglast í þeirri staðreynd að Ísland er með mjög háa raunvexti samanborið við næstum öll önnur þróuð hagkerfi í heiminum. Það kemur ekki á óvart að þetta skuli styrkja krónuna. Þetta er greinilega áhyggjuefni fyrir Seðlabankann sem er fullkomlega meðvitaður um hina miklu aukningu á eftirspurn innanlands en hefur jafnframt áhyggjur af of mikilli styrkingu krónunnar. Starfið er ekki auðvelt fyrir Seðlabankann þegar stjórnmálamennirnir vilja gefa öllum jólagjafir og verkalýðsfélögin halda áfram að krefjast jafnvel enn meiri launahækkana. Og til að gera illt verra halda vissir hlutar fyrirtækjageirans áfram að þrýsta á Seðlabankann og krefjast lægri stýrivaxta.Takið upp nafnlaunamarkmið í stað verðbólgumarkmiðaÍ síðustu viku lét Seðlabankinn undan þrýstingnum og lækkaði stýrivexti. Ég held að í grundvallaratriðum hafi þessi ákvörðun verið misráðin – á meðan eftirspurn innanlands er á mikilli uppleið er þörf á hertari peningamálastefnu, ekki slakari. En ég skil þann þrýsting sem Seðlabankinn stendur frammi fyrir og Seðlabankinn fær hvorki stuðning frá stjórnmálamönnum, verkalýðsfélögum né samtökum atvinnurekenda. Til að gera illt verra á Seðlabankinn í erfiðleikum með verðbólgumarkmið sín. Þversögnin er sú að á meðan mikill vöxtur er í efnahagslífinu hefur verðbólgan fallið langt niður fyrir 2,5% markmið Seðlabankans. Ástæða þessa er að verðbólgan á Íslandi segir afar lítið um verðbólguþrýsting innanlands þar sem flestar neysluvörur eru innfluttar. Þegar krónan styrkist verður því innflutningsverð lægra og það þrýstir „neysluverðsvísitölunni“ niður. En það þýðir ekki að verðbólga muni haldast lág. Raunar eru verðbólguvæntingar til meðallangs tíma áfram hærri og ef við lítum lengra en 2-3 ár fram í tímann þá vænta fjármálamarkaðirnir þess að verðbólgan verði vel yfir verðbólgumarkmiðinu. En það virðist erfitt fyrir Seðlabankann að útskýra þetta fyrir þeim hópum sem krefjast stýrivaxtalækkunar. Ég held því að þörf sé á að Seðlabankinn skipti út verðbólgumarkmiði sínu fyrir nafnlaunamarkmið. Þannig tel ég að 5% nafnlaunamarkmið myndi gera mikið til að koma á jafnvægi í efnahagslífinu en einnig tryggja til meðallangs tíma að verðbólga yrði í kringum 2-3% (að því gefnu að framleiðniaukning væri 2-3%). Það væri þá einnig eðlilegt, eins og ég hefur áður lagt til í þessu ágæta blaði, að húsnæðislánakerfinu á Íslandi yrði breytt úr því að tengjast verðbólgu yfir í að tengjast nafnlaunahækkunum. Þetta myndi enn frekar stuðla að jafnvægi í hagkerfinu. Að lokum: Íslenska hagkerfið hefur tilhneigingu til að rísa hratt og hrynja. Þessu þarf að breyta – ekki með harkalega hertri peningamálastefnu (þótt ég telji peningamálastefnuna of slaka), heldur með umbótum á stjórn peningamálastefnunnar, reglum um fjármálastefnu ríkisins og loks að gerðar verði ráðstafanir til að gera verkalýðsfélögin mun ábyrgari, ekki aðeins fyrir launaþróun, heldur einnig fyrir atvinnuþróun. Er þetta of mikið til að vonast eftir í jólagjöf? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Ég vil taka það strax fram að ég hef ekki eins miklar áhyggjur núna og ég hafði 2006, en þróunin í íslenska hagkerfinu er áhyggjuefni og mér finnst sannarlega að við höfum séð þetta áður. Það er erfitt að finna stjórnmálaflokk á Íslandi sem er ekki hlynntur slökun á stefnunni í ríkisfjármálum þrátt fyrir að ekki sé lengur samdráttur í hagkerfinu. Reyndar er mikill uppgangur í efnahagslífinu. Það ætti því að herða á stefnunni í ríkisfjármálum frekar en að slaka á henni. En það er er ekki í kortunum og það vita fjárfestar. Fjárfestar vita líka að ef stefnan í ríkisfjármálum er mjög slök verður Seðlabankinn að hafa meiri aðhaldsstefnu í peningamálum en hann annars þyrfti að hafa. Þetta endurspeglast í þeirri staðreynd að Ísland er með mjög háa raunvexti samanborið við næstum öll önnur þróuð hagkerfi í heiminum. Það kemur ekki á óvart að þetta skuli styrkja krónuna. Þetta er greinilega áhyggjuefni fyrir Seðlabankann sem er fullkomlega meðvitaður um hina miklu aukningu á eftirspurn innanlands en hefur jafnframt áhyggjur af of mikilli styrkingu krónunnar. Starfið er ekki auðvelt fyrir Seðlabankann þegar stjórnmálamennirnir vilja gefa öllum jólagjafir og verkalýðsfélögin halda áfram að krefjast jafnvel enn meiri launahækkana. Og til að gera illt verra halda vissir hlutar fyrirtækjageirans áfram að þrýsta á Seðlabankann og krefjast lægri stýrivaxta.Takið upp nafnlaunamarkmið í stað verðbólgumarkmiðaÍ síðustu viku lét Seðlabankinn undan þrýstingnum og lækkaði stýrivexti. Ég held að í grundvallaratriðum hafi þessi ákvörðun verið misráðin – á meðan eftirspurn innanlands er á mikilli uppleið er þörf á hertari peningamálastefnu, ekki slakari. En ég skil þann þrýsting sem Seðlabankinn stendur frammi fyrir og Seðlabankinn fær hvorki stuðning frá stjórnmálamönnum, verkalýðsfélögum né samtökum atvinnurekenda. Til að gera illt verra á Seðlabankinn í erfiðleikum með verðbólgumarkmið sín. Þversögnin er sú að á meðan mikill vöxtur er í efnahagslífinu hefur verðbólgan fallið langt niður fyrir 2,5% markmið Seðlabankans. Ástæða þessa er að verðbólgan á Íslandi segir afar lítið um verðbólguþrýsting innanlands þar sem flestar neysluvörur eru innfluttar. Þegar krónan styrkist verður því innflutningsverð lægra og það þrýstir „neysluverðsvísitölunni“ niður. En það þýðir ekki að verðbólga muni haldast lág. Raunar eru verðbólguvæntingar til meðallangs tíma áfram hærri og ef við lítum lengra en 2-3 ár fram í tímann þá vænta fjármálamarkaðirnir þess að verðbólgan verði vel yfir verðbólgumarkmiðinu. En það virðist erfitt fyrir Seðlabankann að útskýra þetta fyrir þeim hópum sem krefjast stýrivaxtalækkunar. Ég held því að þörf sé á að Seðlabankinn skipti út verðbólgumarkmiði sínu fyrir nafnlaunamarkmið. Þannig tel ég að 5% nafnlaunamarkmið myndi gera mikið til að koma á jafnvægi í efnahagslífinu en einnig tryggja til meðallangs tíma að verðbólga yrði í kringum 2-3% (að því gefnu að framleiðniaukning væri 2-3%). Það væri þá einnig eðlilegt, eins og ég hefur áður lagt til í þessu ágæta blaði, að húsnæðislánakerfinu á Íslandi yrði breytt úr því að tengjast verðbólgu yfir í að tengjast nafnlaunahækkunum. Þetta myndi enn frekar stuðla að jafnvægi í hagkerfinu. Að lokum: Íslenska hagkerfið hefur tilhneigingu til að rísa hratt og hrynja. Þessu þarf að breyta – ekki með harkalega hertri peningamálastefnu (þótt ég telji peningamálastefnuna of slaka), heldur með umbótum á stjórn peningamálastefnunnar, reglum um fjármálastefnu ríkisins og loks að gerðar verði ráðstafanir til að gera verkalýðsfélögin mun ábyrgari, ekki aðeins fyrir launaþróun, heldur einnig fyrir atvinnuþróun. Er þetta of mikið til að vonast eftir í jólagjöf?
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun