Innlent

Flugeldasýningin á gamlárskvöld líklega í norðurljósabaði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þegar veðurskilyrði eru góð fara hundruð ferðamanna í norðurljósaferðir á hverjum degi.
Þegar veðurskilyrði eru góð fara hundruð ferðamanna í norðurljósaferðir á hverjum degi. vísir/ernir
Allt stefnir í að erlendir ferðamenn sem ákváðu að prófa að halda áramótin á Íslandi þetta árið fái eitthvað fyrir peninginn. Sævar Helgi Bragason greinir frá því á Stjörnufræðivefnum að útlit sé fyrir kröftug norðurljós um miðnætti, bæði í kvöld og annað kvöld.

Ástæðan er sú að von er á „vænni gusu frá sólinni“ bæði kvöldin. Sólvindurinn mun vera hvass að þessu sinni svo búast má við minniháttar norðurljósastormi þegar árið 2016 kveður og hið nýja gengur í garð.

Útlit er fyrir þokkalega stillt veður víðast hvar á landinu annað kvöld og hiti rétt undir frostmarki. Landsmenn allir ættu því að geta notið áramótanna um land allt þar sem vonandi verður hægt að dást að norðurljósum og flugeldum á sama tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×