Hringtorgasaga túrista á Íslandi dapurleg Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 30. desember 2016 07:00 Það getur verið snúið að aka um hringtorg hér á landi. Hér hefur einn óheppinn farið yfir Melatorg en þar eiga erlendir ökumenn sök á 26 prósentum slysa. vísir/eyþór Erlendir ökumenn komu við sögu í 22 prósent tilfella slysa í hringtorgum hér á landi á árunum 2011-2015. Þetta sýnir rannsókn Vegagerðarinnar frá í sumar sem Katrín Halldórsdóttir, verkfræðingur á umferðardeild Vegagerðarinnar, gerði. Katrín skoðaði 17 tveggja akreina hringtorg sem eru í grennd við og innan höfuðborgarsvæðisins. Alls urðu 457 slys í hringtorgunum og í 102 tilvikum kom erlendur ökumaður við sögu. Á sama tímabili komu erlendir ökumenn við sögu í 16 prósent umferðarslysa. Hættulegustu hringtorgin eru á Reykjanesbraut við Hlíðartorg og við Kaplakrika en á báðum hringtorgum urðu yfir 80 slys. Erlendir ökumenn lenda þar einnig oftast í árekstrum. Líklegast er að erlendir ökumenn lendi í slysi við hringtorg við Breiðumörk og Þorlákshafnarveg en 67 prósent slysa þar eru vegna erlendra ökumanna. Hringtorgið við Þingvallaveg er þar skammt á eftir með 64 prósent tilfella.G. Pétur MatthíassonÍ skýrslunni segir að af þeim 102 slysum þar sem erlendir ökumenn komu við sögu, varð árekstur í 57 tilvikum þegar ekið var út úr hringtorginu af innri akrein. Athygli vekur að í umferðarlögum er ekki að finna sérstök ákvæði um akstur í hringtorgum, fyrir utan að bannað er að leggja í þeim. Hér á landi er farið eftir yfirborðsmerkingum og hefð. „Þessi skýrsla er liður í því að átta okkur á hvernig umferðarmenningin er. Við höfum verulegar áhyggjur af umferðaröryggi og erum búin að hafa þær mjög lengi vegna ferðamanna,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Íslendingar nota hringtorg öðruvísi en annars staðar er gert í heiminum og það skapar vandamál. Þessi regla um innri akrein er bara hefð og það þyrfti því að breyta allri umferðarmenningu landsins til að bregðast við þessum tíðindum. En að öðru leyti eru hringtorg mjög góð fyrir umferðaröryggi,“ segir G. Pétur. Mismunandi er eftir löndum hvaða reglur gilda um akstur í hringtorgum og því benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að erlendir ferðamenn þekki ekki þær reglur sem gilda um akstur í tveggja akreina hringtorgum hér á landi. Sjö bílaleigur svöruðu spurningum um upplifun ferðamanna af hringtorgum og voru svörin jafn misjöfn og þau voru mörg. Yfirleitt var þó talað um að það kæmi erlendum ferðamönnum oft á óvart að innri akrein hringtorgs væri í forgangi þegar ekið væri út úr því þar sem aðrar reglur giltu í heimalandi þeirra. Aðeins tvær af fjórum bílatjónadeildum tryggingafyrirtækjanna tóku þátt í rannsókninni. Bæði fyrirtækin sögðu að margir ferðamenn yrðu steinhissa þegar þeir heyrðu um það að umferð á innri akrein hringtorga ætti forgang.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sjá meira
Erlendir ökumenn komu við sögu í 22 prósent tilfella slysa í hringtorgum hér á landi á árunum 2011-2015. Þetta sýnir rannsókn Vegagerðarinnar frá í sumar sem Katrín Halldórsdóttir, verkfræðingur á umferðardeild Vegagerðarinnar, gerði. Katrín skoðaði 17 tveggja akreina hringtorg sem eru í grennd við og innan höfuðborgarsvæðisins. Alls urðu 457 slys í hringtorgunum og í 102 tilvikum kom erlendur ökumaður við sögu. Á sama tímabili komu erlendir ökumenn við sögu í 16 prósent umferðarslysa. Hættulegustu hringtorgin eru á Reykjanesbraut við Hlíðartorg og við Kaplakrika en á báðum hringtorgum urðu yfir 80 slys. Erlendir ökumenn lenda þar einnig oftast í árekstrum. Líklegast er að erlendir ökumenn lendi í slysi við hringtorg við Breiðumörk og Þorlákshafnarveg en 67 prósent slysa þar eru vegna erlendra ökumanna. Hringtorgið við Þingvallaveg er þar skammt á eftir með 64 prósent tilfella.G. Pétur MatthíassonÍ skýrslunni segir að af þeim 102 slysum þar sem erlendir ökumenn komu við sögu, varð árekstur í 57 tilvikum þegar ekið var út úr hringtorginu af innri akrein. Athygli vekur að í umferðarlögum er ekki að finna sérstök ákvæði um akstur í hringtorgum, fyrir utan að bannað er að leggja í þeim. Hér á landi er farið eftir yfirborðsmerkingum og hefð. „Þessi skýrsla er liður í því að átta okkur á hvernig umferðarmenningin er. Við höfum verulegar áhyggjur af umferðaröryggi og erum búin að hafa þær mjög lengi vegna ferðamanna,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Íslendingar nota hringtorg öðruvísi en annars staðar er gert í heiminum og það skapar vandamál. Þessi regla um innri akrein er bara hefð og það þyrfti því að breyta allri umferðarmenningu landsins til að bregðast við þessum tíðindum. En að öðru leyti eru hringtorg mjög góð fyrir umferðaröryggi,“ segir G. Pétur. Mismunandi er eftir löndum hvaða reglur gilda um akstur í hringtorgum og því benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að erlendir ferðamenn þekki ekki þær reglur sem gilda um akstur í tveggja akreina hringtorgum hér á landi. Sjö bílaleigur svöruðu spurningum um upplifun ferðamanna af hringtorgum og voru svörin jafn misjöfn og þau voru mörg. Yfirleitt var þó talað um að það kæmi erlendum ferðamönnum oft á óvart að innri akrein hringtorgs væri í forgangi þegar ekið væri út úr því þar sem aðrar reglur giltu í heimalandi þeirra. Aðeins tvær af fjórum bílatjónadeildum tryggingafyrirtækjanna tóku þátt í rannsókninni. Bæði fyrirtækin sögðu að margir ferðamenn yrðu steinhissa þegar þeir heyrðu um það að umferð á innri akrein hringtorga ætti forgang.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sjá meira