Forseta ÍSÍ finnst viðbrögð KKÍ og FSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira næst Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. janúar 2017 21:13 Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, finnast viðbrögð forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands og Fimleikasambands Íslands við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira í næstu úthlutun úr sjóðnum. „Þessi viðbrögð við úthlutuninni per se eru ekki sérstaklega til þess fallin að mínu mati. En þau fá bara úthlutun sem er í samræmi við þær reglur sem gildi,“ sagði Lárus í samtali við Hjört Hjartarson í kvöldfréttum Stöðvar 2.Á fimmtudaginn var rétt ríflega 150 milljónum króna úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2017. Ekki voru allir á eitt sáttir við sinn bita af kökunni, þá allra síst Fimleikasamband Íslands sem fékk rétt tæpar átta milljónir úr Afrekssjóðnum. Handknattleikssamband Íslands fékk mest, eða 28 milljónir króna. „Þetta eru vonbrigði. Við erum mögnuð hreyfing á Íslandi og stærsta kvennahreyfingin og að eiga ótrúlega sigra en einhvernveginn náum við því ekki inn til ÍSÍ og Afrekssjóðsins. Það fyllir mann vissu vonleysi þegar maður er að berjast í þessu,“ sagði Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri FSÍ, í samtali við íþróttadeild 365 eftir blaðamannafundinn á fimmtudaginn.Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, lýsti einnig yfir vonbrigðum sínum með úthlutunina en vonaðist til að fá meira í næstu úthlutun. Um 100 milljónum á eftir að úthluta þegar nýr tímamótasamningur ríkis og ÍSÍ tekur gildi í vor. „Við verðum að horfa til þess að Afrekssjóður ÍSÍ hefur því miður ekki getað staðist væntingar sérsambanda, einfaldlega vegna þess að það er ekki til nægilegir fjármunir í sjóðnum hingað til. Guði sé lof er það nú að breytast,“ sagði Lárus um gagnrýnina á úthlutunina. Hann segir að aðeins tvö af 32 sérsamböndum sem hafi lýst yfir óánægju með sinn skerf og gefur lítið fyrir athugasemdir KKÍ og FSÍ. Meðal þess sem Sólveig kvartaði yfir var skortur á gagnsæi og að það væri óljóst eftir hvaða reglum væri unnið. Lárus segir það hins vegar liggja skýrt fyrir. „Ég held að sjóðurinn starfi alveg með eðlilegum hætti. Það er augljóst mál að menn þurfa auðvitað stundum að taka ákvarðanir sem byggjast á huglægu mati eða mati á aðstæðum,“ sagði Lárus.Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fimleikar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Góð viðbót en mikill vill alltaf meira Ríflega 150 milljónum var úthlutað úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í gær en enn þá er eftir að úthluta 100 milljónum þegar nýr tímamótasamningur tekur gildi. Handboltinn fékk mest en þrátt fyrir hækkun eru ek 6. janúar 2017 07:00 150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50 Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Sjá meira
Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, finnast viðbrögð forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands og Fimleikasambands Íslands við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira í næstu úthlutun úr sjóðnum. „Þessi viðbrögð við úthlutuninni per se eru ekki sérstaklega til þess fallin að mínu mati. En þau fá bara úthlutun sem er í samræmi við þær reglur sem gildi,“ sagði Lárus í samtali við Hjört Hjartarson í kvöldfréttum Stöðvar 2.Á fimmtudaginn var rétt ríflega 150 milljónum króna úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2017. Ekki voru allir á eitt sáttir við sinn bita af kökunni, þá allra síst Fimleikasamband Íslands sem fékk rétt tæpar átta milljónir úr Afrekssjóðnum. Handknattleikssamband Íslands fékk mest, eða 28 milljónir króna. „Þetta eru vonbrigði. Við erum mögnuð hreyfing á Íslandi og stærsta kvennahreyfingin og að eiga ótrúlega sigra en einhvernveginn náum við því ekki inn til ÍSÍ og Afrekssjóðsins. Það fyllir mann vissu vonleysi þegar maður er að berjast í þessu,“ sagði Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri FSÍ, í samtali við íþróttadeild 365 eftir blaðamannafundinn á fimmtudaginn.Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, lýsti einnig yfir vonbrigðum sínum með úthlutunina en vonaðist til að fá meira í næstu úthlutun. Um 100 milljónum á eftir að úthluta þegar nýr tímamótasamningur ríkis og ÍSÍ tekur gildi í vor. „Við verðum að horfa til þess að Afrekssjóður ÍSÍ hefur því miður ekki getað staðist væntingar sérsambanda, einfaldlega vegna þess að það er ekki til nægilegir fjármunir í sjóðnum hingað til. Guði sé lof er það nú að breytast,“ sagði Lárus um gagnrýnina á úthlutunina. Hann segir að aðeins tvö af 32 sérsamböndum sem hafi lýst yfir óánægju með sinn skerf og gefur lítið fyrir athugasemdir KKÍ og FSÍ. Meðal þess sem Sólveig kvartaði yfir var skortur á gagnsæi og að það væri óljóst eftir hvaða reglum væri unnið. Lárus segir það hins vegar liggja skýrt fyrir. „Ég held að sjóðurinn starfi alveg með eðlilegum hætti. Það er augljóst mál að menn þurfa auðvitað stundum að taka ákvarðanir sem byggjast á huglægu mati eða mati á aðstæðum,“ sagði Lárus.Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fimleikar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Góð viðbót en mikill vill alltaf meira Ríflega 150 milljónum var úthlutað úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í gær en enn þá er eftir að úthluta 100 milljónum þegar nýr tímamótasamningur tekur gildi. Handboltinn fékk mest en þrátt fyrir hækkun eru ek 6. janúar 2017 07:00 150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50 Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Sjá meira
Góð viðbót en mikill vill alltaf meira Ríflega 150 milljónum var úthlutað úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í gær en enn þá er eftir að úthluta 100 milljónum þegar nýr tímamótasamningur tekur gildi. Handboltinn fékk mest en þrátt fyrir hækkun eru ek 6. janúar 2017 07:00
150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50
Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15