Forseta ÍSÍ finnst viðbrögð KKÍ og FSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira næst Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. janúar 2017 21:13 Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, finnast viðbrögð forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands og Fimleikasambands Íslands við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira í næstu úthlutun úr sjóðnum. „Þessi viðbrögð við úthlutuninni per se eru ekki sérstaklega til þess fallin að mínu mati. En þau fá bara úthlutun sem er í samræmi við þær reglur sem gildi,“ sagði Lárus í samtali við Hjört Hjartarson í kvöldfréttum Stöðvar 2.Á fimmtudaginn var rétt ríflega 150 milljónum króna úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2017. Ekki voru allir á eitt sáttir við sinn bita af kökunni, þá allra síst Fimleikasamband Íslands sem fékk rétt tæpar átta milljónir úr Afrekssjóðnum. Handknattleikssamband Íslands fékk mest, eða 28 milljónir króna. „Þetta eru vonbrigði. Við erum mögnuð hreyfing á Íslandi og stærsta kvennahreyfingin og að eiga ótrúlega sigra en einhvernveginn náum við því ekki inn til ÍSÍ og Afrekssjóðsins. Það fyllir mann vissu vonleysi þegar maður er að berjast í þessu,“ sagði Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri FSÍ, í samtali við íþróttadeild 365 eftir blaðamannafundinn á fimmtudaginn.Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, lýsti einnig yfir vonbrigðum sínum með úthlutunina en vonaðist til að fá meira í næstu úthlutun. Um 100 milljónum á eftir að úthluta þegar nýr tímamótasamningur ríkis og ÍSÍ tekur gildi í vor. „Við verðum að horfa til þess að Afrekssjóður ÍSÍ hefur því miður ekki getað staðist væntingar sérsambanda, einfaldlega vegna þess að það er ekki til nægilegir fjármunir í sjóðnum hingað til. Guði sé lof er það nú að breytast,“ sagði Lárus um gagnrýnina á úthlutunina. Hann segir að aðeins tvö af 32 sérsamböndum sem hafi lýst yfir óánægju með sinn skerf og gefur lítið fyrir athugasemdir KKÍ og FSÍ. Meðal þess sem Sólveig kvartaði yfir var skortur á gagnsæi og að það væri óljóst eftir hvaða reglum væri unnið. Lárus segir það hins vegar liggja skýrt fyrir. „Ég held að sjóðurinn starfi alveg með eðlilegum hætti. Það er augljóst mál að menn þurfa auðvitað stundum að taka ákvarðanir sem byggjast á huglægu mati eða mati á aðstæðum,“ sagði Lárus.Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fimleikar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Góð viðbót en mikill vill alltaf meira Ríflega 150 milljónum var úthlutað úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í gær en enn þá er eftir að úthluta 100 milljónum þegar nýr tímamótasamningur tekur gildi. Handboltinn fékk mest en þrátt fyrir hækkun eru ek 6. janúar 2017 07:00 150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50 Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, finnast viðbrögð forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands og Fimleikasambands Íslands við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira í næstu úthlutun úr sjóðnum. „Þessi viðbrögð við úthlutuninni per se eru ekki sérstaklega til þess fallin að mínu mati. En þau fá bara úthlutun sem er í samræmi við þær reglur sem gildi,“ sagði Lárus í samtali við Hjört Hjartarson í kvöldfréttum Stöðvar 2.Á fimmtudaginn var rétt ríflega 150 milljónum króna úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2017. Ekki voru allir á eitt sáttir við sinn bita af kökunni, þá allra síst Fimleikasamband Íslands sem fékk rétt tæpar átta milljónir úr Afrekssjóðnum. Handknattleikssamband Íslands fékk mest, eða 28 milljónir króna. „Þetta eru vonbrigði. Við erum mögnuð hreyfing á Íslandi og stærsta kvennahreyfingin og að eiga ótrúlega sigra en einhvernveginn náum við því ekki inn til ÍSÍ og Afrekssjóðsins. Það fyllir mann vissu vonleysi þegar maður er að berjast í þessu,“ sagði Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri FSÍ, í samtali við íþróttadeild 365 eftir blaðamannafundinn á fimmtudaginn.Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, lýsti einnig yfir vonbrigðum sínum með úthlutunina en vonaðist til að fá meira í næstu úthlutun. Um 100 milljónum á eftir að úthluta þegar nýr tímamótasamningur ríkis og ÍSÍ tekur gildi í vor. „Við verðum að horfa til þess að Afrekssjóður ÍSÍ hefur því miður ekki getað staðist væntingar sérsambanda, einfaldlega vegna þess að það er ekki til nægilegir fjármunir í sjóðnum hingað til. Guði sé lof er það nú að breytast,“ sagði Lárus um gagnrýnina á úthlutunina. Hann segir að aðeins tvö af 32 sérsamböndum sem hafi lýst yfir óánægju með sinn skerf og gefur lítið fyrir athugasemdir KKÍ og FSÍ. Meðal þess sem Sólveig kvartaði yfir var skortur á gagnsæi og að það væri óljóst eftir hvaða reglum væri unnið. Lárus segir það hins vegar liggja skýrt fyrir. „Ég held að sjóðurinn starfi alveg með eðlilegum hætti. Það er augljóst mál að menn þurfa auðvitað stundum að taka ákvarðanir sem byggjast á huglægu mati eða mati á aðstæðum,“ sagði Lárus.Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fimleikar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Góð viðbót en mikill vill alltaf meira Ríflega 150 milljónum var úthlutað úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í gær en enn þá er eftir að úthluta 100 milljónum þegar nýr tímamótasamningur tekur gildi. Handboltinn fékk mest en þrátt fyrir hækkun eru ek 6. janúar 2017 07:00 150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50 Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Góð viðbót en mikill vill alltaf meira Ríflega 150 milljónum var úthlutað úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í gær en enn þá er eftir að úthluta 100 milljónum þegar nýr tímamótasamningur tekur gildi. Handboltinn fékk mest en þrátt fyrir hækkun eru ek 6. janúar 2017 07:00
150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50
Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15