Með prinsessuhring á fingri 9. janúar 2017 11:00 Hanna Þóra í eftirlætiskjólnum sem er frá Kardashian-systrum. "Hann er ótrúlega þægilegur og hentar við svo mörg tilefni.“ Vísir/Anton Það er nóg að gera hjá Hönnu Þóru Helgadóttur snyrtifræðingi þessa dagana en hún er að byrja síðustu önnina sína í viðskipta- og markaðsfræði við Háskólann á Akureyri. Hún er einnig að byrja á námskeiði fyrir flugfreyjustarf hjá Icelandair þar sem hún vinnur í sumar. Auk þess bloggar hún á síðunni Fagurkerar. Hanna gaf sér samt tíma til að leyfa lesendum að skyggnast aðeins inn í skápinn sinn og sýnir hér uppáhaldshlutina sína.Hvíta kápan er klassísk með góðum vösum sem nýtast vel.Ein af uppáhaldsflíkum Hönnu Þóru er kjóll frá Kardashian-systrum sem hún keypti í Boston. „Hann er ótrúlega þægilegur og hentar við svo mörg tilefni. Sniðið á honum hentar líka mínum vexti mjög vel og mér líður alltaf vel í honum. Ermarnar gera mér kleift að vera í honum án þess að vera í jakka yfir sem er mjög hentugt,“ segir Hanna og bætir við að hún hafi gert góð kaup þegar hún keypti kjólinn. „Mér finnst alltaf gaman að gera góð kaup og ég fann þennan kjól í útsöluhorninu hjá Sears í Cambridge og hann kostaði 25 dollara á áttatíu prósent afslætti. Mér finnst mestu skipta að manni líði vel í fötunum og það er gaman að skemmtileg saga fylgi þeim.“ Hver er uppáhalds yfirhöfnin?Hvíta kápan mín úr MANGO sem tengdamamma gaf mér er í miklu uppáhaldi og ég er dugleg að nota hana þegar ég fer út. Hún er klassísk með góðum vösum sem nýtast vel.Hanna er mikið fyrir klúta og notar þá daglega. Þessi er á meðal þeirra sem eru í uppáhaldi núna.Hvaða skór eru í mestu uppáhaldi? Svörtu lakkskórnir mínir sem ég keypti í Boston og eru frá Xhilaration. Þeir passa við allt og eru ótrúlega þægilegir og klassískir. Hællinn er mjög stöðugur og því ekkert mál að hlaupa á eftir litlu börnunum mínum í þeim.Hvaða fylgihlut notar þú helst?Ég er mikið fyrir klúta og nota þá daglega. Einn af mínum uppáhalds er klútur frá Andreu sem vinkonur mínar gáfu mér þegar ég var gæsuð og hann geymir sælar minningar. Hann hentar bæði hversdags og þegar maður fer í fínni boð.Hanna notar úr og eyrnalokka hversdags en aðra skartgripi aðallega við sparilegri tilefni.Hvaða skartgripi notar þú mest? Eyrnalokkar og úr eru mest notuð hjá mér en einnig á ég nokkra fallega hringi sem ég nota spari. Hún Þórunn tengdamamma mín er mikill fagurkeri og gaf mér fallegan hring fyrir nokkrum árum sem við köllum Kate Middleton-hringinn þar sem hann minnir svolítið á trúlofunarhringinn fræga sem Díana prinsessa átti. Einnig þykir mér ótrúlega vænt um giftingarhringinn frá langalangömmu minni sem ég fékk í fermingargjöf.Hvaða snyrtivara getur þú ekki verið án? Maria Nila Argan-olían er að bjarga hárinu á mér þessa dagana, lyktin er ómótstæðileg og hárið verður silkimjúkt. Einnig er Hydra Zen-rakakremið frá Lancôme nauðsynlegt í hitabreytingunum sem eru í gangi þessa dagana.Hringarnir hennar Hönnu eiga sér sögur. Tíska og hönnun Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Það er nóg að gera hjá Hönnu Þóru Helgadóttur snyrtifræðingi þessa dagana en hún er að byrja síðustu önnina sína í viðskipta- og markaðsfræði við Háskólann á Akureyri. Hún er einnig að byrja á námskeiði fyrir flugfreyjustarf hjá Icelandair þar sem hún vinnur í sumar. Auk þess bloggar hún á síðunni Fagurkerar. Hanna gaf sér samt tíma til að leyfa lesendum að skyggnast aðeins inn í skápinn sinn og sýnir hér uppáhaldshlutina sína.Hvíta kápan er klassísk með góðum vösum sem nýtast vel.Ein af uppáhaldsflíkum Hönnu Þóru er kjóll frá Kardashian-systrum sem hún keypti í Boston. „Hann er ótrúlega þægilegur og hentar við svo mörg tilefni. Sniðið á honum hentar líka mínum vexti mjög vel og mér líður alltaf vel í honum. Ermarnar gera mér kleift að vera í honum án þess að vera í jakka yfir sem er mjög hentugt,“ segir Hanna og bætir við að hún hafi gert góð kaup þegar hún keypti kjólinn. „Mér finnst alltaf gaman að gera góð kaup og ég fann þennan kjól í útsöluhorninu hjá Sears í Cambridge og hann kostaði 25 dollara á áttatíu prósent afslætti. Mér finnst mestu skipta að manni líði vel í fötunum og það er gaman að skemmtileg saga fylgi þeim.“ Hver er uppáhalds yfirhöfnin?Hvíta kápan mín úr MANGO sem tengdamamma gaf mér er í miklu uppáhaldi og ég er dugleg að nota hana þegar ég fer út. Hún er klassísk með góðum vösum sem nýtast vel.Hanna er mikið fyrir klúta og notar þá daglega. Þessi er á meðal þeirra sem eru í uppáhaldi núna.Hvaða skór eru í mestu uppáhaldi? Svörtu lakkskórnir mínir sem ég keypti í Boston og eru frá Xhilaration. Þeir passa við allt og eru ótrúlega þægilegir og klassískir. Hællinn er mjög stöðugur og því ekkert mál að hlaupa á eftir litlu börnunum mínum í þeim.Hvaða fylgihlut notar þú helst?Ég er mikið fyrir klúta og nota þá daglega. Einn af mínum uppáhalds er klútur frá Andreu sem vinkonur mínar gáfu mér þegar ég var gæsuð og hann geymir sælar minningar. Hann hentar bæði hversdags og þegar maður fer í fínni boð.Hanna notar úr og eyrnalokka hversdags en aðra skartgripi aðallega við sparilegri tilefni.Hvaða skartgripi notar þú mest? Eyrnalokkar og úr eru mest notuð hjá mér en einnig á ég nokkra fallega hringi sem ég nota spari. Hún Þórunn tengdamamma mín er mikill fagurkeri og gaf mér fallegan hring fyrir nokkrum árum sem við köllum Kate Middleton-hringinn þar sem hann minnir svolítið á trúlofunarhringinn fræga sem Díana prinsessa átti. Einnig þykir mér ótrúlega vænt um giftingarhringinn frá langalangömmu minni sem ég fékk í fermingargjöf.Hvaða snyrtivara getur þú ekki verið án? Maria Nila Argan-olían er að bjarga hárinu á mér þessa dagana, lyktin er ómótstæðileg og hárið verður silkimjúkt. Einnig er Hydra Zen-rakakremið frá Lancôme nauðsynlegt í hitabreytingunum sem eru í gangi þessa dagana.Hringarnir hennar Hönnu eiga sér sögur.
Tíska og hönnun Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira