Rassskellur á móti Dönum er enginn heimsendir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2017 06:00 Geir Sveinsson. Vísir/Ernir Geir Sveinsson og strákarnir okkar þurfa að gera miklu betur á HM í Frakklandi en þeir gerðu í átta marka tapi, 34-26, fyrir lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í gærkvöldi. Danir höfðu ekki mikið fyrir því að rassskella íslenska liðið sem tapaði þar með tveimur síðustu leikjum sínum fyrir HM sem hefst á fimmtudaginn. Eftir flottan sigur á Egyptum á fimmtudaginn töpuðu strákarnir á móti Ungverjum á föstudaginn og svo í Árósum í gærkvöldi. Íslenska liðið mætir Spánverjum á fimmtudaginn og það góða við leikinn í gærkvöldi er það að Spánverjum er hætt við að vanmeta okkar menn eftir svona útreið.Geir Sveinsson.Vísir/ErnirBara veruleikinn í dag „Þetta er bara veruleikinn í dag. Að tapa á móti Ólympíumeisturum Dana á þeirra eigin heimavelli með átta mörkum er enginn heimsendir. Yfirburðirnir eru klárlega til staðar og þetta var bara brekka allan leikinn. Þetta var bara virkilega erfitt en við vissum það líka. Þetta er bara munurinn á þessum toppklassa og þar sem við erum staddir í dag,“ sagði Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir leikinn. Geir hefur ekki áhyggjur af því að enda undirbúninginn á svona skelli. „Það skiptir engu máli. Menn læra yfirleitt mest af því að gera mistök. Við verðum bara að nýta þetta og læra af þessu. Eins og ég sagði við drengina eftir leikinn er, að það er það sem við krefjum okkur sjálfa um. Við gerum þær kröfur til okkar, alveg óháð úrslitunum og alveg óháð getu Dana, að sætta okkur ekki við að þetta sé svona heldur finna út hvað við hefðum getað gert betur til þess að bæta okkar leik. Það er bara okkar vinna,“ sagði Geir. Landsliðsþjálfarinn mun ákveða það á morgun hverjir fara með íslenska liðinu á heimsmeistaramótið í Frakklandi. „Ég þarf að melta þetta. Auðvitað er ég með einhverjar hugmyndir um hvað ég ætla að gera. Ég gef mér sólarhringinn í að ákveða það,“ sagði Geir og eitt af stærstu spurningamerkjunum er stórskyttan Aron Pálmarsson.Aron PálmarssonVísir/ErnirKemur í ljós með Aron á morgun „Aron mun koma út og til móts við okkur á morgun (í dag). Við munum taka stöðuna á Aroni Pálmarssyni niður í Frakklandi 10. janúar. Þetta veltur svolítið á æfingunni sem við prófum hann. Það teygist hugsanlega yfir á 11. janúar áður en endanleg niðurstaða fæst,“ segir Geir. Íslenska landsliðið saknaði mikið ógnunarinnar frá Aroni en hvaða landslið myndi ekki gera það. „Við erum ekki að fara að hengja haus yfir þessu og þetta er enginn heimsendir. Það kemur dagur eftir þennan dag. Okkar markmið er bara að halda áfram okkar vinnu. Það er langt og strangt mót fram undan og við þurfum bara að vinna í okkar hlutum, hafa trú á því sem við erum að gera og reyna að bæta okkur,“ segir Geir og hann hrósaði skapgerð sinna manna „Viljinn er til staðar og það vantaði ekkert upp á það hjá leikmönnum í dag. Það var vilji og menn voru að gefa sig alla í verkefnið. Andstæðingurinn var einfaldlega það sterkur og við með of marga tæknifeila í leiknum. Ég held samt að ég sé ekkert að fara með rangt mál að segja að þessi styrkleiki bíður okkar í fyrsta leik,“ sagði Geir að lokum.Mads Mensah skorar í leiknum í gær.Vísir/Getty Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Geir Sveinsson og strákarnir okkar þurfa að gera miklu betur á HM í Frakklandi en þeir gerðu í átta marka tapi, 34-26, fyrir lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í gærkvöldi. Danir höfðu ekki mikið fyrir því að rassskella íslenska liðið sem tapaði þar með tveimur síðustu leikjum sínum fyrir HM sem hefst á fimmtudaginn. Eftir flottan sigur á Egyptum á fimmtudaginn töpuðu strákarnir á móti Ungverjum á föstudaginn og svo í Árósum í gærkvöldi. Íslenska liðið mætir Spánverjum á fimmtudaginn og það góða við leikinn í gærkvöldi er það að Spánverjum er hætt við að vanmeta okkar menn eftir svona útreið.Geir Sveinsson.Vísir/ErnirBara veruleikinn í dag „Þetta er bara veruleikinn í dag. Að tapa á móti Ólympíumeisturum Dana á þeirra eigin heimavelli með átta mörkum er enginn heimsendir. Yfirburðirnir eru klárlega til staðar og þetta var bara brekka allan leikinn. Þetta var bara virkilega erfitt en við vissum það líka. Þetta er bara munurinn á þessum toppklassa og þar sem við erum staddir í dag,“ sagði Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir leikinn. Geir hefur ekki áhyggjur af því að enda undirbúninginn á svona skelli. „Það skiptir engu máli. Menn læra yfirleitt mest af því að gera mistök. Við verðum bara að nýta þetta og læra af þessu. Eins og ég sagði við drengina eftir leikinn er, að það er það sem við krefjum okkur sjálfa um. Við gerum þær kröfur til okkar, alveg óháð úrslitunum og alveg óháð getu Dana, að sætta okkur ekki við að þetta sé svona heldur finna út hvað við hefðum getað gert betur til þess að bæta okkar leik. Það er bara okkar vinna,“ sagði Geir. Landsliðsþjálfarinn mun ákveða það á morgun hverjir fara með íslenska liðinu á heimsmeistaramótið í Frakklandi. „Ég þarf að melta þetta. Auðvitað er ég með einhverjar hugmyndir um hvað ég ætla að gera. Ég gef mér sólarhringinn í að ákveða það,“ sagði Geir og eitt af stærstu spurningamerkjunum er stórskyttan Aron Pálmarsson.Aron PálmarssonVísir/ErnirKemur í ljós með Aron á morgun „Aron mun koma út og til móts við okkur á morgun (í dag). Við munum taka stöðuna á Aroni Pálmarssyni niður í Frakklandi 10. janúar. Þetta veltur svolítið á æfingunni sem við prófum hann. Það teygist hugsanlega yfir á 11. janúar áður en endanleg niðurstaða fæst,“ segir Geir. Íslenska landsliðið saknaði mikið ógnunarinnar frá Aroni en hvaða landslið myndi ekki gera það. „Við erum ekki að fara að hengja haus yfir þessu og þetta er enginn heimsendir. Það kemur dagur eftir þennan dag. Okkar markmið er bara að halda áfram okkar vinnu. Það er langt og strangt mót fram undan og við þurfum bara að vinna í okkar hlutum, hafa trú á því sem við erum að gera og reyna að bæta okkur,“ segir Geir og hann hrósaði skapgerð sinna manna „Viljinn er til staðar og það vantaði ekkert upp á það hjá leikmönnum í dag. Það var vilji og menn voru að gefa sig alla í verkefnið. Andstæðingurinn var einfaldlega það sterkur og við með of marga tæknifeila í leiknum. Ég held samt að ég sé ekkert að fara með rangt mál að segja að þessi styrkleiki bíður okkar í fyrsta leik,“ sagði Geir að lokum.Mads Mensah skorar í leiknum í gær.Vísir/Getty
Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn