Raufarhólshellir lokaður og læstur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. janúar 2017 08:00 Mikið timburþil hefur verið sniðið vandlega að munna Raufarhólshellis. Fréttablaðið/Eyþór Mikið þil var nýlega sett upp fyrir munna Raufarhólshellis í Þrengslum. Almenningur fær ekki framar að koma inn í hellinn nema að greiða aðgangseyri. Óljóst hvenær fjárfestar, sem tekið hafa landið á leigu, opna hellisdyrnar. „Gert verður ráð fyrir lýsingu inni í hellinum til að lýsa upp áhugaverðar jarðmyndanir. Hellirinn er stórgrýttur á köflum og dimmt þar inni. Til að tryggja öryggi gesta verða stígar hlaðnir og/eða smíðaðir pallar eftir aðstæðum,“ segir í skipulagslýsingu á vef sveitarfélagsins Ölfuss sem kveður uppbygginguna í samræmi við stefnu sína um afþreyingu- og ferðamannastaði.Óljóst er hvenær fjárfestar sem leigja Raufarhólshelli opna hann aftur og byrja að rukka aðgangseyri. Fréttablaðið/EyþórEinnig á að byggja allt að 200 fermetra hús, stækka bílaplan til að auðvelda rútum aðkomu, leggja rafmagn að svæðinu og bora eftir neysluvatni. Raufarhólshellir er fjórði stærsti hellir Íslands og er á náttúruminjaskrá. „Hellirinn hefur lengi verið áfangastaður ferðafólks og gestafjöldi á svæðinu er orðinn mikill,“ segir í skipulagslýsingunni. „Landeigendur telja mikilvægt að koma upp aðstöðu og eftirliti til að tryggja að hellirinn og nærumhverfi hans verði ekki fyrir frekari skemmdum.“ Eiríkur Ingvarsson, fulltrúi landeigenda, sagði í Fréttablaðinu í júlí í fyrrasumar að ásóknin væri gríðarleg og að nánast væri búið að hreinsa hellinn af dropasteinum. Hallgrímur Kristinsson, talsmaður fjárfestanna, sagði í sömu frétt að ferð í hellinn yrði ódýr afþreying fyrir ferðamenn samanborið við margt annað sem í boði væri. Dyr eru neðst á þilinu en þær eru læstar með hengilás. Fréttablaðið/Eyþór Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Mikið þil var nýlega sett upp fyrir munna Raufarhólshellis í Þrengslum. Almenningur fær ekki framar að koma inn í hellinn nema að greiða aðgangseyri. Óljóst hvenær fjárfestar, sem tekið hafa landið á leigu, opna hellisdyrnar. „Gert verður ráð fyrir lýsingu inni í hellinum til að lýsa upp áhugaverðar jarðmyndanir. Hellirinn er stórgrýttur á köflum og dimmt þar inni. Til að tryggja öryggi gesta verða stígar hlaðnir og/eða smíðaðir pallar eftir aðstæðum,“ segir í skipulagslýsingu á vef sveitarfélagsins Ölfuss sem kveður uppbygginguna í samræmi við stefnu sína um afþreyingu- og ferðamannastaði.Óljóst er hvenær fjárfestar sem leigja Raufarhólshelli opna hann aftur og byrja að rukka aðgangseyri. Fréttablaðið/EyþórEinnig á að byggja allt að 200 fermetra hús, stækka bílaplan til að auðvelda rútum aðkomu, leggja rafmagn að svæðinu og bora eftir neysluvatni. Raufarhólshellir er fjórði stærsti hellir Íslands og er á náttúruminjaskrá. „Hellirinn hefur lengi verið áfangastaður ferðafólks og gestafjöldi á svæðinu er orðinn mikill,“ segir í skipulagslýsingunni. „Landeigendur telja mikilvægt að koma upp aðstöðu og eftirliti til að tryggja að hellirinn og nærumhverfi hans verði ekki fyrir frekari skemmdum.“ Eiríkur Ingvarsson, fulltrúi landeigenda, sagði í Fréttablaðinu í júlí í fyrrasumar að ásóknin væri gríðarleg og að nánast væri búið að hreinsa hellinn af dropasteinum. Hallgrímur Kristinsson, talsmaður fjárfestanna, sagði í sömu frétt að ferð í hellinn yrði ódýr afþreying fyrir ferðamenn samanborið við margt annað sem í boði væri. Dyr eru neðst á þilinu en þær eru læstar með hengilás. Fréttablaðið/Eyþór
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira