Æskilegt að setja öryggisviðmið sem ferðaþjónustufyrirtæki þurfi að fara eftir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. janúar 2017 20:02 Ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfa sig í ævintýraferðum er ekki skylt að fara eftir neinum samræmdum reglum um öryggisatriði. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur mikilvægt að setja slíkar reglur. Eitt óhapp sé einu óhappi ofaukið. Um 160 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leit að áströlskum hjónum sem urðu viðskila við vélsleðahóp á fimmtudaginn. Lagt var upp í ferðina þrátt fyrir stormviðvörun. Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland sem sá um ferð hjónanna sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að leiðsögumenn hafi metið svo að veðrið væri því ekki til fyrirstöðu að ferðin yrði farin. Fyrirtækið gæti alltaf fyllsta öryggis. Það hafi starfað í fleiri ár án þess að óhapp af þessu tagi hafi komið fyrir. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem slys verða á fólki sem keypt hafa þjónustu af ferðaþjónustuaðilum hér á landi. Sem dæmi má nefna nýlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum en mikið óveður gerði það að verkum að lögregla og sjúkraflutningamenn þurftu að vinna við afar krefjandi afstæður.Helga ÁrnadóttirHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að ekki séu til neinar samræmdar reglur um öryggi sem öll fyrirtæki í þessum geira þurfa að fara eftir. „Ég myndi telja það æskilegt að það væru lágmarksviðmið sem að hvert einasta fyrirtæki þyrfti að fara eftir vegna þess að auðvitað er það þannig að það hefur fjölgað mjög mikið fyrirtækjum sem eru að koma inn á þennan markað eins og aðra markaði innan ferðaþjónustunnar. Það er mikið af erlendum aðilum að koma með hópa þannig að ég myndi telja það mjög aðkallandi að vera með þessi lágmarksviðmið,“ segir Helga. Samtök ferðaþjónustunnar hafi unnið í samstarfi við stjórnvöld um gæðakerfi ferðaþjónustunnar sem heitir Vakinn en það hvílir engin lagaskylda á fyrirtækjum að fara eftir þeim reglum. „Auðvitað fyndist manni það eðlilegt að það væri gerð krafa til þessara aðila að einhver þáttur þessara viðmiða færi fyrir hendi til að menn fengu að starfrækja afþreyingu eins og þessa. Auðvitað gengur þetta í flestum tilvikum vel en eitt atvik er einu atviki of mikið og við þurfum að læra af því og gera enn betur,“ segir Helga. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Erfiðar aðstæður við leit á Langjökli í gær 160 björgunarsveitarmenn leituðu tveggja ferðamanna sem höfðu týnst í vélsleðaferð. 6. janúar 2017 11:02 Eigandi Mountaineers segir óhlýðni Wilson-hjóna hafa torveldað leit Einn eigenda Mountaineers of Iceland segir ferðamennina sem týndust hafa gert allt rangt. Þau hafi ekki fylgt fyrirmælum. Ýmislegt í frásögn þeirra í viðtali við RÚV sé fært í stílinn eða beinlínis rangt. Ljósleysi hafi valdið vandræ 7. janúar 2017 07:00 Hvers og eins að meta aðstæður hverju sinni Tveggja ferðamanna var leitað við Langjökul í gær eftir vélsleðaferð. Varað hafði verið við stormi áður en haldið var af stað. Framkvæmdastjóri SAF segir hvers og eins fyrirtækis að meta aðstæður. Ferðamennirnir fundust seint í g 6. janúar 2017 07:00 Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Áströlsk hjón sem týndust á Langjökli í gær eru afar ósátt við ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland. 6. janúar 2017 20:01 Segja leiðsögumenn hafa metið aðstæður á Langjökli ágætar Tveir ferðamenn urðu viðskila við hópsinn á Langjökli þegar ákveðið var að snúa við vegna veðurs. 6. janúar 2017 08:11 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfa sig í ævintýraferðum er ekki skylt að fara eftir neinum samræmdum reglum um öryggisatriði. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur mikilvægt að setja slíkar reglur. Eitt óhapp sé einu óhappi ofaukið. Um 160 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leit að áströlskum hjónum sem urðu viðskila við vélsleðahóp á fimmtudaginn. Lagt var upp í ferðina þrátt fyrir stormviðvörun. Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland sem sá um ferð hjónanna sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að leiðsögumenn hafi metið svo að veðrið væri því ekki til fyrirstöðu að ferðin yrði farin. Fyrirtækið gæti alltaf fyllsta öryggis. Það hafi starfað í fleiri ár án þess að óhapp af þessu tagi hafi komið fyrir. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem slys verða á fólki sem keypt hafa þjónustu af ferðaþjónustuaðilum hér á landi. Sem dæmi má nefna nýlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum en mikið óveður gerði það að verkum að lögregla og sjúkraflutningamenn þurftu að vinna við afar krefjandi afstæður.Helga ÁrnadóttirHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að ekki séu til neinar samræmdar reglur um öryggi sem öll fyrirtæki í þessum geira þurfa að fara eftir. „Ég myndi telja það æskilegt að það væru lágmarksviðmið sem að hvert einasta fyrirtæki þyrfti að fara eftir vegna þess að auðvitað er það þannig að það hefur fjölgað mjög mikið fyrirtækjum sem eru að koma inn á þennan markað eins og aðra markaði innan ferðaþjónustunnar. Það er mikið af erlendum aðilum að koma með hópa þannig að ég myndi telja það mjög aðkallandi að vera með þessi lágmarksviðmið,“ segir Helga. Samtök ferðaþjónustunnar hafi unnið í samstarfi við stjórnvöld um gæðakerfi ferðaþjónustunnar sem heitir Vakinn en það hvílir engin lagaskylda á fyrirtækjum að fara eftir þeim reglum. „Auðvitað fyndist manni það eðlilegt að það væri gerð krafa til þessara aðila að einhver þáttur þessara viðmiða færi fyrir hendi til að menn fengu að starfrækja afþreyingu eins og þessa. Auðvitað gengur þetta í flestum tilvikum vel en eitt atvik er einu atviki of mikið og við þurfum að læra af því og gera enn betur,“ segir Helga.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Erfiðar aðstæður við leit á Langjökli í gær 160 björgunarsveitarmenn leituðu tveggja ferðamanna sem höfðu týnst í vélsleðaferð. 6. janúar 2017 11:02 Eigandi Mountaineers segir óhlýðni Wilson-hjóna hafa torveldað leit Einn eigenda Mountaineers of Iceland segir ferðamennina sem týndust hafa gert allt rangt. Þau hafi ekki fylgt fyrirmælum. Ýmislegt í frásögn þeirra í viðtali við RÚV sé fært í stílinn eða beinlínis rangt. Ljósleysi hafi valdið vandræ 7. janúar 2017 07:00 Hvers og eins að meta aðstæður hverju sinni Tveggja ferðamanna var leitað við Langjökul í gær eftir vélsleðaferð. Varað hafði verið við stormi áður en haldið var af stað. Framkvæmdastjóri SAF segir hvers og eins fyrirtækis að meta aðstæður. Ferðamennirnir fundust seint í g 6. janúar 2017 07:00 Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Áströlsk hjón sem týndust á Langjökli í gær eru afar ósátt við ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland. 6. janúar 2017 20:01 Segja leiðsögumenn hafa metið aðstæður á Langjökli ágætar Tveir ferðamenn urðu viðskila við hópsinn á Langjökli þegar ákveðið var að snúa við vegna veðurs. 6. janúar 2017 08:11 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Erfiðar aðstæður við leit á Langjökli í gær 160 björgunarsveitarmenn leituðu tveggja ferðamanna sem höfðu týnst í vélsleðaferð. 6. janúar 2017 11:02
Eigandi Mountaineers segir óhlýðni Wilson-hjóna hafa torveldað leit Einn eigenda Mountaineers of Iceland segir ferðamennina sem týndust hafa gert allt rangt. Þau hafi ekki fylgt fyrirmælum. Ýmislegt í frásögn þeirra í viðtali við RÚV sé fært í stílinn eða beinlínis rangt. Ljósleysi hafi valdið vandræ 7. janúar 2017 07:00
Hvers og eins að meta aðstæður hverju sinni Tveggja ferðamanna var leitað við Langjökul í gær eftir vélsleðaferð. Varað hafði verið við stormi áður en haldið var af stað. Framkvæmdastjóri SAF segir hvers og eins fyrirtækis að meta aðstæður. Ferðamennirnir fundust seint í g 6. janúar 2017 07:00
Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Áströlsk hjón sem týndust á Langjökli í gær eru afar ósátt við ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland. 6. janúar 2017 20:01
Segja leiðsögumenn hafa metið aðstæður á Langjökli ágætar Tveir ferðamenn urðu viðskila við hópsinn á Langjökli þegar ákveðið var að snúa við vegna veðurs. 6. janúar 2017 08:11