„Spillingin bankar á dyrnar hjá íslenskum íþróttum“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2017 19:00 Þetta segir Arnar Már Björgvinsson, leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla og laganemi við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefni hans um fjallar um hvernig lögum og reglum er háttað á Íslandi í tengslum við hagræðingu úrslita og hvort þær séu stakk búnar til að takast á við slík mál, ef að upp kæmist um að reynt hafi verið að hagræða úrslitum íþróttaviðburða hér á landi. Arnar segir að íþróttasambönd á Íslandi séu langt á eftir nágrannalöndum sínum sem eru með mun ítarlegri og skýrari reglur um hvernig skuli taka á slíkum málum. Hagræðing leikja gæti átt við almenna refsilöggjöf en staða máli sé verri innan íþróttasambandanna. „Þegar kemur að íþróttahreyfingunni sem ber höfuðábyrgð á að tækla spillingu innan íþróttarinnar þá er því verulega ábótavant, bæði innan ÍSÍ og KSÍ, hvernig málunum er háttað í regluverki samtakanna,“ segir Arnar. Mikið hefur verið fjallað um veðmál í íþróttum síðustu daga. Nýbirt rannsókn sýnir mikla þátttöku knattspyrnumanna á Íslandi í peningaspilum og getraunaleikjum á erlendum veðmálasíðum. Þá er umfang veðmálafyrirtækjanna mikið og víða starfandi sérfræðingar um veðmál á íslenska knattspyrnuleiki auk þess sem fjölmargir útsendarar tölfræðiveita eru á svo gott sem öllum meistaraflokksleikjum hér á landi. Ljóst er að hætturnar geta leynst víða en telur Arnar að íslenskum íþróttum standi ógn af þeim? „Ég tel það, já. Maður tengir spillingu við Asíu og Austur-Evrópu en staðreyndin er sú að þetta er farið að banka verulega á dyrnar hjá okkur. Við höfum nú þegar nokkur dæmi þar sem að menn telja að hagræðing úrslita hafi átt sér stað á Íslandi. Ég tel að í öllum hinum Norðurlöndunum hafi menn eitthvað þurft að takast á við mál sem tengjast hagræðingu úrslita.“ Nánar verður rætt við Arnar í Fréttablaðinu á morgun. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslenskum landsliðsmanni boðinn sími fyrir að brenna af vítaskoti Átti að brenna af fyrsta vítaskotinu í landsleik og fá nýjustu tegund snjallsíma í staðinn. 4. janúar 2017 08:00 Freistingin er mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn Knattspyrnumenn á Íslandi hafa í nokkrum mæli veðjað á úrslit eigin leikja. Engar sönnur hafa verið færðar á að úrslitum leikja hafi verið hagrætt hérlendis en freistingin til þess hjá íslensku knattspyrnufólki er mikil. 4. janúar 2017 06:00 Gríðarlegt umfang veðmálafyrirtækja: Falast eftir upplýsingum og útsendarar á hverjum leik Þjálfarar í neðri deildum Íslands kannast vel við það að þeir séu inntir eftir stöðu og heilsu leikmanna sinna. Tölfræðiveitur eru með marga útsendara á svo gott sem öllum íslenskum knattspyrnuleikjum. 4. janúar 2017 19:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Sjá meira
Þetta segir Arnar Már Björgvinsson, leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla og laganemi við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefni hans um fjallar um hvernig lögum og reglum er háttað á Íslandi í tengslum við hagræðingu úrslita og hvort þær séu stakk búnar til að takast á við slík mál, ef að upp kæmist um að reynt hafi verið að hagræða úrslitum íþróttaviðburða hér á landi. Arnar segir að íþróttasambönd á Íslandi séu langt á eftir nágrannalöndum sínum sem eru með mun ítarlegri og skýrari reglur um hvernig skuli taka á slíkum málum. Hagræðing leikja gæti átt við almenna refsilöggjöf en staða máli sé verri innan íþróttasambandanna. „Þegar kemur að íþróttahreyfingunni sem ber höfuðábyrgð á að tækla spillingu innan íþróttarinnar þá er því verulega ábótavant, bæði innan ÍSÍ og KSÍ, hvernig málunum er háttað í regluverki samtakanna,“ segir Arnar. Mikið hefur verið fjallað um veðmál í íþróttum síðustu daga. Nýbirt rannsókn sýnir mikla þátttöku knattspyrnumanna á Íslandi í peningaspilum og getraunaleikjum á erlendum veðmálasíðum. Þá er umfang veðmálafyrirtækjanna mikið og víða starfandi sérfræðingar um veðmál á íslenska knattspyrnuleiki auk þess sem fjölmargir útsendarar tölfræðiveita eru á svo gott sem öllum meistaraflokksleikjum hér á landi. Ljóst er að hætturnar geta leynst víða en telur Arnar að íslenskum íþróttum standi ógn af þeim? „Ég tel það, já. Maður tengir spillingu við Asíu og Austur-Evrópu en staðreyndin er sú að þetta er farið að banka verulega á dyrnar hjá okkur. Við höfum nú þegar nokkur dæmi þar sem að menn telja að hagræðing úrslita hafi átt sér stað á Íslandi. Ég tel að í öllum hinum Norðurlöndunum hafi menn eitthvað þurft að takast á við mál sem tengjast hagræðingu úrslita.“ Nánar verður rætt við Arnar í Fréttablaðinu á morgun.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslenskum landsliðsmanni boðinn sími fyrir að brenna af vítaskoti Átti að brenna af fyrsta vítaskotinu í landsleik og fá nýjustu tegund snjallsíma í staðinn. 4. janúar 2017 08:00 Freistingin er mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn Knattspyrnumenn á Íslandi hafa í nokkrum mæli veðjað á úrslit eigin leikja. Engar sönnur hafa verið færðar á að úrslitum leikja hafi verið hagrætt hérlendis en freistingin til þess hjá íslensku knattspyrnufólki er mikil. 4. janúar 2017 06:00 Gríðarlegt umfang veðmálafyrirtækja: Falast eftir upplýsingum og útsendarar á hverjum leik Þjálfarar í neðri deildum Íslands kannast vel við það að þeir séu inntir eftir stöðu og heilsu leikmanna sinna. Tölfræðiveitur eru með marga útsendara á svo gott sem öllum íslenskum knattspyrnuleikjum. 4. janúar 2017 19:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Sjá meira
Íslenskum landsliðsmanni boðinn sími fyrir að brenna af vítaskoti Átti að brenna af fyrsta vítaskotinu í landsleik og fá nýjustu tegund snjallsíma í staðinn. 4. janúar 2017 08:00
Freistingin er mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn Knattspyrnumenn á Íslandi hafa í nokkrum mæli veðjað á úrslit eigin leikja. Engar sönnur hafa verið færðar á að úrslitum leikja hafi verið hagrætt hérlendis en freistingin til þess hjá íslensku knattspyrnufólki er mikil. 4. janúar 2017 06:00
Gríðarlegt umfang veðmálafyrirtækja: Falast eftir upplýsingum og útsendarar á hverjum leik Þjálfarar í neðri deildum Íslands kannast vel við það að þeir séu inntir eftir stöðu og heilsu leikmanna sinna. Tölfræðiveitur eru með marga útsendara á svo gott sem öllum íslenskum knattspyrnuleikjum. 4. janúar 2017 19:00