Innlent

Erfiðar aðstæður við leit á Langjökli í gær

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikill skafrenningur og myrkur dró verulega úr skyggni.
Mikill skafrenningur og myrkur dró verulega úr skyggni.
Aðstæður á Langjökli voru ekki beysnar í gær, þegar um 160 björgunarsveitarmenn leituðu tveggja ferðamanna sem höfðu orðið viðskila við hóp sinn í vélsleðaferð. Mikill skafrenningur og myrkur dró verulega úr skyggni.

Forsvarsmenn fyrirtækisins Mountaineers of Iceland segja að ákveðið hafi verið að fara með ferðamenn í vélsleðaferð á Langjökul í gær vegna reynslu og þekkingar leiðsögumanna og hagstæðrar vindáttar.

Þrátt fyrir að búið var að gefa út stormviðvörun.

Hópurinn lagði af stað en mætti vonskuveðri við rætur jökulsins. Þar var snúið við en fólkið sem týndist virðist hafa haldið áfram og því týnst. Þau áttuðu sig þó á mistökum sínum, stoppuðu og biðu eftir aðstoð. Þau fundust um klukkan níu í gærkvöldi.


Tengdar fréttir

Hvers og eins að meta aðstæður hverju sinni

Tveggja ferðamanna var leitað við Langjökul í gær eftir vélsleðaferð. Varað hafði verið við stormi áður en haldið var af stað. Framkvæmdastjóri SAF segir hvers og eins fyrirtækis að meta aðstæður. Ferðamennirnir fundust seint í g




Fleiri fréttir

Sjá meira


×