Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2017 16:15 Aron Pálmarsson. Vísir/AFP Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. Aron hefur verið að glíma við meiðsli frá því í leikjum Íslands í undankeppni EM í nóvember og er í kapphlaupi við tímann ætli hann sér að spila stórt hlutverk með íslenska liðinu í Frakklandi. Tölfræðin sýnir og sannar nauðsyn þess að Aron verði með. Mikilvægi Aron Pálmarsson fyrir landsliðið sést nefnilega mjög vel í tölfræðisamantekt HBStatz sem tók saman tölfræði í keppnisleikjum íslenska liðsins á síðasta ári. HBStatz hefur skoðar nánar tölfræði Arons í sjö keppnisleikjum Íslands frá árinu 2016 og sundurliðað hana niður eftir hálfleikjum sem og hvort íslenska liðið vinnur eða tapar. Tölfræði Arons er mun betri í sigurleikjunum en tapleikjunum og þá er líka athyglisvert að hann er atkvæðameiri í seinni hálfleikjum leikjanna þegar liðið þarf á mönnum að halda sem taka af skarið. Aron var með 4,6 mörk og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í þessum sjö leikjum og hann nýtti 44 prósent skota sinna í þeim. Íslenska liðið vann þrjá af þessum sjö leikjum og þar eru tölur Arons langt yfir meðaltalinu. Aron er með 6,0 mörk og 4,3 stoðsendingar að meðaltali og 51 prósent skotnýtingu í sigurleikjunum en „aðeins“ 3,5 mörk og 3,8 stoðsendingar að meðaltali og 37 prósent skotnýtingu í tapleikjunum. Framlög leikmanna í seinni hálfleik ráða oftar en ekki úrslitum og Aron er maðurinn sem gerir meira sjálfur í seinni hálfleiknum. Aron er með fleiri stoðsendingar í fyrri hálfleik en í þeim seinni skorar hann fleiri mörk og nýtir skotin sín betur. Aron er þannig með 2,9 mörk að meðaltali og 53 prósent skotnýtingu í seinni hálfleik og hækkar tölur sínar úr fyrri hálfleikjum leikjanna þegar hann var með 1,7 mörk og 34 prósent skotnýtingu. Aron tapar líka færri boltum í seinni hálfleikjum leikjanna og nýtir því sóknirnar mun betur. Hér fyrir neðan má sjá þessa fróðlegu og athyglisverði samantekt HBStatz á tölfræði Arons Pálmarssonar í keppnisleikjum Íslands á árinu 2016. Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07 Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27 Ásgeir Örn: Ég er tilbúinn að gera allt Ásgeir Örn Hallgrímsson meiddist í síðasta leik fyrir jól og er tæpur fyrir æfingamótið í Danmörku og HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:45 Áfallið gríðarlegt ef Aron verður ekki með Strákarnir okkar hefja leik á HM í handbolta eftir níu daga og enn eru tveir lykilmenn, Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, mjög tæpir vegna meiðsla. Undirbúningur fyrir lífið án Arons er í fullum gangi. 3. janúar 2017 06:00 Staðan á Aroni og Ásgeiri tekin í kvöld: „Svörin hafa ekki verið skýrari en það“ Landsliðsþjálfarinn vill fá að vita endanlega hvort Aron Pálmarsson verði með í Frakklandi áður en kemur að fyrsta leik. 2. janúar 2017 13:29 Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Fleiri fréttir „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Sjá meira
Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. Aron hefur verið að glíma við meiðsli frá því í leikjum Íslands í undankeppni EM í nóvember og er í kapphlaupi við tímann ætli hann sér að spila stórt hlutverk með íslenska liðinu í Frakklandi. Tölfræðin sýnir og sannar nauðsyn þess að Aron verði með. Mikilvægi Aron Pálmarsson fyrir landsliðið sést nefnilega mjög vel í tölfræðisamantekt HBStatz sem tók saman tölfræði í keppnisleikjum íslenska liðsins á síðasta ári. HBStatz hefur skoðar nánar tölfræði Arons í sjö keppnisleikjum Íslands frá árinu 2016 og sundurliðað hana niður eftir hálfleikjum sem og hvort íslenska liðið vinnur eða tapar. Tölfræði Arons er mun betri í sigurleikjunum en tapleikjunum og þá er líka athyglisvert að hann er atkvæðameiri í seinni hálfleikjum leikjanna þegar liðið þarf á mönnum að halda sem taka af skarið. Aron var með 4,6 mörk og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í þessum sjö leikjum og hann nýtti 44 prósent skota sinna í þeim. Íslenska liðið vann þrjá af þessum sjö leikjum og þar eru tölur Arons langt yfir meðaltalinu. Aron er með 6,0 mörk og 4,3 stoðsendingar að meðaltali og 51 prósent skotnýtingu í sigurleikjunum en „aðeins“ 3,5 mörk og 3,8 stoðsendingar að meðaltali og 37 prósent skotnýtingu í tapleikjunum. Framlög leikmanna í seinni hálfleik ráða oftar en ekki úrslitum og Aron er maðurinn sem gerir meira sjálfur í seinni hálfleiknum. Aron er með fleiri stoðsendingar í fyrri hálfleik en í þeim seinni skorar hann fleiri mörk og nýtir skotin sín betur. Aron er þannig með 2,9 mörk að meðaltali og 53 prósent skotnýtingu í seinni hálfleik og hækkar tölur sínar úr fyrri hálfleikjum leikjanna þegar hann var með 1,7 mörk og 34 prósent skotnýtingu. Aron tapar líka færri boltum í seinni hálfleikjum leikjanna og nýtir því sóknirnar mun betur. Hér fyrir neðan má sjá þessa fróðlegu og athyglisverði samantekt HBStatz á tölfræði Arons Pálmarssonar í keppnisleikjum Íslands á árinu 2016.
Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07 Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27 Ásgeir Örn: Ég er tilbúinn að gera allt Ásgeir Örn Hallgrímsson meiddist í síðasta leik fyrir jól og er tæpur fyrir æfingamótið í Danmörku og HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:45 Áfallið gríðarlegt ef Aron verður ekki með Strákarnir okkar hefja leik á HM í handbolta eftir níu daga og enn eru tveir lykilmenn, Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, mjög tæpir vegna meiðsla. Undirbúningur fyrir lífið án Arons er í fullum gangi. 3. janúar 2017 06:00 Staðan á Aroni og Ásgeiri tekin í kvöld: „Svörin hafa ekki verið skýrari en það“ Landsliðsþjálfarinn vill fá að vita endanlega hvort Aron Pálmarsson verði með í Frakklandi áður en kemur að fyrsta leik. 2. janúar 2017 13:29 Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Fleiri fréttir „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Sjá meira
Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07
Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27
Ásgeir Örn: Ég er tilbúinn að gera allt Ásgeir Örn Hallgrímsson meiddist í síðasta leik fyrir jól og er tæpur fyrir æfingamótið í Danmörku og HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:45
Áfallið gríðarlegt ef Aron verður ekki með Strákarnir okkar hefja leik á HM í handbolta eftir níu daga og enn eru tveir lykilmenn, Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, mjög tæpir vegna meiðsla. Undirbúningur fyrir lífið án Arons er í fullum gangi. 3. janúar 2017 06:00
Staðan á Aroni og Ásgeiri tekin í kvöld: „Svörin hafa ekki verið skýrari en það“ Landsliðsþjálfarinn vill fá að vita endanlega hvort Aron Pálmarsson verði með í Frakklandi áður en kemur að fyrsta leik. 2. janúar 2017 13:29
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn