Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2017 16:15 Aron Pálmarsson. Vísir/AFP Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. Aron hefur verið að glíma við meiðsli frá því í leikjum Íslands í undankeppni EM í nóvember og er í kapphlaupi við tímann ætli hann sér að spila stórt hlutverk með íslenska liðinu í Frakklandi. Tölfræðin sýnir og sannar nauðsyn þess að Aron verði með. Mikilvægi Aron Pálmarsson fyrir landsliðið sést nefnilega mjög vel í tölfræðisamantekt HBStatz sem tók saman tölfræði í keppnisleikjum íslenska liðsins á síðasta ári. HBStatz hefur skoðar nánar tölfræði Arons í sjö keppnisleikjum Íslands frá árinu 2016 og sundurliðað hana niður eftir hálfleikjum sem og hvort íslenska liðið vinnur eða tapar. Tölfræði Arons er mun betri í sigurleikjunum en tapleikjunum og þá er líka athyglisvert að hann er atkvæðameiri í seinni hálfleikjum leikjanna þegar liðið þarf á mönnum að halda sem taka af skarið. Aron var með 4,6 mörk og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í þessum sjö leikjum og hann nýtti 44 prósent skota sinna í þeim. Íslenska liðið vann þrjá af þessum sjö leikjum og þar eru tölur Arons langt yfir meðaltalinu. Aron er með 6,0 mörk og 4,3 stoðsendingar að meðaltali og 51 prósent skotnýtingu í sigurleikjunum en „aðeins“ 3,5 mörk og 3,8 stoðsendingar að meðaltali og 37 prósent skotnýtingu í tapleikjunum. Framlög leikmanna í seinni hálfleik ráða oftar en ekki úrslitum og Aron er maðurinn sem gerir meira sjálfur í seinni hálfleiknum. Aron er með fleiri stoðsendingar í fyrri hálfleik en í þeim seinni skorar hann fleiri mörk og nýtir skotin sín betur. Aron er þannig með 2,9 mörk að meðaltali og 53 prósent skotnýtingu í seinni hálfleik og hækkar tölur sínar úr fyrri hálfleikjum leikjanna þegar hann var með 1,7 mörk og 34 prósent skotnýtingu. Aron tapar líka færri boltum í seinni hálfleikjum leikjanna og nýtir því sóknirnar mun betur. Hér fyrir neðan má sjá þessa fróðlegu og athyglisverði samantekt HBStatz á tölfræði Arons Pálmarssonar í keppnisleikjum Íslands á árinu 2016. Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07 Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27 Ásgeir Örn: Ég er tilbúinn að gera allt Ásgeir Örn Hallgrímsson meiddist í síðasta leik fyrir jól og er tæpur fyrir æfingamótið í Danmörku og HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:45 Áfallið gríðarlegt ef Aron verður ekki með Strákarnir okkar hefja leik á HM í handbolta eftir níu daga og enn eru tveir lykilmenn, Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, mjög tæpir vegna meiðsla. Undirbúningur fyrir lífið án Arons er í fullum gangi. 3. janúar 2017 06:00 Staðan á Aroni og Ásgeiri tekin í kvöld: „Svörin hafa ekki verið skýrari en það“ Landsliðsþjálfarinn vill fá að vita endanlega hvort Aron Pálmarsson verði með í Frakklandi áður en kemur að fyrsta leik. 2. janúar 2017 13:29 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. Aron hefur verið að glíma við meiðsli frá því í leikjum Íslands í undankeppni EM í nóvember og er í kapphlaupi við tímann ætli hann sér að spila stórt hlutverk með íslenska liðinu í Frakklandi. Tölfræðin sýnir og sannar nauðsyn þess að Aron verði með. Mikilvægi Aron Pálmarsson fyrir landsliðið sést nefnilega mjög vel í tölfræðisamantekt HBStatz sem tók saman tölfræði í keppnisleikjum íslenska liðsins á síðasta ári. HBStatz hefur skoðar nánar tölfræði Arons í sjö keppnisleikjum Íslands frá árinu 2016 og sundurliðað hana niður eftir hálfleikjum sem og hvort íslenska liðið vinnur eða tapar. Tölfræði Arons er mun betri í sigurleikjunum en tapleikjunum og þá er líka athyglisvert að hann er atkvæðameiri í seinni hálfleikjum leikjanna þegar liðið þarf á mönnum að halda sem taka af skarið. Aron var með 4,6 mörk og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í þessum sjö leikjum og hann nýtti 44 prósent skota sinna í þeim. Íslenska liðið vann þrjá af þessum sjö leikjum og þar eru tölur Arons langt yfir meðaltalinu. Aron er með 6,0 mörk og 4,3 stoðsendingar að meðaltali og 51 prósent skotnýtingu í sigurleikjunum en „aðeins“ 3,5 mörk og 3,8 stoðsendingar að meðaltali og 37 prósent skotnýtingu í tapleikjunum. Framlög leikmanna í seinni hálfleik ráða oftar en ekki úrslitum og Aron er maðurinn sem gerir meira sjálfur í seinni hálfleiknum. Aron er með fleiri stoðsendingar í fyrri hálfleik en í þeim seinni skorar hann fleiri mörk og nýtir skotin sín betur. Aron er þannig með 2,9 mörk að meðaltali og 53 prósent skotnýtingu í seinni hálfleik og hækkar tölur sínar úr fyrri hálfleikjum leikjanna þegar hann var með 1,7 mörk og 34 prósent skotnýtingu. Aron tapar líka færri boltum í seinni hálfleikjum leikjanna og nýtir því sóknirnar mun betur. Hér fyrir neðan má sjá þessa fróðlegu og athyglisverði samantekt HBStatz á tölfræði Arons Pálmarssonar í keppnisleikjum Íslands á árinu 2016.
Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07 Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27 Ásgeir Örn: Ég er tilbúinn að gera allt Ásgeir Örn Hallgrímsson meiddist í síðasta leik fyrir jól og er tæpur fyrir æfingamótið í Danmörku og HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:45 Áfallið gríðarlegt ef Aron verður ekki með Strákarnir okkar hefja leik á HM í handbolta eftir níu daga og enn eru tveir lykilmenn, Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, mjög tæpir vegna meiðsla. Undirbúningur fyrir lífið án Arons er í fullum gangi. 3. janúar 2017 06:00 Staðan á Aroni og Ásgeiri tekin í kvöld: „Svörin hafa ekki verið skýrari en það“ Landsliðsþjálfarinn vill fá að vita endanlega hvort Aron Pálmarsson verði með í Frakklandi áður en kemur að fyrsta leik. 2. janúar 2017 13:29 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07
Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27
Ásgeir Örn: Ég er tilbúinn að gera allt Ásgeir Örn Hallgrímsson meiddist í síðasta leik fyrir jól og er tæpur fyrir æfingamótið í Danmörku og HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:45
Áfallið gríðarlegt ef Aron verður ekki með Strákarnir okkar hefja leik á HM í handbolta eftir níu daga og enn eru tveir lykilmenn, Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, mjög tæpir vegna meiðsla. Undirbúningur fyrir lífið án Arons er í fullum gangi. 3. janúar 2017 06:00
Staðan á Aroni og Ásgeiri tekin í kvöld: „Svörin hafa ekki verið skýrari en það“ Landsliðsþjálfarinn vill fá að vita endanlega hvort Aron Pálmarsson verði með í Frakklandi áður en kemur að fyrsta leik. 2. janúar 2017 13:29