Veðurfræðingur hvatti til sniðgöngu á vörum frá Kína Birgir Olgeirsson skrifar 2. janúar 2017 11:35 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og Brynhildur Davíðsdóttir, doktor í umhverfis- og orkufræði. Ef Íslendingar vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin ættu þeir eftir fremsta megni að kaupa vörur sem eru framleiddar nálægt þeim. Þetta segir Brynhildur Davíðsdóttir, doktor í umhverfis- og orkufræði, þegar hún er spurð út í orð veðurfræðingsins Einars Sveinbjörnssonar sem hafa vakið mikla athygli.Áður en Einar flutti landsmönnum veðurfréttir í Sjónvarpinu í gærkvöldi varpaði hann upp línuriti frá bresku veðurstofunni sem sýndi að hitastig á jörðinni hefur aldrei verið hærra frá upphafi mælinga en í fyrra.Flutningur gríðarlega mengandi Einar sagði Íslendinga geta lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn þessari þróun með því að sniðganga vörur sem eru framleiddar í Kína. Sagði hann Kínverja brenna kolum til að framleiða vörur og því væru allar vörur sem framleiddar eru í Kína óumhverfisvænar. Brynhildur segir þetta hárrétt hjá Einari en það þurfi að huga að mörgu þegar kemur að því að velja vöru með það að markmiði að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif. „Það sem við þurfum að gera ar að bera saman kolefnisfótspor allra vara sem við erum að kaupa og kaupa það sem er með það minnsta,“ segir Brynhildur. Hún nefnir að flutningur vara geti verið gríðarlega mengandi, þá sérstaklega þær vörur sem eru fluttar til landsins með flugi. Þá sé gríðarleg neysla á vörum sem eru nánast einnota.Brenna kolum við framleiðslu „Við þurfum að draga úr því og velt fyrir okkur hvort við þurfum að fá vörurnar með svona miklum hraði og velta fyrir okkur hversu lengi vörurnar nýtast. E þær nýtast mjög stutt þarf að framleiða meira og það hefur sín áhrif,“ segir Brynhildur. Hún segir gott að kaupa vörur sem eru framleiddar nálægt okkur því þá er minna um flutninga. „Og það sem er framleitt á Íslandi er framleitt með rafmagni sem tengist orku sem er oft mun umhverfisvænni en annars staðar,“ segir Brynhildur og tekur fram að gríðarlega mikilvægt sé að hafa í huga að margt smátt gerir eitt stórt í þessum efnum.Rannsókn vísindamanna við háskólana í Kaliforníu, Harvard og Maryland leiddi nýverið í ljós að losun gróðurhúsalofttegunda við framleiðslu vara í Kína er umtalsvert hærri en annars staðar, og er það rakið til þess að Kínverjar brenna kolum við framleiðslu. Veður Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Ef Íslendingar vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin ættu þeir eftir fremsta megni að kaupa vörur sem eru framleiddar nálægt þeim. Þetta segir Brynhildur Davíðsdóttir, doktor í umhverfis- og orkufræði, þegar hún er spurð út í orð veðurfræðingsins Einars Sveinbjörnssonar sem hafa vakið mikla athygli.Áður en Einar flutti landsmönnum veðurfréttir í Sjónvarpinu í gærkvöldi varpaði hann upp línuriti frá bresku veðurstofunni sem sýndi að hitastig á jörðinni hefur aldrei verið hærra frá upphafi mælinga en í fyrra.Flutningur gríðarlega mengandi Einar sagði Íslendinga geta lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn þessari þróun með því að sniðganga vörur sem eru framleiddar í Kína. Sagði hann Kínverja brenna kolum til að framleiða vörur og því væru allar vörur sem framleiddar eru í Kína óumhverfisvænar. Brynhildur segir þetta hárrétt hjá Einari en það þurfi að huga að mörgu þegar kemur að því að velja vöru með það að markmiði að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif. „Það sem við þurfum að gera ar að bera saman kolefnisfótspor allra vara sem við erum að kaupa og kaupa það sem er með það minnsta,“ segir Brynhildur. Hún nefnir að flutningur vara geti verið gríðarlega mengandi, þá sérstaklega þær vörur sem eru fluttar til landsins með flugi. Þá sé gríðarleg neysla á vörum sem eru nánast einnota.Brenna kolum við framleiðslu „Við þurfum að draga úr því og velt fyrir okkur hvort við þurfum að fá vörurnar með svona miklum hraði og velta fyrir okkur hversu lengi vörurnar nýtast. E þær nýtast mjög stutt þarf að framleiða meira og það hefur sín áhrif,“ segir Brynhildur. Hún segir gott að kaupa vörur sem eru framleiddar nálægt okkur því þá er minna um flutninga. „Og það sem er framleitt á Íslandi er framleitt með rafmagni sem tengist orku sem er oft mun umhverfisvænni en annars staðar,“ segir Brynhildur og tekur fram að gríðarlega mikilvægt sé að hafa í huga að margt smátt gerir eitt stórt í þessum efnum.Rannsókn vísindamanna við háskólana í Kaliforníu, Harvard og Maryland leiddi nýverið í ljós að losun gróðurhúsalofttegunda við framleiðslu vara í Kína er umtalsvert hærri en annars staðar, og er það rakið til þess að Kínverjar brenna kolum við framleiðslu.
Veður Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira