Upphaflega var meiningin að fjarlægja alla sýningarbíla Porsche úr salnum en turtildúfurnar vildu alls ekki að neinn hinna fögru bíla yrði fjarlægður úr salnum. Boðskortin í veisluna voru heldur ekki af fátæklegri gerðinni heldur voru það stálskildir með Porsche merkinu þar sem staðarval og nöfn tilvonandi hjóna kemur fram.
Þá voru kökurnar sem bornar voru fram í veislunni skreyttar með Porsche merkinu og með því undirstrikuð aðdáun hjónanna á glæsimerkinu. Myndirnar hér að neðan segja meira en mörg orð, en giftingin fór fram 30. desember síðastliðinn.







