Skipstjóri Regina C segir úlfalda gerðan úr mýflugu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2017 19:24 Regina C við bryggju í Hafnarfirði í gærkvöldi. Á myndinni má sjá þegar lögreglubíll flytur skipverja af Polar Nanoq frá höfninni um miðnætti í gær. Vísir Jóan Pauli, skipstjóri á grænlenska togaranum Regina C, segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. Grænlendingarnir fljúga heim til Nuuk í kvöld eins og til stóð allan tímann. Grænlenska ríkisútvarpið greindi frá því í dag að skipverjarnir hefðu orðið fyrir aðkasti í íslenskri verslun þar sem þeir voru að kaupa sér sælgæti og tímarit. Haft var eftir Svend Christensen að mennirnir hefðu fengið orð í eyra í umræddri búð, þeim verið blótað og því hafi verið tekin sú ákvörðun að dvelja ekki lengur á Íslandi í ljósi þessa.Tvær ókurteisar konur Svend Christensen var ekki svo harðorður í samtali við Vísi í dag en hann fékk upplýsingarnar um málið frá starfsmanni á skrifstofunni í Nuuk. Virðist sem upplýsingarnar hafi eitthvað skolast til. Skipstjórinn Jóan Pauli frá Færeyjum segir að verið sé að gera úlfalda úr mýflugu. Fyrir það fyrsta hafi aðeins einn úr áhöfninni farið í umrædda búð. Skipverjanum hafi ekki verið vísað úr búðinni af verslunareigendum heldur hafi tvær konur sagt honum að vera úti. Hann segir ekki ástæðu til að gefa upp í hvaða verslun þetta hafi gerst enda ekki við verslunareigendur að sakast. Jóán og skipverjarnir skilji vel reiði almennings í ljósi þess alvarlega máls sem hvarf Birna Brjánsdóttir sé. Þeir hafi sjálfir fylgst með gangi mála í gærkvöldi þegar Polar Nanoq kom í Hafnarfjarðarhöfn en Regina C liggur við sama bakka og Polar Nanoq. Skipverjar gera sér vel grein fyrir umstangi málsins. Skipverjar hafi á því skilning. Af þeim sökum hafi þeir meðvitað ákveðið að vera lítið á meðal almennings, ekki skellt sér á krá eða neitt slíkt.Áttu að halda heim í dag Þeir hafi alltaf fengið góðar móttökur á Íslandi ef frá er talið þetta atvik í dag sem þeir taka sjálfir ekki alvarlega að sögn Jóans. Þá hafi legið fyrir, þegar haldið var frá Nuuk í Grænlandi þann 12. janúar síðastliðinn til Íslands, að umræddir skipverjar færu aftur til Grænlands í dag. Það sé því engin breyting á því að sögn Jóans. Svend segir að Regina C hafi verið reglulegur gestur í höfnum Íslands, bæði á Akureyri og Hafnarfirði. Samskiptin hafi alltaf verið góð og vonar hann að það verði uppi á teningnum eftir þrjár vikur þegar hann mætir sjálfur ásamt áhöfn til að sækja Reginu C. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Grænlenskir sjómenn sendir heim af ótta við reiði Íslendinga Grænlenskir menn úr áhöfn togarans Regina C, upplifa sig ekki velkomna á Íslandi. 19. janúar 2017 17:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Jóan Pauli, skipstjóri á grænlenska togaranum Regina C, segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. Grænlendingarnir fljúga heim til Nuuk í kvöld eins og til stóð allan tímann. Grænlenska ríkisútvarpið greindi frá því í dag að skipverjarnir hefðu orðið fyrir aðkasti í íslenskri verslun þar sem þeir voru að kaupa sér sælgæti og tímarit. Haft var eftir Svend Christensen að mennirnir hefðu fengið orð í eyra í umræddri búð, þeim verið blótað og því hafi verið tekin sú ákvörðun að dvelja ekki lengur á Íslandi í ljósi þessa.Tvær ókurteisar konur Svend Christensen var ekki svo harðorður í samtali við Vísi í dag en hann fékk upplýsingarnar um málið frá starfsmanni á skrifstofunni í Nuuk. Virðist sem upplýsingarnar hafi eitthvað skolast til. Skipstjórinn Jóan Pauli frá Færeyjum segir að verið sé að gera úlfalda úr mýflugu. Fyrir það fyrsta hafi aðeins einn úr áhöfninni farið í umrædda búð. Skipverjanum hafi ekki verið vísað úr búðinni af verslunareigendum heldur hafi tvær konur sagt honum að vera úti. Hann segir ekki ástæðu til að gefa upp í hvaða verslun þetta hafi gerst enda ekki við verslunareigendur að sakast. Jóán og skipverjarnir skilji vel reiði almennings í ljósi þess alvarlega máls sem hvarf Birna Brjánsdóttir sé. Þeir hafi sjálfir fylgst með gangi mála í gærkvöldi þegar Polar Nanoq kom í Hafnarfjarðarhöfn en Regina C liggur við sama bakka og Polar Nanoq. Skipverjar gera sér vel grein fyrir umstangi málsins. Skipverjar hafi á því skilning. Af þeim sökum hafi þeir meðvitað ákveðið að vera lítið á meðal almennings, ekki skellt sér á krá eða neitt slíkt.Áttu að halda heim í dag Þeir hafi alltaf fengið góðar móttökur á Íslandi ef frá er talið þetta atvik í dag sem þeir taka sjálfir ekki alvarlega að sögn Jóans. Þá hafi legið fyrir, þegar haldið var frá Nuuk í Grænlandi þann 12. janúar síðastliðinn til Íslands, að umræddir skipverjar færu aftur til Grænlands í dag. Það sé því engin breyting á því að sögn Jóans. Svend segir að Regina C hafi verið reglulegur gestur í höfnum Íslands, bæði á Akureyri og Hafnarfirði. Samskiptin hafi alltaf verið góð og vonar hann að það verði uppi á teningnum eftir þrjár vikur þegar hann mætir sjálfur ásamt áhöfn til að sækja Reginu C.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Grænlenskir sjómenn sendir heim af ótta við reiði Íslendinga Grænlenskir menn úr áhöfn togarans Regina C, upplifa sig ekki velkomna á Íslandi. 19. janúar 2017 17:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Grænlenskir sjómenn sendir heim af ótta við reiði Íslendinga Grænlenskir menn úr áhöfn togarans Regina C, upplifa sig ekki velkomna á Íslandi. 19. janúar 2017 17:45