„Ekki að ástæðulausu sem farið er fram með slíka kröfu“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. janúar 2017 11:46 Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. vísir/anton brink Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur segir lögregluna telja nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim mönnum sem handteknir voru um hádegisbil í gær. Hann segir að mennirnir hafi verið skildir að um leið og lögregla kom um borð í Polar Nanoq. „Rannsóknin er á því stigi að við teljum nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim sem handteknir fyrir um sólarhring. Svo við höfum lengri tíma til að halda áfram að vinna með þær upplýsingar sem við erum með,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Grímur segist ekki getað gefið neitt upp um mennina, annað en að þeir séu báðir grænlenskir. „Núna er nauðsynlegt fyrir okkur að fá að vinna í þessu. Þetta eru þvingunarráðstafanir og eitt af þeim möguleikum sem lögreglan hefur samkvæmt lögum um meðferð sakamála við ákveðnar aðstæður. Þvingunarráðstafanir eru íþyngjandi fyrir þá sem þeim er beitt gegn. Það má segja að það er ekki að ástæðulausu sem farið er fram með slíka kröfu. Ef menn vilja sjá hvort litið er alvarlega á þetta þá er þegar farið er fram með slíka kröfu þá er það alvarlegt.“ Sérsveitarmenn lögreglu fóru um borð í Polar Nanoq að hádegi í gær og handtóku mennina tvo.Voru mennirnir skildir að þegar þið komuð um borð í skipið í gær? „Um leið og við komum um borð var það gert. Um leið og sérsveitarmenn koma um borð í skipið þá eru þeir skildir að.“ Þriðji maðurinn var svo handtekinn í gærkvöldi og segir Grímur að ekki sé búið að ákveða hvort einnig verði farið fram á gæsluvarðhald yfir honum. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Farið fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum Tveir skipverjar á Polar Nanoq, sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, verða færðir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness fyrir hádegi í dag. 19. janúar 2017 11:11 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Sjá meira
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur segir lögregluna telja nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim mönnum sem handteknir voru um hádegisbil í gær. Hann segir að mennirnir hafi verið skildir að um leið og lögregla kom um borð í Polar Nanoq. „Rannsóknin er á því stigi að við teljum nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim sem handteknir fyrir um sólarhring. Svo við höfum lengri tíma til að halda áfram að vinna með þær upplýsingar sem við erum með,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Grímur segist ekki getað gefið neitt upp um mennina, annað en að þeir séu báðir grænlenskir. „Núna er nauðsynlegt fyrir okkur að fá að vinna í þessu. Þetta eru þvingunarráðstafanir og eitt af þeim möguleikum sem lögreglan hefur samkvæmt lögum um meðferð sakamála við ákveðnar aðstæður. Þvingunarráðstafanir eru íþyngjandi fyrir þá sem þeim er beitt gegn. Það má segja að það er ekki að ástæðulausu sem farið er fram með slíka kröfu. Ef menn vilja sjá hvort litið er alvarlega á þetta þá er þegar farið er fram með slíka kröfu þá er það alvarlegt.“ Sérsveitarmenn lögreglu fóru um borð í Polar Nanoq að hádegi í gær og handtóku mennina tvo.Voru mennirnir skildir að þegar þið komuð um borð í skipið í gær? „Um leið og við komum um borð var það gert. Um leið og sérsveitarmenn koma um borð í skipið þá eru þeir skildir að.“ Þriðji maðurinn var svo handtekinn í gærkvöldi og segir Grímur að ekki sé búið að ákveða hvort einnig verði farið fram á gæsluvarðhald yfir honum.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Farið fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum Tveir skipverjar á Polar Nanoq, sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, verða færðir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness fyrir hádegi í dag. 19. janúar 2017 11:11 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Sjá meira
Farið fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum Tveir skipverjar á Polar Nanoq, sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, verða færðir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness fyrir hádegi í dag. 19. janúar 2017 11:11