Þriðji skipverjinn handtekinn Birgir Olgeirsson skrifar 18. janúar 2017 21:30 Grænlenski togarinn Polar Nanoq. VÍÐIR MÁR HERMANNSSON Þriðji skipverji Polar Nanoq var handtekinn um borð í skipinu þar sem það er á leið til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Ástæða handtöku hans er sú hin sama og hvað varðar hina tvo, það er að grunur leikur á að hann búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur hinn 14. janúar síðastliðinn. Hann verður yfirheyrður við komuna til landsins.Greint var frá því fyrr í dag að mennirnir tveir sem voru handteknir væru grænlenskir. Sá þriðji er einnig grænlenskur að sögn Gríms Grímsson, yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu. Í samtali við Vísi segir hann rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa leitt til þess að þriðji maðurinn var handtekinn. Mennirnir þrír hafa ekki verið yfirheyrðir um borð, að sögn Gríms. Þeim hefur verið boðið að tjá sig um sakarefnið en hafa ekki gert það. Þeir verða yfirheyrðir í nótt en ekki er búið að skipa þeim verjendur. Það verður gert við komuna til landsins. Halda má sakborningum án gæsluvarðhaldsúrskurðs í 24 klukkustundir. Það þýðir að sleppa verður skipverjunum tveimur sem handteknir voru í hádeginu í dag í hádeginu á morgun ef ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Þriðji maðurinn var handtekinn klukkan hálf níu í kvöld og má því halda honum þar til annað kvöld án gæsluvarðhaldsúrskurðar.Sérsveitarmenn mættu engum mótþróa Fram kom í tilkynningu frá lögreglu fyrr í dag að sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra hefðu farið um borð í Polar Nanoq úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF, um hádegisbil í dag. Grímur Grímsson sagði í samtali við Vísi að þyrlunni hefði verið flogið yfir skipið og áhöfn Polar Nanoq tilkynnt að sérsveitarmenn myndu síga niður í skipið og taka það yfir. Áhöfn skipsins sýndi engan mótþróa þegar lögreglumennirnir fóru um borð og tóku yfir stjórn þess. Skipið er væntanlegt til hafnar seinna í kvöld en þá mun lögregla framkvæma leit í skipinu. Grímur sagði í fréttatíma Sjónvarpsins í kvöld að lögregla væri engu nær um það var Birnu er að finna. Hann sagði enga ástæðu til að ætla að Birna hafi á einhverjum tímapunkti farið um borð í skipið. Hann sagði rannsókn málsins miða vel og verið sé að raða saman brotum. „Við færumst nær lausninni,“ sagði Grímur við RÚV.Vildi ekki svara því hvað kom lögreglunni á spor Polar Nanoq Grímur sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann gæti ekki farið út í það hvað kom lögreglunni á spor grænlenska togarans. Þá vildi hann ekki svara því hvort að annar hinna handteknu sé sá sem tók bílaleigubíl á leigu á föstudag en lögregla lagði hald á bílinn í Kópavogi um hádegisbil í gær. Um er að ræða rauða Kia Rio-bifreið af eins gerð og þá sem sést á eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25. Á sama tíma og á sama stað hverfur Birna Brjánsdóttir sjónum. Grímur sagði að lögreglan hafi enn ekki staðfest að það sé sami bíll og lagt var hald á í gær. „Það er raunverulega ekki staðfest því við erum ekki með númerið á þeim bíl og það hefur enginn gefið sig fram sem var á þeim bíl,“ sagði Grímur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Sjá meira
Þriðji skipverji Polar Nanoq var handtekinn um borð í skipinu þar sem það er á leið til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Ástæða handtöku hans er sú hin sama og hvað varðar hina tvo, það er að grunur leikur á að hann búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur hinn 14. janúar síðastliðinn. Hann verður yfirheyrður við komuna til landsins.Greint var frá því fyrr í dag að mennirnir tveir sem voru handteknir væru grænlenskir. Sá þriðji er einnig grænlenskur að sögn Gríms Grímsson, yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu. Í samtali við Vísi segir hann rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa leitt til þess að þriðji maðurinn var handtekinn. Mennirnir þrír hafa ekki verið yfirheyrðir um borð, að sögn Gríms. Þeim hefur verið boðið að tjá sig um sakarefnið en hafa ekki gert það. Þeir verða yfirheyrðir í nótt en ekki er búið að skipa þeim verjendur. Það verður gert við komuna til landsins. Halda má sakborningum án gæsluvarðhaldsúrskurðs í 24 klukkustundir. Það þýðir að sleppa verður skipverjunum tveimur sem handteknir voru í hádeginu í dag í hádeginu á morgun ef ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Þriðji maðurinn var handtekinn klukkan hálf níu í kvöld og má því halda honum þar til annað kvöld án gæsluvarðhaldsúrskurðar.Sérsveitarmenn mættu engum mótþróa Fram kom í tilkynningu frá lögreglu fyrr í dag að sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra hefðu farið um borð í Polar Nanoq úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF, um hádegisbil í dag. Grímur Grímsson sagði í samtali við Vísi að þyrlunni hefði verið flogið yfir skipið og áhöfn Polar Nanoq tilkynnt að sérsveitarmenn myndu síga niður í skipið og taka það yfir. Áhöfn skipsins sýndi engan mótþróa þegar lögreglumennirnir fóru um borð og tóku yfir stjórn þess. Skipið er væntanlegt til hafnar seinna í kvöld en þá mun lögregla framkvæma leit í skipinu. Grímur sagði í fréttatíma Sjónvarpsins í kvöld að lögregla væri engu nær um það var Birnu er að finna. Hann sagði enga ástæðu til að ætla að Birna hafi á einhverjum tímapunkti farið um borð í skipið. Hann sagði rannsókn málsins miða vel og verið sé að raða saman brotum. „Við færumst nær lausninni,“ sagði Grímur við RÚV.Vildi ekki svara því hvað kom lögreglunni á spor Polar Nanoq Grímur sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann gæti ekki farið út í það hvað kom lögreglunni á spor grænlenska togarans. Þá vildi hann ekki svara því hvort að annar hinna handteknu sé sá sem tók bílaleigubíl á leigu á föstudag en lögregla lagði hald á bílinn í Kópavogi um hádegisbil í gær. Um er að ræða rauða Kia Rio-bifreið af eins gerð og þá sem sést á eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25. Á sama tíma og á sama stað hverfur Birna Brjánsdóttir sjónum. Grímur sagði að lögreglan hafi enn ekki staðfest að það sé sami bíll og lagt var hald á í gær. „Það er raunverulega ekki staðfest því við erum ekki með númerið á þeim bíl og það hefur enginn gefið sig fram sem var á þeim bíl,“ sagði Grímur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Sjá meira
Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00
Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23