Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Birgir Olgeirsson skrifar 18. janúar 2017 18:23 Um hádegisbil í dag handtóku lögreglumenn í sérsveit ríkislögreglustjóra tvo menn um borð í grænlenska fiskiskipinu Polar Nanoq um það bil 90 mílur suðvestur af landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grími Grímssyni yfirlögregluþjóni sem stjórnar rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem sást síðast á Laugavegi aðfaranótt laugardags.Grænlenski togarinn Polar Nanoq.víðir már hermannssonSérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins Í tilkynningunni kemur fram að sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra hafi farið um borð í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF. Þeir tóku yfir stjórn skipsins sem nú siglir til hafnar í Hafnarfirði. Ástæða aðgerðar lögreglu er sú að við rannsókn lögreglu á hvarfi Birnu Brjánsdóttur hafa vaknað grunsemdir um að þeir sem handteknir voru búi yfir upplýsingum um hvarf hennar. Enginn mótþrói sýndur Verða hinir handteknu yfirheyrðir við komuna til landsins. Segir Grímur að aðgerð sérsveitar ríkislögreglustjórans hafi tekist afar vel og var stýrt af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ríkislögreglustjóranum og Landhelgisgæslu frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Enginn mótþrói var sýndur þegar lögreglumennirnir stigu um borð í skipið og tóku yfir stjórn þess.Fóru til móts við Polar Nanoq í gær Í gær fóru fjórir lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með þyrlu Landhelgisgæslunnar til móts við danska herskipið HDMS Triton og þar um borð. Skipið sigldi síðan til móts við Polar Nanoq. Skipin mættust við miðlínu á milli Íslands og Grænlands um kl. 6 í morgun. Fóru ekki um borð í gær Ekki varð af því að lögreglumennirnir færu um borð í grænlenska skipið þegar skipin mættust við miðlínu heldur var ákveðið að skipið sigldi áfram áleiðis til Hafnarfjarðar og þyrla Landhelgisgæslunnar flygi til móts við skipið með sérsveitarmenn ríkislögreglustjórans svo sem að framan greinir. HDMS Triton kemur til hafnar í Hafnarfirði á sama tíma og Polar Nanoq. Í tilkynningunni þakkar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ríkislögreglustjóranum, Landhelgisgæslunni og áhöfn HDMS Triton fyrir samstarfið og veitta aðstoð.Mennirnir tveir grænlenskir Grímur sagði í beinni útsendingu við fréttastofu Stöðvar 2 að mennirnir tveir sem voru handteknir í Polar Nanoq séu grænlenskir. Aðspurður hvort mennirnir væru grunaðir um refsiverða háttsemi sagði Grímur: „Þeir eru taldir búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu og hafa réttarstöðu grunaðs manns.“ Grímur segir að lögregluyfirvöld hafi lítið getað talað við mennina þar sem þeir eru ekki komnir til landsins en segir að ekki hafi verið farið í leit að Birnu í dag vegna upplýsinga frá mönnunum.Ástæða leitar björgunarsveitarmanna á Strandarheiði og við Hafnarfjarðarhöfn sé tilkomin vegna eldri ábendinga frá almenningi. Hann vildi ekki segja neitt frekar um mennina tvo sem voru handteknir, til dæmis aldur þeirra eða stöðu um borð.„Færumst nær lausninni“Í sjónvarpsfréttum RÚV sagði Grímur að mönnunum tveimur hafi verið kynnt sakarefni um borð en ekkert hafi komið fram í máli þeirra enn sem komið er. Í kvöld mun lögregla framkvæma leit í skipinu og fer meðal annars tæknideild um borð í skipið til að rannsaka það. Hann sagði rannsókn málsins miða vel og verið sé að raða saman brotum. „Við færumst nær lausninni,“ sagði Grímur við RÚV. Hann sagði að fjölmiðlaumfjöllun hefði torveldað lögregluaðgerð vegna málsins en ekki skemmt hana. Hann sagði lögreglu reyna að halda sakargögnum þannig að þau spillist síður og því óþægilegt þegar fjallað er um það. Hann sagði lögreglu engu nær um það hvar Birnu er að finna. Hann sagði enga ástæðu að ætla að Birna hafi á einhverjum tímapunkti farið um borð í skipið. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Um hádegisbil í dag handtóku lögreglumenn í sérsveit ríkislögreglustjóra tvo menn um borð í grænlenska fiskiskipinu Polar Nanoq um það bil 90 mílur suðvestur af landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grími Grímssyni yfirlögregluþjóni sem stjórnar rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem sást síðast á Laugavegi aðfaranótt laugardags.Grænlenski togarinn Polar Nanoq.víðir már hermannssonSérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins Í tilkynningunni kemur fram að sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra hafi farið um borð í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF. Þeir tóku yfir stjórn skipsins sem nú siglir til hafnar í Hafnarfirði. Ástæða aðgerðar lögreglu er sú að við rannsókn lögreglu á hvarfi Birnu Brjánsdóttur hafa vaknað grunsemdir um að þeir sem handteknir voru búi yfir upplýsingum um hvarf hennar. Enginn mótþrói sýndur Verða hinir handteknu yfirheyrðir við komuna til landsins. Segir Grímur að aðgerð sérsveitar ríkislögreglustjórans hafi tekist afar vel og var stýrt af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ríkislögreglustjóranum og Landhelgisgæslu frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Enginn mótþrói var sýndur þegar lögreglumennirnir stigu um borð í skipið og tóku yfir stjórn þess.Fóru til móts við Polar Nanoq í gær Í gær fóru fjórir lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með þyrlu Landhelgisgæslunnar til móts við danska herskipið HDMS Triton og þar um borð. Skipið sigldi síðan til móts við Polar Nanoq. Skipin mættust við miðlínu á milli Íslands og Grænlands um kl. 6 í morgun. Fóru ekki um borð í gær Ekki varð af því að lögreglumennirnir færu um borð í grænlenska skipið þegar skipin mættust við miðlínu heldur var ákveðið að skipið sigldi áfram áleiðis til Hafnarfjarðar og þyrla Landhelgisgæslunnar flygi til móts við skipið með sérsveitarmenn ríkislögreglustjórans svo sem að framan greinir. HDMS Triton kemur til hafnar í Hafnarfirði á sama tíma og Polar Nanoq. Í tilkynningunni þakkar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ríkislögreglustjóranum, Landhelgisgæslunni og áhöfn HDMS Triton fyrir samstarfið og veitta aðstoð.Mennirnir tveir grænlenskir Grímur sagði í beinni útsendingu við fréttastofu Stöðvar 2 að mennirnir tveir sem voru handteknir í Polar Nanoq séu grænlenskir. Aðspurður hvort mennirnir væru grunaðir um refsiverða háttsemi sagði Grímur: „Þeir eru taldir búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu og hafa réttarstöðu grunaðs manns.“ Grímur segir að lögregluyfirvöld hafi lítið getað talað við mennina þar sem þeir eru ekki komnir til landsins en segir að ekki hafi verið farið í leit að Birnu í dag vegna upplýsinga frá mönnunum.Ástæða leitar björgunarsveitarmanna á Strandarheiði og við Hafnarfjarðarhöfn sé tilkomin vegna eldri ábendinga frá almenningi. Hann vildi ekki segja neitt frekar um mennina tvo sem voru handteknir, til dæmis aldur þeirra eða stöðu um borð.„Færumst nær lausninni“Í sjónvarpsfréttum RÚV sagði Grímur að mönnunum tveimur hafi verið kynnt sakarefni um borð en ekkert hafi komið fram í máli þeirra enn sem komið er. Í kvöld mun lögregla framkvæma leit í skipinu og fer meðal annars tæknideild um borð í skipið til að rannsaka það. Hann sagði rannsókn málsins miða vel og verið sé að raða saman brotum. „Við færumst nær lausninni,“ sagði Grímur við RÚV. Hann sagði að fjölmiðlaumfjöllun hefði torveldað lögregluaðgerð vegna málsins en ekki skemmt hana. Hann sagði lögreglu reyna að halda sakargögnum þannig að þau spillist síður og því óþægilegt þegar fjallað er um það. Hann sagði lögreglu engu nær um það hvar Birnu er að finna. Hann sagði enga ástæðu að ætla að Birna hafi á einhverjum tímapunkti farið um borð í skipið.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14
Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00
Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36
Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25