Enginn úr áhöfn Polar Nanoq handtekinn Birgir Olgeirsson skrifar 18. janúar 2017 00:17 Grænlenski togarinn Polar Nanoq. víðir már hermannsson Enginn úr áhöfn grænlenska togarans Polar Nanoq hefur verið handtekinn. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann segir jafnframt að enginn hafi verið yfirheyrður við rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur með réttarstöðu grunaðs manns, þar með taldi skipverjar Polar Nanoq. Að öðru leyti vildi Grímur ekkert tjá sig frekar um málið. Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að Polar Nanoq hefði verið snúið við til Íslands vegna rannsóknar á hvarfi Birnu en reiknað er með því að togarinn komi til Íslands seinni part dags á morgun eða annað kvöld.Ítarlega verður fjallað um hvarf Birnu í Fréttablaðinu á morgun. Þar verður meðal annars varpað ljósi á upptökur úr eftirlitsmyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn að morgni laugardags, morguninn sem Birna hvarf.Einn úr áhöfn Nanoq Polar var með rauða Kia Rio-bíl á leigu, sem lögreglan lagði hald á í dag, aðfaranótt laugardags þegar Birna hvarf. Lögreglan óskaði í dag eftir aðstoð danska herskipsins Tríton vegna rannsóknarinnar. Tríton var fyrir á ferð við Ísland þegar beiðni um aðstoð barst. Upplýsingafulltrúi danska hersins, Erik Boettger, staðfesti í samtali við Vísi að beiðni um aðstoð hefði borist frá íslensku lögreglunni síðdegis í dag. Hann gat þó ekki tjáð sig frekar um málið, sagði það á ábyrgð íslensku lögreglunnar og að hún yrði að svara fyrir það. Sem fyrr hefur lögreglan á Íslandi neitað að tjá sig um rannsóknina og aðgerðir lögreglu sem standa yfir.Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur heimildir fyrir því að þyrla Landhelgisgæslunnar hefði fyrr í kvöld lagt af stað með sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra innanborðs út á haf í átt að skipi. Grímur vildi ekki staðfesta það í samtali við RÚV. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi hjá Landhelgisgæslunni, hefur ekki viljað tjá sig neitt um verkefni Landhelgisgæslunnar í kvöld. Þyrla gæslunnar TF-LÍF lenti á Reykjavíkurflugvelli upp úr klukkan átta í kvöld. Fjórir stigu úr þyrlunni við lendingu, allt starfsmenn Landhelgisgæslunnar. Vísir hefur engar upplýsingar um hvaða verkefni þyrlan var að sinna. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Lögreglan fékk í morgun lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 18:10 Leitin að Birnu: Framvinda í rannsókninni sem er á viðkvæmu stigi Enginn er grunaður í málinu, enginn hefur verið yfirheyrður og ekki hefur verið lýst eftir neinum. 17. janúar 2017 19:10 Grænlenska togaranum snúið við til Íslands Talsmaður danska hersins staðfestir að íslenska lögreglan hafi beðið herskip um aðstoð. 17. janúar 2017 21:36 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Enginn úr áhöfn grænlenska togarans Polar Nanoq hefur verið handtekinn. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann segir jafnframt að enginn hafi verið yfirheyrður við rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur með réttarstöðu grunaðs manns, þar með taldi skipverjar Polar Nanoq. Að öðru leyti vildi Grímur ekkert tjá sig frekar um málið. Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að Polar Nanoq hefði verið snúið við til Íslands vegna rannsóknar á hvarfi Birnu en reiknað er með því að togarinn komi til Íslands seinni part dags á morgun eða annað kvöld.Ítarlega verður fjallað um hvarf Birnu í Fréttablaðinu á morgun. Þar verður meðal annars varpað ljósi á upptökur úr eftirlitsmyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn að morgni laugardags, morguninn sem Birna hvarf.Einn úr áhöfn Nanoq Polar var með rauða Kia Rio-bíl á leigu, sem lögreglan lagði hald á í dag, aðfaranótt laugardags þegar Birna hvarf. Lögreglan óskaði í dag eftir aðstoð danska herskipsins Tríton vegna rannsóknarinnar. Tríton var fyrir á ferð við Ísland þegar beiðni um aðstoð barst. Upplýsingafulltrúi danska hersins, Erik Boettger, staðfesti í samtali við Vísi að beiðni um aðstoð hefði borist frá íslensku lögreglunni síðdegis í dag. Hann gat þó ekki tjáð sig frekar um málið, sagði það á ábyrgð íslensku lögreglunnar og að hún yrði að svara fyrir það. Sem fyrr hefur lögreglan á Íslandi neitað að tjá sig um rannsóknina og aðgerðir lögreglu sem standa yfir.Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur heimildir fyrir því að þyrla Landhelgisgæslunnar hefði fyrr í kvöld lagt af stað með sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra innanborðs út á haf í átt að skipi. Grímur vildi ekki staðfesta það í samtali við RÚV. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi hjá Landhelgisgæslunni, hefur ekki viljað tjá sig neitt um verkefni Landhelgisgæslunnar í kvöld. Þyrla gæslunnar TF-LÍF lenti á Reykjavíkurflugvelli upp úr klukkan átta í kvöld. Fjórir stigu úr þyrlunni við lendingu, allt starfsmenn Landhelgisgæslunnar. Vísir hefur engar upplýsingar um hvaða verkefni þyrlan var að sinna.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Lögreglan fékk í morgun lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 18:10 Leitin að Birnu: Framvinda í rannsókninni sem er á viðkvæmu stigi Enginn er grunaður í málinu, enginn hefur verið yfirheyrður og ekki hefur verið lýst eftir neinum. 17. janúar 2017 19:10 Grænlenska togaranum snúið við til Íslands Talsmaður danska hersins staðfestir að íslenska lögreglan hafi beðið herskip um aðstoð. 17. janúar 2017 21:36 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Lögreglan fékk í morgun lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 18:10
Leitin að Birnu: Framvinda í rannsókninni sem er á viðkvæmu stigi Enginn er grunaður í málinu, enginn hefur verið yfirheyrður og ekki hefur verið lýst eftir neinum. 17. janúar 2017 19:10
Grænlenska togaranum snúið við til Íslands Talsmaður danska hersins staðfestir að íslenska lögreglan hafi beðið herskip um aðstoð. 17. janúar 2017 21:36