Strákarnir hans Dags þurftu engan stórleik til að vinna stórsigur á Sádum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2017 18:13 Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins. Vísir/EPA Þrír leikir og þrír sigrar í húsi. Þýska landsliðið er með fullt hús í C-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Frakklandi efir fjórtán marka sigur á Sádum í dag. Þýskaland vann leikinn 38-24 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 21-13. Þýska liðið átti samt engan stórleik þrátt fyrir stórsigur. Liðið gerði mörg mistök og markverðirnir fundu sig ekki. Það skipti þó litlu enda gríðarlegur getumunur á liðunum tveimur. Sádarnir komust yfir í 1-0 og 2-1 en svo skildu leikir og Þjóðverjar keyrðu sig í gang. Eftirleikurinn varð síðan auðveldur fyrir þetta gríðarlega sterka þýska lið. Dagur Sigurðsson gat líka sparað sína bestu menn fyrir framhaldið og markaskorun liðsins dreifðist mjög vel á milli manna. Hinn 22 ára gamli Simon Ernst var sá eini sem náði að spila 40 mínútur í þýska liðinu. Steffen Fath var markahæstur með sex mörk úr sex skotum. Patrick Groetzki, Kai Häfner og Julius Kühn skoruðu allir fimm mörk. Alls skoruðu sjö leikmenn þýska liðsins þrjú mörk eða meira í þessum leik. Þýska liðið hefur unnið leikina þrjá á móti Ungverjalandi (+4), Síle (+21) og Sádí-Arabíu (+14). Liðið er því með sex stig og 39 mörk í plús. Síðustu tveir leikir þýska liðsins eru á móti Hvít-Rússum á morgun og svo úrslitaleikur riðilsins á móti Króatíu á föstudagskvöldið. Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Þrír leikir og þrír sigrar í húsi. Þýska landsliðið er með fullt hús í C-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Frakklandi efir fjórtán marka sigur á Sádum í dag. Þýskaland vann leikinn 38-24 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 21-13. Þýska liðið átti samt engan stórleik þrátt fyrir stórsigur. Liðið gerði mörg mistök og markverðirnir fundu sig ekki. Það skipti þó litlu enda gríðarlegur getumunur á liðunum tveimur. Sádarnir komust yfir í 1-0 og 2-1 en svo skildu leikir og Þjóðverjar keyrðu sig í gang. Eftirleikurinn varð síðan auðveldur fyrir þetta gríðarlega sterka þýska lið. Dagur Sigurðsson gat líka sparað sína bestu menn fyrir framhaldið og markaskorun liðsins dreifðist mjög vel á milli manna. Hinn 22 ára gamli Simon Ernst var sá eini sem náði að spila 40 mínútur í þýska liðinu. Steffen Fath var markahæstur með sex mörk úr sex skotum. Patrick Groetzki, Kai Häfner og Julius Kühn skoruðu allir fimm mörk. Alls skoruðu sjö leikmenn þýska liðsins þrjú mörk eða meira í þessum leik. Þýska liðið hefur unnið leikina þrjá á móti Ungverjalandi (+4), Síle (+21) og Sádí-Arabíu (+14). Liðið er því með sex stig og 39 mörk í plús. Síðustu tveir leikir þýska liðsins eru á móti Hvít-Rússum á morgun og svo úrslitaleikur riðilsins á móti Króatíu á föstudagskvöldið.
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira