Nota Tinder til að vekja athygli á hvarfi Birnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2017 11:04 Leitað var að Birnu við Hafnarfjarðarhöfn í alla nótt en margir sem nota samfélagsmiðilinn Tinder hafa skipt út myndinni af sér fyrir tilkynningu um hvarf Birnu. vísir/vilhelm/garðar Ungt fólk hefur undanfarið skipt út myndum af sér á samfélagsmiðlinum Tinder til að vekja athygli á hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. Í gærkvöldi kom póstur inn í hópinn Beauty Tips á Facebook þar sem stelpur á Tinder voru sérstaklega hvattar til að skipta um mynd af sér og setja í staðinn mynd af tilkynningu um að Birnu sé saknað. Má ætla að markmiðið sé ekki hvað síst að ná til útlendinga og ef til vill helst erlendra ferðamanna sem kunna að búa yfir einhverjum upplýsingum um ferðir Birnu aðfaranótt laugardags. Tinder er stefnumótaforrit sem nýtur mikilla vinsælda hér á landi. Eitt af því sem er í forgangi hjá lögreglu við rannsókn málsins er að reyna að komast inn á Tinder-aðgang Birnu til að sjá hvort hún hafi verið í samskiptum við einhvern þar nóttina sem hún hvarf.Árangurslaus leit hingað til Skipulögð leit hófst að Birnu fyrir hádegi í gær og stóð linnulaust yfir fram undir morgun. Byrjað var að leita í miðbæ Reykjavíkur í 300 metra radíus út frá þeim stað þar sem Birna hverfur sjónum í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Leitin var árangurslaus en eftir hádegi hófst leit við Flatahraun í Hafnarfirði þar sem sími Birnu sendi seinast frá sér merki áður en slökkt var honum rétt fyrir klukkan sex um morguninn. Sú leit færðist inn í Heiðmörk í gærkvöldi þar sem leitað var á svokallaðri flóttamannaleið milli Vífilsstaða og Kaldárselsvegar en á tólfta tímanum fundust skór áþekkir þeim sem Birna klæddist nóttina sem hún hvarf við Hafnarfjarðarhöfn. Þungamiðja leitarinnar færðist því þangað í nótt en bar ekki árangur. Áfram verður leitað í dag og er leit nýhafin við Hafnarfjarðarhöfn og Flatahraun. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sá sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, segir að skórnir sem fundust í gær séu í sömu skóstærð og Birna notar. Þá eru þeir jafnframt af sömu tegund og sama lit en enn á eftir að staðfesta að um hennar skó sé að ræða.Rannsóknin beinist fyrst og fremst að skónum Að sögn Gríms beinist rannsókn lögreglu nú fyrst og fremst að skónum enda eru fáar aðrar vísbendingar til staðar. Er málið skoðað út frá öllum hliðum og meðal annars reynt að finna út úr því hvort skónum hafi verið mögulega komið fyrir við höfnina. Þá er lögreglan jafnframt með það í forgangi að reyna að komast inn á Tinder-aðgang Birnu en eini samfélagsmiðillinn sem lögreglan hefur komist inn á er Facebook. Ökumaður rauðrar Kia Rio-bifreiðar, sem lögreglan lýsti eftir í gærmorgun, hefur heldur ekki gefið sig fram og segir Grímur lögregluna enn reyna að hafa uppi á þeim aðila. Verið sé að vinna úr gögnum frá bílaleigum þessa stundina en bíllinn ók niður Laugaveg og í raun framhjá Birnu um það leyti sem hún hverfur úr myndavélum. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30 Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Ungt fólk hefur undanfarið skipt út myndum af sér á samfélagsmiðlinum Tinder til að vekja athygli á hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. Í gærkvöldi kom póstur inn í hópinn Beauty Tips á Facebook þar sem stelpur á Tinder voru sérstaklega hvattar til að skipta um mynd af sér og setja í staðinn mynd af tilkynningu um að Birnu sé saknað. Má ætla að markmiðið sé ekki hvað síst að ná til útlendinga og ef til vill helst erlendra ferðamanna sem kunna að búa yfir einhverjum upplýsingum um ferðir Birnu aðfaranótt laugardags. Tinder er stefnumótaforrit sem nýtur mikilla vinsælda hér á landi. Eitt af því sem er í forgangi hjá lögreglu við rannsókn málsins er að reyna að komast inn á Tinder-aðgang Birnu til að sjá hvort hún hafi verið í samskiptum við einhvern þar nóttina sem hún hvarf.Árangurslaus leit hingað til Skipulögð leit hófst að Birnu fyrir hádegi í gær og stóð linnulaust yfir fram undir morgun. Byrjað var að leita í miðbæ Reykjavíkur í 300 metra radíus út frá þeim stað þar sem Birna hverfur sjónum í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Leitin var árangurslaus en eftir hádegi hófst leit við Flatahraun í Hafnarfirði þar sem sími Birnu sendi seinast frá sér merki áður en slökkt var honum rétt fyrir klukkan sex um morguninn. Sú leit færðist inn í Heiðmörk í gærkvöldi þar sem leitað var á svokallaðri flóttamannaleið milli Vífilsstaða og Kaldárselsvegar en á tólfta tímanum fundust skór áþekkir þeim sem Birna klæddist nóttina sem hún hvarf við Hafnarfjarðarhöfn. Þungamiðja leitarinnar færðist því þangað í nótt en bar ekki árangur. Áfram verður leitað í dag og er leit nýhafin við Hafnarfjarðarhöfn og Flatahraun. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sá sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, segir að skórnir sem fundust í gær séu í sömu skóstærð og Birna notar. Þá eru þeir jafnframt af sömu tegund og sama lit en enn á eftir að staðfesta að um hennar skó sé að ræða.Rannsóknin beinist fyrst og fremst að skónum Að sögn Gríms beinist rannsókn lögreglu nú fyrst og fremst að skónum enda eru fáar aðrar vísbendingar til staðar. Er málið skoðað út frá öllum hliðum og meðal annars reynt að finna út úr því hvort skónum hafi verið mögulega komið fyrir við höfnina. Þá er lögreglan jafnframt með það í forgangi að reyna að komast inn á Tinder-aðgang Birnu en eini samfélagsmiðillinn sem lögreglan hefur komist inn á er Facebook. Ökumaður rauðrar Kia Rio-bifreiðar, sem lögreglan lýsti eftir í gærmorgun, hefur heldur ekki gefið sig fram og segir Grímur lögregluna enn reyna að hafa uppi á þeim aðila. Verið sé að vinna úr gögnum frá bílaleigum þessa stundina en bíllinn ók niður Laugaveg og í raun framhjá Birnu um það leyti sem hún hverfur úr myndavélum.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30 Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30
Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30
Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47