Leitin að Birnu: Dr. Martens skór fannst og er til skoðunar hjá lögreglu Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 17. janúar 2017 01:09 Bílar í myrkrinu við Kaldársel í kvöld. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Fjöldi sjálfboðaliða lagði leið sína að Kaldárseli í Hafnarfirði, rétt við bílastæðið hjá gönguleiðini á Helgarfell, um miðnætti í kvöld eftir að almennur borgari fann stakan Dr. Martens-skó um klukkan ellefu. Birti hann mynd af skónum á Facebook-síðunni Leit að Birnu Brjánsdóttur og var á honum að skilja að skórinn hefði fundist nærri Kaldárseli.Ítarlegt uppgjör á atburðum næturinnar eftir að skórnir fundust má lesa hér. Hann hefur síðan útskýrt að skórinn hafi fundist annars staðar. Málið sé í höndum lögreglu sem þakkaði honum veittar upplýsingar. Lögregla verst allra fregna af málinu sem stendur. Samkvæmt heimildum Vísis fannst skórinn ekki í Kaldárseli. Í tilkynningum lögreglu vegna leitarinnar að Birnu hefur komið fram að hin tvítuga Birna Brjánsdóttir, sem ekkert hefur sést til í tæpa þrjá sólarhringa, var klædd í Dr. Martens-skó. Móðir Birnu, eða einhver henni nákomin sem heldur utan um fyrrnefnda Facebook-síðu, hefur beðið fólk um að yfirgefa svæðið. Það sé að ósk lögreglu. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá upplýsingar frá lögreglu en engin svör hafa borist þaðan.Uppfært klukkan 01:38Lögregla hefur lokað veginum að höfuðstöðvum Atlantsolíu við höfnina í Hafnarfjarðarhöfn. Samkvæmt heimildum Vísis fannst fyrrnefndur skór á svæðinu. Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu standa yfir og eru sérsveitarmenn meðal annars mættir á svæðið og sömuleiðis teymi frá björgunarsveitinni.Uppfært kukkan 02:21Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni, staðfestir í samtali við Vísi að skórinn hafi fundist við höfnina. Ekki liggir fyrir hvort hann sé af Birnu en verið sé að leita til ættingja til að staðfesta það. Unnið sé eftir þessari vísbendingu.Uppfært klukkan 03:09Seinni skórinn fannst við leit við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld og nótt. Parið er áþekkt því sem Birna klæddist þegar hún hvarf á laugardagsmorgun. Ekki er hægt að fullyrða á þessari stundu að parið sé Birnu en verið er að leita af sér allan grun í Hafnarfjarðarhöfn með tilkomu þessara vísbendinga. Nánar hér.Uppfært klukkan 04:41Ágúst Svansson segir sterkan grun um að skórnir séu af Birnu. Viðtal við Ágúst má sjá hér að neðan. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fjöldi sjálfboðaliða lagði leið sína að Kaldárseli í Hafnarfirði, rétt við bílastæðið hjá gönguleiðini á Helgarfell, um miðnætti í kvöld eftir að almennur borgari fann stakan Dr. Martens-skó um klukkan ellefu. Birti hann mynd af skónum á Facebook-síðunni Leit að Birnu Brjánsdóttur og var á honum að skilja að skórinn hefði fundist nærri Kaldárseli.Ítarlegt uppgjör á atburðum næturinnar eftir að skórnir fundust má lesa hér. Hann hefur síðan útskýrt að skórinn hafi fundist annars staðar. Málið sé í höndum lögreglu sem þakkaði honum veittar upplýsingar. Lögregla verst allra fregna af málinu sem stendur. Samkvæmt heimildum Vísis fannst skórinn ekki í Kaldárseli. Í tilkynningum lögreglu vegna leitarinnar að Birnu hefur komið fram að hin tvítuga Birna Brjánsdóttir, sem ekkert hefur sést til í tæpa þrjá sólarhringa, var klædd í Dr. Martens-skó. Móðir Birnu, eða einhver henni nákomin sem heldur utan um fyrrnefnda Facebook-síðu, hefur beðið fólk um að yfirgefa svæðið. Það sé að ósk lögreglu. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá upplýsingar frá lögreglu en engin svör hafa borist þaðan.Uppfært klukkan 01:38Lögregla hefur lokað veginum að höfuðstöðvum Atlantsolíu við höfnina í Hafnarfjarðarhöfn. Samkvæmt heimildum Vísis fannst fyrrnefndur skór á svæðinu. Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu standa yfir og eru sérsveitarmenn meðal annars mættir á svæðið og sömuleiðis teymi frá björgunarsveitinni.Uppfært kukkan 02:21Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni, staðfestir í samtali við Vísi að skórinn hafi fundist við höfnina. Ekki liggir fyrir hvort hann sé af Birnu en verið sé að leita til ættingja til að staðfesta það. Unnið sé eftir þessari vísbendingu.Uppfært klukkan 03:09Seinni skórinn fannst við leit við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld og nótt. Parið er áþekkt því sem Birna klæddist þegar hún hvarf á laugardagsmorgun. Ekki er hægt að fullyrða á þessari stundu að parið sé Birnu en verið er að leita af sér allan grun í Hafnarfjarðarhöfn með tilkomu þessara vísbendinga. Nánar hér.Uppfært klukkan 04:41Ágúst Svansson segir sterkan grun um að skórnir séu af Birnu. Viðtal við Ágúst má sjá hér að neðan.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira