Tyrknesk flutningaflugvél hrapaði í Kirgistan í gærmorgun með þeim afleiðingum að um 40 manns fórust.
Flestir hinna látnu voru íbúar í litlu þorpi þar sem vélin hrapaði.
Vélin var af gerðinni Boeing 747 og var á leiðinni frá Hong Kong til Istanbúl, en átti að millilenda á Manas-flugvelli í Kirgistan, nálægt höfuðborginni Bishkek.
Mikil þoka var þegar vélin lækkaði flug til lendingar. Hún brotlenti skammt frá þorpinu Dachi Suu og þaut áfram nokkur hundruð metra í gegnum þorpið, með þeim afleiðingum að mörg hús eyðilögðust algerlega og tugir íbúa fórust.
Fyrstu upplýsingar bentu til þess að 37 manns hafi látið lífið. Forseti Kirgistans, lýsti því yfir að þjóðarsorg muni ríkja í landinu í dag.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flutningavél hrapaði niður á lítið þorp
Guðsteinn Bjarnason skrifar

Mest lesið

Bensínbrúsar inni í íbúðinni
Innlent



Sást ekki til sólar fyrir mýi
Innlent





Maðurinn kominn í leitirnar
Innlent
