Móðir Birnu: „Það er svolítið skýrt að hún er í hættu“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. janúar 2017 20:22 „Við gætum ímyndað okkur að hún hafi jafnvel farið með einhverjum erlendum af því hún hafði mikinn áhuga á að tala við fólk alls staðar að úr í heiminum,“ sagði Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu Brjánsdóttur, við fjölmiðla eftir blaðamannafund lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum í dag. Hún sagði Birnu hafa nýlega skráð sig aftur inn á stefnumótamiðilinn Tinder. „Og Tinder virkar þannig að þú talar við einhvern og ætlar að hitta hann kannski bara eftir hálftíma. Það er eitthvað sem við höfum verið að hugsa,“ sagði Sigurlaug. Sigurlaug sagði Birnu hafa kynnst ferðamönnum í fyrra sumar í gegnum Tinder. „En ekki til að vera með þeim heldur meira til að eignast vini og tengsl. Hún fór einu sinni eða tvisvar Gullna hringinn með einhverjum sem hún hafði kynnst.“ Hún sagði lögreglu reyna að nálgast lykilorð inn á Tinder-reikning Birnu til að skoða samskipti hennar þar. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, lögregluna vera í samskiptum við samfélagsmiðla vegna mannshvarfa og þeir hafi verið nokkuð samvinnuþýða. Búist er við að lögreglan muni fá aðgang að þeim samfélagsmiðlum sem Birna stundaði en það gæti tekið nokkra daga. Lögreglan fékk aðgang að Facebook-i Birnu með leyfi frá fjölskyldu hennar. Sigurlaug sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum að ekki hafi verið leitað að Birnu síðastliðna nótt. „Það er svolítið skýrt að hún er í hættu. Hún er ekki að velja þetta sjálf að hverfa. Af því þetta er þannig stelpa. Hún er ekki á flótta undan einhverju og hefur ekki verið í efnum. Það er einhvers staðar verið að halda henni. Hún er ekki sjálfviljug einhvers staðar.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan birtir myndband af Birnu í miðbæ Reykjavíkur Lögreglan hefur nú birt myndband af Birnu Brjánsdóttur þar sem hún sést á ferð um í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 18:52 Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Málið talið óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Birna sýndi engin merki um depurð fyrir hvarfið. 16. janúar 2017 18:25 Vinkonur Birnu: Yndisleg vinkona og hefur ekki einu sinni reykt gras María Bjarnadóttir og Matthildur Soffía Jónsdóttir segja að Birna Brjánsdóttir hafi aldrei verið í neinu rugli og hafi verið einstök vinkona. Önnur þeirra var með henni nóttina sem hún hvarf. 16. janúar 2017 19:47 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Við gætum ímyndað okkur að hún hafi jafnvel farið með einhverjum erlendum af því hún hafði mikinn áhuga á að tala við fólk alls staðar að úr í heiminum,“ sagði Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu Brjánsdóttur, við fjölmiðla eftir blaðamannafund lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum í dag. Hún sagði Birnu hafa nýlega skráð sig aftur inn á stefnumótamiðilinn Tinder. „Og Tinder virkar þannig að þú talar við einhvern og ætlar að hitta hann kannski bara eftir hálftíma. Það er eitthvað sem við höfum verið að hugsa,“ sagði Sigurlaug. Sigurlaug sagði Birnu hafa kynnst ferðamönnum í fyrra sumar í gegnum Tinder. „En ekki til að vera með þeim heldur meira til að eignast vini og tengsl. Hún fór einu sinni eða tvisvar Gullna hringinn með einhverjum sem hún hafði kynnst.“ Hún sagði lögreglu reyna að nálgast lykilorð inn á Tinder-reikning Birnu til að skoða samskipti hennar þar. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, lögregluna vera í samskiptum við samfélagsmiðla vegna mannshvarfa og þeir hafi verið nokkuð samvinnuþýða. Búist er við að lögreglan muni fá aðgang að þeim samfélagsmiðlum sem Birna stundaði en það gæti tekið nokkra daga. Lögreglan fékk aðgang að Facebook-i Birnu með leyfi frá fjölskyldu hennar. Sigurlaug sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum að ekki hafi verið leitað að Birnu síðastliðna nótt. „Það er svolítið skýrt að hún er í hættu. Hún er ekki að velja þetta sjálf að hverfa. Af því þetta er þannig stelpa. Hún er ekki á flótta undan einhverju og hefur ekki verið í efnum. Það er einhvers staðar verið að halda henni. Hún er ekki sjálfviljug einhvers staðar.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan birtir myndband af Birnu í miðbæ Reykjavíkur Lögreglan hefur nú birt myndband af Birnu Brjánsdóttur þar sem hún sést á ferð um í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 18:52 Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Málið talið óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Birna sýndi engin merki um depurð fyrir hvarfið. 16. janúar 2017 18:25 Vinkonur Birnu: Yndisleg vinkona og hefur ekki einu sinni reykt gras María Bjarnadóttir og Matthildur Soffía Jónsdóttir segja að Birna Brjánsdóttir hafi aldrei verið í neinu rugli og hafi verið einstök vinkona. Önnur þeirra var með henni nóttina sem hún hvarf. 16. janúar 2017 19:47 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Lögreglan birtir myndband af Birnu í miðbæ Reykjavíkur Lögreglan hefur nú birt myndband af Birnu Brjánsdóttur þar sem hún sést á ferð um í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 18:52
Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Málið talið óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Birna sýndi engin merki um depurð fyrir hvarfið. 16. janúar 2017 18:25
Vinkonur Birnu: Yndisleg vinkona og hefur ekki einu sinni reykt gras María Bjarnadóttir og Matthildur Soffía Jónsdóttir segja að Birna Brjánsdóttir hafi aldrei verið í neinu rugli og hafi verið einstök vinkona. Önnur þeirra var með henni nóttina sem hún hvarf. 16. janúar 2017 19:47