Leitað við Flatahraun: Öðruvísi aðferðum beitt en í miðbæ Reykjavíkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2017 15:33 Björgunarsveitarmenn í Hafnarfirði í dag. vísir/vilhelm Björgunarsveitarmenn eru nú byrjaðir að leita í Hafnarfirði vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur en ekkert hefur spurst til hennar síðan á aðfaranótt laugardags. Að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, var aukamannskapur kallaður út um klukkan 14:15 en leitarfólk er einnig að störfum í miðbæ Reykjavíkur. „Það er verið að leita þarna við Flatahraun þar sem það var merki frá símanum hennar Birnu við gömlu slökkvistöðina. Þetta er öðruvísi leit en í miðbænum þar sem það er töluvert stærra svæði undir og það verið að leita meira meðfram stígum, götum og þess háttar. Það er því leitað á annan hátt í Flatahrauninu og öðrum leitaraðferðum beitt en niðri í bæ,“ segir Þorsteinn. Alls taka um 60 björgunarsveitarmenn þátt í leitinni að Birnu núna og leitar helmingurinn í miðbænum og helmingurinn í Hafnarfirði. Í miðbænum er sérhæft leitarfólk við störf og í Hafnarfirði einnig auk annarra sem eru með mikla reynslu af leit að sögn Þorsteins.Stærra leitarsvæði er undir í Hafnarfirði en í miðbæ Reykjavíkur og er öðruvísi leitaraðferðum beitt.vísir/loftmyndirSíðast vitað um að Birna hafi verið í samskiptum við fólk á Húrra Í gærkvöldi var farið með sporhundinn Perlu til að leita við skemmtistaðinn Húrra í Tryggvagötu og við Flatahraun. Sími Birnu sendi frá sér merki á því svæði um hálftíma eftir að hún sést á eftirlitsmyndavélum niðri í bæ, en síðast er vitað um að Birna hafi verið í samskiptum við fólk á Húrra. Birna sést svo í eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg að húsi númer 31 þar sem hún hverfur sjónum um kl 05:25. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um ferðir Birnu og hvar hún er niðurkomin að hafa samband við lögreglu í síma 444 1109. Þá lýsti lögreglan í morgun eftir ökumanni rauðs fólksbíls, líklega af gerðinni Kia Rio, sem ekið var vestur Laugaveg á móts við hús númer 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Ökumaðurinn hefur enn ekki gefið sig fram en lögreglan biður hann um að gera það sem allra fyrst. Auk þess eru allir þeir sem voru á ferðinni á þessum slóðum á þessum tíma beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1109. Birna er 170 cm á hæð, 70 kíló með sítt rauðleitt hár. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og í svörtum uppreimuðum Dr. Martens-skóm þegar hún sást síðast. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09 Lögregla fékk gögn úr eftirlitsmyndavélum Húrra á laugardagskvöld Jón Mýrdal, vert á Húrra, segir að enn eigi eftir að taka skýrslur af starfsfólki Húrra. 16. janúar 2017 14:17 Björgunarfólk við leit í miðbæ Reykjavíkur: „Erum fyrst og fremst að leita að vísbendingum“ Fínkemba svæði í námunda við Laugaveg 31. 16. janúar 2017 14:41 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Björgunarsveitarmenn eru nú byrjaðir að leita í Hafnarfirði vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur en ekkert hefur spurst til hennar síðan á aðfaranótt laugardags. Að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, var aukamannskapur kallaður út um klukkan 14:15 en leitarfólk er einnig að störfum í miðbæ Reykjavíkur. „Það er verið að leita þarna við Flatahraun þar sem það var merki frá símanum hennar Birnu við gömlu slökkvistöðina. Þetta er öðruvísi leit en í miðbænum þar sem það er töluvert stærra svæði undir og það verið að leita meira meðfram stígum, götum og þess háttar. Það er því leitað á annan hátt í Flatahrauninu og öðrum leitaraðferðum beitt en niðri í bæ,“ segir Þorsteinn. Alls taka um 60 björgunarsveitarmenn þátt í leitinni að Birnu núna og leitar helmingurinn í miðbænum og helmingurinn í Hafnarfirði. Í miðbænum er sérhæft leitarfólk við störf og í Hafnarfirði einnig auk annarra sem eru með mikla reynslu af leit að sögn Þorsteins.Stærra leitarsvæði er undir í Hafnarfirði en í miðbæ Reykjavíkur og er öðruvísi leitaraðferðum beitt.vísir/loftmyndirSíðast vitað um að Birna hafi verið í samskiptum við fólk á Húrra Í gærkvöldi var farið með sporhundinn Perlu til að leita við skemmtistaðinn Húrra í Tryggvagötu og við Flatahraun. Sími Birnu sendi frá sér merki á því svæði um hálftíma eftir að hún sést á eftirlitsmyndavélum niðri í bæ, en síðast er vitað um að Birna hafi verið í samskiptum við fólk á Húrra. Birna sést svo í eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg að húsi númer 31 þar sem hún hverfur sjónum um kl 05:25. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um ferðir Birnu og hvar hún er niðurkomin að hafa samband við lögreglu í síma 444 1109. Þá lýsti lögreglan í morgun eftir ökumanni rauðs fólksbíls, líklega af gerðinni Kia Rio, sem ekið var vestur Laugaveg á móts við hús númer 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Ökumaðurinn hefur enn ekki gefið sig fram en lögreglan biður hann um að gera það sem allra fyrst. Auk þess eru allir þeir sem voru á ferðinni á þessum slóðum á þessum tíma beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1109. Birna er 170 cm á hæð, 70 kíló með sítt rauðleitt hár. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og í svörtum uppreimuðum Dr. Martens-skóm þegar hún sást síðast.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09 Lögregla fékk gögn úr eftirlitsmyndavélum Húrra á laugardagskvöld Jón Mýrdal, vert á Húrra, segir að enn eigi eftir að taka skýrslur af starfsfólki Húrra. 16. janúar 2017 14:17 Björgunarfólk við leit í miðbæ Reykjavíkur: „Erum fyrst og fremst að leita að vísbendingum“ Fínkemba svæði í námunda við Laugaveg 31. 16. janúar 2017 14:41 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09
Lögregla fékk gögn úr eftirlitsmyndavélum Húrra á laugardagskvöld Jón Mýrdal, vert á Húrra, segir að enn eigi eftir að taka skýrslur af starfsfólki Húrra. 16. janúar 2017 14:17
Björgunarfólk við leit í miðbæ Reykjavíkur: „Erum fyrst og fremst að leita að vísbendingum“ Fínkemba svæði í námunda við Laugaveg 31. 16. janúar 2017 14:41