Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 17 í dag vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur, sem ekkert hefur spurst til frá aðfaranótt laugardags. Þar verða fjölmiðlar upplýstir um stöðu mála ensýnt verður beint frá fundinum hér á Vísi.
Fjöldi sérhæfðra björgunarsveitarmanna hefur leitað Birnu í miðbæ Reykjavíkur frá hádegi í dag. Síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum þar sem hún gekk ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og að húsi til móts við Laugaveg 31, þar sem hún hvarf sjónum. Lögregla vinnur nú að því að afla frekari gagna úr öryggismyndavélum.
