Lögregla fékk gögn úr eftirlitsmyndavélum Húrra á laugardagskvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2017 14:17 Birna var að skemmta sér á Húrra en yfirgaf staðinn um klukkan fimm aðfaranótt laugardags. Vísir Jón Mýrdal, vert á skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu, segir allt gert til að aðstoða lögreglu við leitina að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið í tæplega sextíu klukkustundir eða frá því fimm aðfaranótt laugardags. Lögregla hafi fengið gögn úr eftirlitsmyndakerfi Húrra á laugardagskvöldið. Á tólfta tímanum á laugardagskvöldið lýsti lögregla svo formlega eftir Birnu. „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt,“ segir Jón í samtali við Vísi. Hann er sjálfur staddur erlendis en vel inni í málum. Ekki hafi enn verið teknar skýrslur af starfsfólki sem stóð vaktina á Húrra þetta kvöld. Hann á þó von á því að það verði gert.Útgangspunktur leitarinnar sérhæfðra björgunarsveitarmanna er Laugavegur 31 þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum.vísir/loftmyndirHann hafi strax á laugardagskvöldið, eftir að lögregla lýsti eftir Birnu, útvegað gögn úr eftirlitsmyndavél staðarins. „Það sést betur í myndavélakerfinu við hverja hún var í samskiptum við,“ segir Jón. Birna yfirgaf Húrra um fimmleytið og síðast sást til hennar í kringum Laugaveg 31, þar sem Kirkjuhúsið er til húsa. Aðspurður hvort eitthvað sérstakt hafi verið um að vera á Húrra umrætt kvöld og nótt segir Jón að Grapevine hafi afhent tónlistarverðlaun sín fyrr um kvöldið. Birna hafi þó líklega mætt eftir að því var lokið en plötusnúður hafi spilað tónlist um nóttina, eins og venjulega. Húrra lokar klukkan hálf fimm um helgar en svo tekur tíma fyrir fólk að yfirgefa staðinn að sögn Jóns. Sérhæfðir björgunarsveitarmenn ganga nú um miðbæ Reykjavíkur og leita innan 300 metra radíus. Hvarf hennar er ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24 Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09 Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum. 16. janúar 2017 11:36 Leitað í 300 metra radíus: „Allt opnað sem hægt er að opna“ Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. 16. janúar 2017 12:52 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Jón Mýrdal, vert á skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu, segir allt gert til að aðstoða lögreglu við leitina að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið í tæplega sextíu klukkustundir eða frá því fimm aðfaranótt laugardags. Lögregla hafi fengið gögn úr eftirlitsmyndakerfi Húrra á laugardagskvöldið. Á tólfta tímanum á laugardagskvöldið lýsti lögregla svo formlega eftir Birnu. „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt,“ segir Jón í samtali við Vísi. Hann er sjálfur staddur erlendis en vel inni í málum. Ekki hafi enn verið teknar skýrslur af starfsfólki sem stóð vaktina á Húrra þetta kvöld. Hann á þó von á því að það verði gert.Útgangspunktur leitarinnar sérhæfðra björgunarsveitarmanna er Laugavegur 31 þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum.vísir/loftmyndirHann hafi strax á laugardagskvöldið, eftir að lögregla lýsti eftir Birnu, útvegað gögn úr eftirlitsmyndavél staðarins. „Það sést betur í myndavélakerfinu við hverja hún var í samskiptum við,“ segir Jón. Birna yfirgaf Húrra um fimmleytið og síðast sást til hennar í kringum Laugaveg 31, þar sem Kirkjuhúsið er til húsa. Aðspurður hvort eitthvað sérstakt hafi verið um að vera á Húrra umrætt kvöld og nótt segir Jón að Grapevine hafi afhent tónlistarverðlaun sín fyrr um kvöldið. Birna hafi þó líklega mætt eftir að því var lokið en plötusnúður hafi spilað tónlist um nóttina, eins og venjulega. Húrra lokar klukkan hálf fimm um helgar en svo tekur tíma fyrir fólk að yfirgefa staðinn að sögn Jóns. Sérhæfðir björgunarsveitarmenn ganga nú um miðbæ Reykjavíkur og leita innan 300 metra radíus. Hvarf hennar er ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24 Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09 Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum. 16. janúar 2017 11:36 Leitað í 300 metra radíus: „Allt opnað sem hægt er að opna“ Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. 16. janúar 2017 12:52 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24
Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09
Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum. 16. janúar 2017 11:36
Leitað í 300 metra radíus: „Allt opnað sem hægt er að opna“ Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. 16. janúar 2017 12:52